Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2021 11:25 Kvöldfréttatími Stöðvar 2 verður aðeins aðgengilegur áskrifendum frá og með 18. janúar. Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Sýn, eiganda Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, að kvöldfréttir Stöðvar 2 hafi í 34 ár, frá upphafsárinu 1986, verið hluti af daglegu lífi þjóðarinnar. Á þessum tíma hafi umhverfi fjölmiðla tekið miklum breytingum. Í því samhengi má nefna breytt auglýsingaumhverfi þar sem sífellt stærri hluti fer til erlendra stórfyrirtækja á borð við Google og Facebook. „Stöð 2 hefur verið leiðandi og ætlar sér að vera það áfram. Frá og með 18. janúar verða kvöldfréttir Stöðvar 2 aðeins aðgengilegar áskrifendum og þannig verður grundvöllur fréttastofu Stöðvar 2 tryggður til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttatíminn verður áfram sendur út í beinni útsendingu á Bylgjunni og birtist í formi myndbrota á Vísi eftir að útsendingu lýkur á Stöð 2. Stöð 2 hefur haldið úti fréttum frá 9. október 1986 og hér að neðan má sjá fyrstu fréttina sem fjallaði um leiðtogafundinn í Höfða. Áfram öflug fréttaþjónusta í sjónvarpi „Þetta er sóknaraðgerð. Með þessari aðgerð erum við að tryggja fréttastofuna enn frekar í sessi,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Við erum þess fullviss að með stuðningi áskrifenda skapist forsendur til að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu og framleiðslu innlends efnis. Á síðasta ári framleiddi Stöð 2 alls 48 íslenskar þáttaraðir og viðburði sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og kynnum á sama tíma fleiri viðskiptavini fyrir Stöð2+, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt efni, á áður óþekktu verði,“ segir Þórhallur. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir breytingarnar gera fréttastofunni kleift að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu í sjónvarpi. „Breyttar aðstæður kalla á nýjar áherslur í fjölmiðlun en það sem breytist ekki er áhersla okkar á traust, vandvirkni og nálægð við fólk. Fréttastofan verður því áfram leiðandi í miðlun frétta – á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni,“ segir Þórir. Stöð 2+ fylgir áskrift að Stöð 2 Í fréttatilkynningunni frá Sýn segir að áskrift að Stöð 2 fylgi framvegis aðgangur að Stöð 2+ (áður Maraþon) á 7.990 krónur á mánuði en Stöð2+ er stærsta efnisveita landsins með íslenskt efni. Hægt verði að tryggja sér áskrift frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 12. janúar. Á sama tíma verði breyting á áskriftarskilmálum sem felst í því að engin binding sé á áskriftum umfram líðandi mánuð. Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu þegar Stöð 2 var komið á laggirnar árið 1986 eins og rakið var í heimildarþáttunum Ljósvakavíkingarnir, sem eru aðgengilegir á Vísi. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Fram kemur í fréttatilkynningu frá Sýn, eiganda Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, að kvöldfréttir Stöðvar 2 hafi í 34 ár, frá upphafsárinu 1986, verið hluti af daglegu lífi þjóðarinnar. Á þessum tíma hafi umhverfi fjölmiðla tekið miklum breytingum. Í því samhengi má nefna breytt auglýsingaumhverfi þar sem sífellt stærri hluti fer til erlendra stórfyrirtækja á borð við Google og Facebook. „Stöð 2 hefur verið leiðandi og ætlar sér að vera það áfram. Frá og með 18. janúar verða kvöldfréttir Stöðvar 2 aðeins aðgengilegar áskrifendum og þannig verður grundvöllur fréttastofu Stöðvar 2 tryggður til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttatíminn verður áfram sendur út í beinni útsendingu á Bylgjunni og birtist í formi myndbrota á Vísi eftir að útsendingu lýkur á Stöð 2. Stöð 2 hefur haldið úti fréttum frá 9. október 1986 og hér að neðan má sjá fyrstu fréttina sem fjallaði um leiðtogafundinn í Höfða. Áfram öflug fréttaþjónusta í sjónvarpi „Þetta er sóknaraðgerð. Með þessari aðgerð erum við að tryggja fréttastofuna enn frekar í sessi,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Við erum þess fullviss að með stuðningi áskrifenda skapist forsendur til að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu og framleiðslu innlends efnis. Á síðasta ári framleiddi Stöð 2 alls 48 íslenskar þáttaraðir og viðburði sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og kynnum á sama tíma fleiri viðskiptavini fyrir Stöð2+, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt efni, á áður óþekktu verði,“ segir Þórhallur. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir breytingarnar gera fréttastofunni kleift að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu í sjónvarpi. „Breyttar aðstæður kalla á nýjar áherslur í fjölmiðlun en það sem breytist ekki er áhersla okkar á traust, vandvirkni og nálægð við fólk. Fréttastofan verður því áfram leiðandi í miðlun frétta – á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni,“ segir Þórir. Stöð 2+ fylgir áskrift að Stöð 2 Í fréttatilkynningunni frá Sýn segir að áskrift að Stöð 2 fylgi framvegis aðgangur að Stöð 2+ (áður Maraþon) á 7.990 krónur á mánuði en Stöð2+ er stærsta efnisveita landsins með íslenskt efni. Hægt verði að tryggja sér áskrift frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 12. janúar. Á sama tíma verði breyting á áskriftarskilmálum sem felst í því að engin binding sé á áskriftum umfram líðandi mánuð. Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu þegar Stöð 2 var komið á laggirnar árið 1986 eins og rakið var í heimildarþáttunum Ljósvakavíkingarnir, sem eru aðgengilegir á Vísi.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira