Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2021 11:55 Alma Möller landlæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mættu á Suðurlandsbraut í lok desember þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru bólusettir. Vísir/Vilhelm Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna gegn Covid-19 skilyrt íslenskt markaðsleyfi á miðvikudaginn. Um er að ræða annað bóluefnið gegn COVID-19 sem hlýtur markaðsleyfi hérlendis, en hið fyrra var bóluefnið Comirnaty frá BioNTech/Pfizer. Um fimm þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það er búist við að afhending verði hraðari samkvæmt upplýsingsum frá heilbrigðisráðuneytinu. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns því hver einstaklingur fær tvo skammta. Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi átti fund í morgun með fulltrúum Moderna varðandi fyrstu afhendingu bóluefnisins. „Við funduðum með Modnera í morgun þar sem við vorum að ræða fyrstu sendinguna sem er væntanleg til landsins í næstu viku. Moderna er ekki með umboðsmann á íslandi svo þetta er í fyrsta skipti sem þeir flytja lyf til landsins,“ segir Júlía Rós. Aðspurð segist Júlía Rós eiga von á efninu fyrri hluta næstu viku. Það geti breyst en þau miði við það núna. Hún segir að von sé á reglulegum sendingum í framhaldinu en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé með þær upplýsingar betur á hreinu. Tekið verður á móti efninu á Keflavíkurflugvelli og flutt til móttökuskoðunar hjá Distica í Garðabæ. Þar verður farið yfir gæðaskjöl, hitastig við flutninginn og pakkningar. Ef ekkert er athugavert verður samþykkt að dreifa bóluefninu. Ekki þarf að flytja bóluefnið frá Moderna til landsins við -80 gráðu hitastig eins og efnið frá Moderna. Hitastig bóluefnis við flutninginn þarf að vera -15 til -25 gráður. Svo geymist það í kæli í nokkra daga við 2 til 8 gráður. Júlía Rós segir að efninu verði dreift innanlands sem hefðbundin kælivara. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01 Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Sjá meira
Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna gegn Covid-19 skilyrt íslenskt markaðsleyfi á miðvikudaginn. Um er að ræða annað bóluefnið gegn COVID-19 sem hlýtur markaðsleyfi hérlendis, en hið fyrra var bóluefnið Comirnaty frá BioNTech/Pfizer. Um fimm þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það er búist við að afhending verði hraðari samkvæmt upplýsingsum frá heilbrigðisráðuneytinu. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns því hver einstaklingur fær tvo skammta. Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi átti fund í morgun með fulltrúum Moderna varðandi fyrstu afhendingu bóluefnisins. „Við funduðum með Modnera í morgun þar sem við vorum að ræða fyrstu sendinguna sem er væntanleg til landsins í næstu viku. Moderna er ekki með umboðsmann á íslandi svo þetta er í fyrsta skipti sem þeir flytja lyf til landsins,“ segir Júlía Rós. Aðspurð segist Júlía Rós eiga von á efninu fyrri hluta næstu viku. Það geti breyst en þau miði við það núna. Hún segir að von sé á reglulegum sendingum í framhaldinu en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé með þær upplýsingar betur á hreinu. Tekið verður á móti efninu á Keflavíkurflugvelli og flutt til móttökuskoðunar hjá Distica í Garðabæ. Þar verður farið yfir gæðaskjöl, hitastig við flutninginn og pakkningar. Ef ekkert er athugavert verður samþykkt að dreifa bóluefninu. Ekki þarf að flytja bóluefnið frá Moderna til landsins við -80 gráðu hitastig eins og efnið frá Moderna. Hitastig bóluefnis við flutninginn þarf að vera -15 til -25 gráður. Svo geymist það í kæli í nokkra daga við 2 til 8 gráður. Júlía Rós segir að efninu verði dreift innanlands sem hefðbundin kælivara.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01 Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Sjá meira
Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01
Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04
Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34