Veiran og vísindin Henry Alexander Henrysson skrifar 9. janúar 2021 14:00 Það er ekki góð leið til að halda athygli lesenda pistils um veirufaraldurinn að byrja að tala um „hina fordæmalausu tíma“. Þetta er vafalaust þreyttasta klisja síðastliðins árs og það er ekki gaman að vera minntur á að þessir tímar standa enn yfir. Fordæmunum fjölgar vissulega en alltaf skal eitthvað nýtt koma upp á. Heilbrigðisvísindi fóru ekki varhluta af fordæmaleysinu á síðasta ári. Um allan heim stóð fremsta vísindafólk hvers lands í framlínu þess að útskýra sjúkdóminn fyrir sjálfum sér og öðrum og leita leiða til að bregðast við honum. Mörg okkar tóku þátt í einhvers konar vísindarannsóknum til að auka þekkingu á veirunni. Sumir gáfu lífsýni og aðrir svöruðu spurningalistum. Án þátttakenda væri erfitt að standa í metnaðarfullu vísindastarfi á heilbrigðissviði. Undanfarið hefur mest farið fyrir umræðu um þróun bóluefna og hefur ótrúlegur fjöldi fólks tekið þátt í prófunum á þeim víða um heim. Sem betur fer hefur í mörgum tilfellum svo vel tekist til að nú ræðum við meira um framleiðslu bóluefnanna og hvernig þeim er dreift á öflugan og réttlátan máta. Bóluefni er ekki það eina sem við fræddumst öll óvenjulega mikið um síðastliðna mánuði. Hugtakaforðinn okkar er orðinn annar. Hver gat talað um „hjarðónæmi“ fyrir ári síðan? En það hefur ekki verið sérstaklega auðvelt að tileinka sér þekkingu þótt hugtökin og upplýsingarnar skorti ekki. Upplýsingaóreiða er eitt meginþema undanfarinna mánaða. Vísindafólk hefur staðið í ströngu að sinna því hlutverki sínu að upplýsa almenning. Á Íslandi hefur það verið eftirtektarvert hversu margir hafa verið viljugir að leggja hönd á plóg í því skyni og gert það ákaflega vel. Vísindastarf hefur þurft að bregðast við fleiri áskorunum en felast bara í eðli veirunnar og birtingarmyndum hennar. Rannsóknir á heilbrigðissviði krefjast yfirlegu, ígrundunar og ríkulegs tíma svo bæði rannsóknarefnið og áhrif þess sé skoðuð frá öllum hliðum áður en hafist er handa. Meðan á farsóttum stendur og afleiðingar þeirra á samfélög eru óljós reynir mikið á rannsakendur að virða allar þær meginreglur sem þeir verða að hafa í heiðri. Hér á Íslandi höfum við ítarlegan lagaramma um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Þá hafa þau siðferðilegu viðmið, sem lagaramminn er túlkun og útfærsla á, nýlega verið formlega skráð fyrir íslenskt vísindastarf í heild sinni. Hvoru tveggja styrkir trúverðugleika íslensks vísindafólks sem kemur fram í öflugri og aðdáunarverðri þátttöku almennings þegar kallað er eftir þátttakendum í rannsóknir. En á fordæmalausum tímum mun alltaf reyna á þau viðmið og reglur sem við höfum sameinast um. Þá er aldrei eins mikilvægt að rannsakendur, eftirlitsaðilar og heilbrigðisyfirvöld eigi í lifandi og opinni samræðu um hvernig gangi að mæta þeim kröfum sem þessir aðilar gera til hvers annars. Sérstaklega þegar tíminn er knappur og samfélagslegur þrýstingur mikill á skjótan árangur. Baráttunni er þar að auki hvergi nærri lokið og mikilvægt að við lærum sem fyrst af reynslu síðastliðins árs. Til þess að ýta undir og aðstoða þessa nauðsynlegu umræðu ætlar Vísindasiðanefnd að efna til málþings miðvikudaginn 13. janúar milli klukkan 13 og 16. Þar munu meðal annars taka til máls landlæknir, forstjóri Persónuverndar, forstöðulæknir Hjartaverndar og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Málþinginu verður streymt og mun sérfræðingum á sviðinu og almenningi bjóðast að varpa fram spurningum til frummælenda í pallborði. Dagskrá má nálgast á heimasíðu Vísindasiðanefndar (www.vsn.is) þar sem slóð á streymið mun einnig vera birt í næstu viku. Höfundur er heimspekingur og varaformaður Vísindasiðanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Henry Alexander Henrysson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er ekki góð leið til að halda athygli lesenda pistils um veirufaraldurinn að byrja að tala um „hina fordæmalausu tíma“. Þetta er vafalaust þreyttasta klisja síðastliðins árs og það er ekki gaman að vera minntur á að þessir tímar standa enn yfir. Fordæmunum fjölgar vissulega en alltaf skal eitthvað nýtt koma upp á. Heilbrigðisvísindi fóru ekki varhluta af fordæmaleysinu á síðasta ári. Um allan heim stóð fremsta vísindafólk hvers lands í framlínu þess að útskýra sjúkdóminn fyrir sjálfum sér og öðrum og leita leiða til að bregðast við honum. Mörg okkar tóku þátt í einhvers konar vísindarannsóknum til að auka þekkingu á veirunni. Sumir gáfu lífsýni og aðrir svöruðu spurningalistum. Án þátttakenda væri erfitt að standa í metnaðarfullu vísindastarfi á heilbrigðissviði. Undanfarið hefur mest farið fyrir umræðu um þróun bóluefna og hefur ótrúlegur fjöldi fólks tekið þátt í prófunum á þeim víða um heim. Sem betur fer hefur í mörgum tilfellum svo vel tekist til að nú ræðum við meira um framleiðslu bóluefnanna og hvernig þeim er dreift á öflugan og réttlátan máta. Bóluefni er ekki það eina sem við fræddumst öll óvenjulega mikið um síðastliðna mánuði. Hugtakaforðinn okkar er orðinn annar. Hver gat talað um „hjarðónæmi“ fyrir ári síðan? En það hefur ekki verið sérstaklega auðvelt að tileinka sér þekkingu þótt hugtökin og upplýsingarnar skorti ekki. Upplýsingaóreiða er eitt meginþema undanfarinna mánaða. Vísindafólk hefur staðið í ströngu að sinna því hlutverki sínu að upplýsa almenning. Á Íslandi hefur það verið eftirtektarvert hversu margir hafa verið viljugir að leggja hönd á plóg í því skyni og gert það ákaflega vel. Vísindastarf hefur þurft að bregðast við fleiri áskorunum en felast bara í eðli veirunnar og birtingarmyndum hennar. Rannsóknir á heilbrigðissviði krefjast yfirlegu, ígrundunar og ríkulegs tíma svo bæði rannsóknarefnið og áhrif þess sé skoðuð frá öllum hliðum áður en hafist er handa. Meðan á farsóttum stendur og afleiðingar þeirra á samfélög eru óljós reynir mikið á rannsakendur að virða allar þær meginreglur sem þeir verða að hafa í heiðri. Hér á Íslandi höfum við ítarlegan lagaramma um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Þá hafa þau siðferðilegu viðmið, sem lagaramminn er túlkun og útfærsla á, nýlega verið formlega skráð fyrir íslenskt vísindastarf í heild sinni. Hvoru tveggja styrkir trúverðugleika íslensks vísindafólks sem kemur fram í öflugri og aðdáunarverðri þátttöku almennings þegar kallað er eftir þátttakendum í rannsóknir. En á fordæmalausum tímum mun alltaf reyna á þau viðmið og reglur sem við höfum sameinast um. Þá er aldrei eins mikilvægt að rannsakendur, eftirlitsaðilar og heilbrigðisyfirvöld eigi í lifandi og opinni samræðu um hvernig gangi að mæta þeim kröfum sem þessir aðilar gera til hvers annars. Sérstaklega þegar tíminn er knappur og samfélagslegur þrýstingur mikill á skjótan árangur. Baráttunni er þar að auki hvergi nærri lokið og mikilvægt að við lærum sem fyrst af reynslu síðastliðins árs. Til þess að ýta undir og aðstoða þessa nauðsynlegu umræðu ætlar Vísindasiðanefnd að efna til málþings miðvikudaginn 13. janúar milli klukkan 13 og 16. Þar munu meðal annars taka til máls landlæknir, forstjóri Persónuverndar, forstöðulæknir Hjartaverndar og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Málþinginu verður streymt og mun sérfræðingum á sviðinu og almenningi bjóðast að varpa fram spurningum til frummælenda í pallborði. Dagskrá má nálgast á heimasíðu Vísindasiðanefndar (www.vsn.is) þar sem slóð á streymið mun einnig vera birt í næstu viku. Höfundur er heimspekingur og varaformaður Vísindasiðanefndar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun