Segir að fullt af leikmönnum vilji ekki koma til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 09:00 Er það kannski ekki eins spennandi og margur heldur að verða liðsfélagar þeirra Jordan Henderson, Sadio Mané, Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino hjá Liverpool. Getty/ John Powell Aðalskúbbarinn í Evrópufótboltanum heldur því fram að leikmenn hafi ekki áhuga á því að koma til Liverpool undir núverandi kringumstæðum. Fréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur skapað sér nafn með því að vera mjög oft fyrstur með fréttirnar þegar kemur að kaupum og sölum leikmanna í Evrópufótboltanum. Hann er frábærlega tengdur og veit nákvæmlega hvað er í gangi á bak við tjöldin. Romano hefur nú sagt sína skoðun á því í hvaða stöðu Englandsmeistarar Liverpool eru á þessum tímapunkti. Liverpool liðið hefur glímt við mikil meiðsli í vetur og gerir enn. Stuðningsmenn og aðrir hafa kallað eftir liðstyrk í janúar en ef marka má orð Fabrizio Romano þá gæti það orðið erfiðara en margur heldur. Hingað til hefðu flestir haldið að það væri draumur flestra fótboltamanna að komast til eins frægasta fótboltafélags heims og fá um leið tækifæri til að spila undir stjórn frábærs knattspyrnustjóra eins og Jürgen Klopp. Svo virðist þó ekki vera. "A lot of players now don't want to join Liverpool."https://t.co/j3DqhZwKkq— SPORTbible (@sportbible) January 11, 2021 Romano sagði ekki aðeins frá því að leikmenn vilja ekki koma til Liverpool í janúarglugganum heldur einnig ástæðuna fyrir því. Samkvæmt Fabrizio Romano þá er það ekki spennandi hlutverk fyrir marga að vera í afleysingum fyrir menn eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip og Diogo Jota . „Fullt af leikmönnum vilja ekki koma til Liverpool núna og spila bara fimm, sex eða sjö leiki áður en aðalleikararnir koma aftur úr sínum meiðslum. Þá tæki við bekkjarseta hjá þeim í eitt tímabil eða meira,“ sagði Fabrizio Romano í viðtali við „Here We Go“ hlaðvarpið á SB Nation. „Staðan er því þannig að Liverpool er enn að skoða þann möguleika að klára tímabilið með sama lið. Þeir munu stökkva ef tækifærið skapast en annars mun liðið halda sig við núverandi leikmannahóp,“ sagði Romano. NEW: Fabrizio Romano explains why defenders might not want to join Liverpool this month.https://t.co/gRxNxmboPG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Það hefur lengi verið stefna hjá Liverpool að sýna þolinmæði á félagsskiptamarkaðnum og nýta sér það þegar réttu tækifærin opnast á markaðnum. Klopp hefur tekist að gera mjög góð kaup á undanförnum árum sem hefur hjálpað honum mikið við að koma Liverpool liðinu á toppinn. Þeir stuðningsmenn sem voru að vonast eftir einum, tveimur eða jafnvel þremur sterkum leikmönnum í janúarglugganum verða hins vegar væntanlega fyrir vonbrigðum ef marka má orð Fabrizio Romano. Það hljóta samt að vera til fótboltamenn með nógu mikinn metnað og nægt sjálfstraust til þess að grípa gæsina og treysta sér til að eigna sér stöðuna í Liverpool liðinu. Hvort að Liverpool finni slíka menn á nógu góðu verði verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Fréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur skapað sér nafn með því að vera mjög oft fyrstur með fréttirnar þegar kemur að kaupum og sölum leikmanna í Evrópufótboltanum. Hann er frábærlega tengdur og veit nákvæmlega hvað er í gangi á bak við tjöldin. Romano hefur nú sagt sína skoðun á því í hvaða stöðu Englandsmeistarar Liverpool eru á þessum tímapunkti. Liverpool liðið hefur glímt við mikil meiðsli í vetur og gerir enn. Stuðningsmenn og aðrir hafa kallað eftir liðstyrk í janúar en ef marka má orð Fabrizio Romano þá gæti það orðið erfiðara en margur heldur. Hingað til hefðu flestir haldið að það væri draumur flestra fótboltamanna að komast til eins frægasta fótboltafélags heims og fá um leið tækifæri til að spila undir stjórn frábærs knattspyrnustjóra eins og Jürgen Klopp. Svo virðist þó ekki vera. "A lot of players now don't want to join Liverpool."https://t.co/j3DqhZwKkq— SPORTbible (@sportbible) January 11, 2021 Romano sagði ekki aðeins frá því að leikmenn vilja ekki koma til Liverpool í janúarglugganum heldur einnig ástæðuna fyrir því. Samkvæmt Fabrizio Romano þá er það ekki spennandi hlutverk fyrir marga að vera í afleysingum fyrir menn eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip og Diogo Jota . „Fullt af leikmönnum vilja ekki koma til Liverpool núna og spila bara fimm, sex eða sjö leiki áður en aðalleikararnir koma aftur úr sínum meiðslum. Þá tæki við bekkjarseta hjá þeim í eitt tímabil eða meira,“ sagði Fabrizio Romano í viðtali við „Here We Go“ hlaðvarpið á SB Nation. „Staðan er því þannig að Liverpool er enn að skoða þann möguleika að klára tímabilið með sama lið. Þeir munu stökkva ef tækifærið skapast en annars mun liðið halda sig við núverandi leikmannahóp,“ sagði Romano. NEW: Fabrizio Romano explains why defenders might not want to join Liverpool this month.https://t.co/gRxNxmboPG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Það hefur lengi verið stefna hjá Liverpool að sýna þolinmæði á félagsskiptamarkaðnum og nýta sér það þegar réttu tækifærin opnast á markaðnum. Klopp hefur tekist að gera mjög góð kaup á undanförnum árum sem hefur hjálpað honum mikið við að koma Liverpool liðinu á toppinn. Þeir stuðningsmenn sem voru að vonast eftir einum, tveimur eða jafnvel þremur sterkum leikmönnum í janúarglugganum verða hins vegar væntanlega fyrir vonbrigðum ef marka má orð Fabrizio Romano. Það hljóta samt að vera til fótboltamenn með nógu mikinn metnað og nægt sjálfstraust til þess að grípa gæsina og treysta sér til að eigna sér stöðuna í Liverpool liðinu. Hvort að Liverpool finni slíka menn á nógu góðu verði verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira