RAX Augnablik: „Maður þurfti að passa sig á þessum gaurum sem voru þarna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2021 07:00 Ragnar Axelsson tók þessa mynd á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986. Augnablikinu náði hann þegar ljósin voru slökkt. RAX Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forsela Bandarikjanna. „Maður er undir öryggisgæslu á ákveðnum stað til að mynda allt sem gerist, heimspressan var þarna og ég var fyrir hönd Íslands svo ég fékk að fara inn,“ útskýrir RAX. Hann sagði frá ljósmyndunum frá þessum degi, í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Myndirnar sem hann tók af þeim Reagan og Gorbachev birtust í fjölmiðlum hér heima og erlendis, en myndin sem vakti mesta athygli varð til eftir góð ráð frá erlendum kollega frá AP fréttastofunni. Ekki klára filmuna „Þar var frægur ljósmyndari Ron Edmonds Pulitzer verðlaunahafi, sem að hafði myndað Íran þegar allt var í uppnámi þar. Hann var svolítill töffari. Við förum í gegnum öryggisleit og förum svo í rútu á staðinn og ég ákvað að negla mig á hann og sest við hliðina á honum og spyr hvort ég megi spyrja spurninga, hann er vanur að gera þetta en ekki ég.“ Eitt af ráðunum sem Edmonds gaf RAX í rútunni, var að klára ekki alla 36 mynda filmuna strax heldur bíða þar til ljósin yrðu slökkt því þá væri oft hægt að ná augnablikum. Slíku augnabliki náði RAX svo sannarlega. „Þegar þeir slökktu ljósin þá litu þeir á hvorn annan.“ Í þættinum segir RAX einnig frá því þegar reynt var að stela aðgangspassanum hans, enda vildu allir komast nær leiðtogunum þennan dag. Einnig lýsir hann því hvernig honum leið eins og á vaxmyndasafni og kom þá prakkarinn upp í honum. Klippa: RAX Augnablik - Leiðtogafundurinn í Höfða RAX fékk einnig það hlutverk að mynda Frú Vigdísi Finnbogadóttur og Ronald Reagan saman við þetta tilefni og sagði hann frá þeim ljósmyndum í fyrsta þættinum af RAX Augnablik. „Hún náttúrulega heillar alla upp úr skónum,“ segir hann þar meðal annars um fyrrum forsetann okkar. „Þeir verða eins og litlir strákar í höndunum á henni.“ Söguna má finna í spilaranum hér fyrir neðan en þar segir hann frá samskiptum forsetanna tveggja, bandaríska öryggisverðinum sem hjálpaði honum þennan dag og dularfulla stóra frakkanum sem Reagan klæddist á Íslandi. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Bandaríkin Ljósmyndun RAX Kalda stríðið Leiðtogafundurinn í Höfða Sovétríkin Ronald Reagan Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þetta var falleg vinátta manns og hunds“ Ragnar Axelsson smellti mynd af Axel á Gjögri, þar sem hann sat í bátnum sínum og sagði honum sögu. Á steini við hlið hans var hundurinn Týri, en ljósmyndarinn bað ekki um leyfi áður en hann tók þessa einstöku mynd. 3. janúar 2021 07:00 RAX Augnablik: „Heyrði byssukúlu smella í steini fyrir aftan“ Árið 1997 ferðaðist Ragnar Axelsson um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. 27. desember 2020 07:00 „Við förum bara þegar þú kemur næst“ Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af. 1. janúar 2021 07:00 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Maður er undir öryggisgæslu á ákveðnum stað til að mynda allt sem gerist, heimspressan var þarna og ég var fyrir hönd Íslands svo ég fékk að fara inn,“ útskýrir RAX. Hann sagði frá ljósmyndunum frá þessum degi, í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Myndirnar sem hann tók af þeim Reagan og Gorbachev birtust í fjölmiðlum hér heima og erlendis, en myndin sem vakti mesta athygli varð til eftir góð ráð frá erlendum kollega frá AP fréttastofunni. Ekki klára filmuna „Þar var frægur ljósmyndari Ron Edmonds Pulitzer verðlaunahafi, sem að hafði myndað Íran þegar allt var í uppnámi þar. Hann var svolítill töffari. Við förum í gegnum öryggisleit og förum svo í rútu á staðinn og ég ákvað að negla mig á hann og sest við hliðina á honum og spyr hvort ég megi spyrja spurninga, hann er vanur að gera þetta en ekki ég.“ Eitt af ráðunum sem Edmonds gaf RAX í rútunni, var að klára ekki alla 36 mynda filmuna strax heldur bíða þar til ljósin yrðu slökkt því þá væri oft hægt að ná augnablikum. Slíku augnabliki náði RAX svo sannarlega. „Þegar þeir slökktu ljósin þá litu þeir á hvorn annan.“ Í þættinum segir RAX einnig frá því þegar reynt var að stela aðgangspassanum hans, enda vildu allir komast nær leiðtogunum þennan dag. Einnig lýsir hann því hvernig honum leið eins og á vaxmyndasafni og kom þá prakkarinn upp í honum. Klippa: RAX Augnablik - Leiðtogafundurinn í Höfða RAX fékk einnig það hlutverk að mynda Frú Vigdísi Finnbogadóttur og Ronald Reagan saman við þetta tilefni og sagði hann frá þeim ljósmyndum í fyrsta þættinum af RAX Augnablik. „Hún náttúrulega heillar alla upp úr skónum,“ segir hann þar meðal annars um fyrrum forsetann okkar. „Þeir verða eins og litlir strákar í höndunum á henni.“ Söguna má finna í spilaranum hér fyrir neðan en þar segir hann frá samskiptum forsetanna tveggja, bandaríska öryggisverðinum sem hjálpaði honum þennan dag og dularfulla stóra frakkanum sem Reagan klæddist á Íslandi. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Bandaríkin Ljósmyndun RAX Kalda stríðið Leiðtogafundurinn í Höfða Sovétríkin Ronald Reagan Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þetta var falleg vinátta manns og hunds“ Ragnar Axelsson smellti mynd af Axel á Gjögri, þar sem hann sat í bátnum sínum og sagði honum sögu. Á steini við hlið hans var hundurinn Týri, en ljósmyndarinn bað ekki um leyfi áður en hann tók þessa einstöku mynd. 3. janúar 2021 07:00 RAX Augnablik: „Heyrði byssukúlu smella í steini fyrir aftan“ Árið 1997 ferðaðist Ragnar Axelsson um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. 27. desember 2020 07:00 „Við förum bara þegar þú kemur næst“ Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af. 1. janúar 2021 07:00 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
RAX Augnablik: „Þetta var falleg vinátta manns og hunds“ Ragnar Axelsson smellti mynd af Axel á Gjögri, þar sem hann sat í bátnum sínum og sagði honum sögu. Á steini við hlið hans var hundurinn Týri, en ljósmyndarinn bað ekki um leyfi áður en hann tók þessa einstöku mynd. 3. janúar 2021 07:00
RAX Augnablik: „Heyrði byssukúlu smella í steini fyrir aftan“ Árið 1997 ferðaðist Ragnar Axelsson um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. 27. desember 2020 07:00
„Við förum bara þegar þú kemur næst“ Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af. 1. janúar 2021 07:00