Gylfi spilaði er Everton marði Rotherham eftir framlengingu Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2021 14:39 Gylfi var settur inn sem dýpsti miðjumaður Everton. Emma Simpson/Everton Everton þurfti framlengingu til þess að slá B-deildarliðið Rotherham United úr enska bikarnum er liðin mættust á Goodison Park í dag. Lokatölur 2-1. Everton byrjaði vel og sýndi klærnar. Fyrsta markið kom strax á níundu mínútu en eftir frábæran undirbúning Anthony Gordon kláraði Cenk Tosun færið meistaralega. Gestirnir unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og þrátt fyrir þó nokkrar fínar tilraunir þá náðu þeir ekki að jafna metin fyrir leikhlé. Staðan var hins vegar orðinn jöfn eftir 56 mínútur. Matthew Olosunde jafnaði þá metin eftir vandræðagang í vörn Everton. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á er tæpar tuttugu ogf imm mínútur voru til leiksloka en ekkert mark var skorað svo framlengja þurfti leikinn. Það voru einungis spilaðar þrjár mínútur af framlengingunni er Everton komst yfir. James Rodriguez, sem hafði átt dapran dag, gaf boltanum inn fyrir vörnina á varamanninn Abdoulaye Doucoure sem skoraði. Það reyndist sigurmarkið og Everton, rétt eins og grannar sínir í Liverpool komnir í 32 liða úrslitin. Job done Everton are through to the #FACup fourth round after beating Rotherham in extra-time.Reaction #bbcfacup— BBC Sport (@BBCSport) January 9, 2021 Enski boltinn
Everton þurfti framlengingu til þess að slá B-deildarliðið Rotherham United úr enska bikarnum er liðin mættust á Goodison Park í dag. Lokatölur 2-1. Everton byrjaði vel og sýndi klærnar. Fyrsta markið kom strax á níundu mínútu en eftir frábæran undirbúning Anthony Gordon kláraði Cenk Tosun færið meistaralega. Gestirnir unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og þrátt fyrir þó nokkrar fínar tilraunir þá náðu þeir ekki að jafna metin fyrir leikhlé. Staðan var hins vegar orðinn jöfn eftir 56 mínútur. Matthew Olosunde jafnaði þá metin eftir vandræðagang í vörn Everton. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á er tæpar tuttugu ogf imm mínútur voru til leiksloka en ekkert mark var skorað svo framlengja þurfti leikinn. Það voru einungis spilaðar þrjár mínútur af framlengingunni er Everton komst yfir. James Rodriguez, sem hafði átt dapran dag, gaf boltanum inn fyrir vörnina á varamanninn Abdoulaye Doucoure sem skoraði. Það reyndist sigurmarkið og Everton, rétt eins og grannar sínir í Liverpool komnir í 32 liða úrslitin. Job done Everton are through to the #FACup fourth round after beating Rotherham in extra-time.Reaction #bbcfacup— BBC Sport (@BBCSport) January 9, 2021
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti