Sagði atburði gærdagsins afleiðingu valdatíðar Trump Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 21:41 Biden og Harris gagnrýndu lögreglu á fundi í kvöld. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt viðbrögð lögreglu við árásinni á þinghúsið í gær harðlega. Hann segir óásættanlegt að hugsa til þess að lögregla hefði brugðist við af meiri hörku ef um Black Lives Matter mótmæli væri að ræða. Biden kynnti í dag, ásamt varaforsetaefni sínu Kamölu Harris, þann hóp sem mun taka við dómsmálaráðuneytinu eftir embættistöku hans. Þar sagði hann gærdaginn vera einn þann svartasta í sögu þjóðarinnar og kallaði múginn sem réðst inn í þinghúsið innlenda hryðjuverkamenn. Biden: "What we witnessed yesterday was not dissent. It was not disorder. It was not protest. It was chaos. They weren't protesters. Don't dare call them protesters. They were a riotous mob. Insurrectionists. Domestic terrorists. It's that basic, it's that simple." pic.twitter.com/QhFCba3D3B— CBS News (@CBSNews) January 7, 2021 „Ég vildi að við gætum sagt að þetta hafi verið óvænt, en það er ekki satt. Við gátum séð þetta fyrir. Undanfarin fjögur ár höfum við haft forseta sem hefur lýst vanþóknun sinni á lýðræðinu, stjórnarskránni og lögum og reglu,“ sagði Biden. Trump hefði með orðum sínum ráðist á allar lýðræðislegar stofnanir og afleiðingarnar hafi komið í ljós í gær. „Við höfum séð tvö löggæslukerfi þegar við sáum annað leyfa öfgamönnum ryðjast inn í þinghúsið og hitt beita táragasi á friðsæla mótmælendur síðasta sumar,“ sagði Harris og vísaði þar til mótmælaöldu sem braust út í Bandaríkjunum og víðar eftir að lögreglumaður sat ofan á hálsi George Floyd þar til hann lést. „Við vitum að þetta er óásættanlegt. Við vitum að við eigum að vera betri en þetta.“ Biden vísaði einnig til mótmælanna í sumar og sagðist hafa fengið skilaboð frá barnabarni sínu í gær, þar sem hún minntist á ólík viðbrögð lögreglu. Sagði Biden óásættanlegt að friðsælir mótmælendur hefðu verið beittir meiri hörku síðasta sumar. Margir netverjar hafa sett saman myndir sem sýna mikið viðbúnað vegna Black Lives Matter mótmæla og borið saman við viðbrögð lögreglu í gær. The difference in responses to Black Lives Matter protests vs. MAGA protests is sickening. pic.twitter.com/eXTDKvUmtw— Joey (@joey_hiphop) January 6, 2021 Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Biden kynnti í dag, ásamt varaforsetaefni sínu Kamölu Harris, þann hóp sem mun taka við dómsmálaráðuneytinu eftir embættistöku hans. Þar sagði hann gærdaginn vera einn þann svartasta í sögu þjóðarinnar og kallaði múginn sem réðst inn í þinghúsið innlenda hryðjuverkamenn. Biden: "What we witnessed yesterday was not dissent. It was not disorder. It was not protest. It was chaos. They weren't protesters. Don't dare call them protesters. They were a riotous mob. Insurrectionists. Domestic terrorists. It's that basic, it's that simple." pic.twitter.com/QhFCba3D3B— CBS News (@CBSNews) January 7, 2021 „Ég vildi að við gætum sagt að þetta hafi verið óvænt, en það er ekki satt. Við gátum séð þetta fyrir. Undanfarin fjögur ár höfum við haft forseta sem hefur lýst vanþóknun sinni á lýðræðinu, stjórnarskránni og lögum og reglu,“ sagði Biden. Trump hefði með orðum sínum ráðist á allar lýðræðislegar stofnanir og afleiðingarnar hafi komið í ljós í gær. „Við höfum séð tvö löggæslukerfi þegar við sáum annað leyfa öfgamönnum ryðjast inn í þinghúsið og hitt beita táragasi á friðsæla mótmælendur síðasta sumar,“ sagði Harris og vísaði þar til mótmælaöldu sem braust út í Bandaríkjunum og víðar eftir að lögreglumaður sat ofan á hálsi George Floyd þar til hann lést. „Við vitum að þetta er óásættanlegt. Við vitum að við eigum að vera betri en þetta.“ Biden vísaði einnig til mótmælanna í sumar og sagðist hafa fengið skilaboð frá barnabarni sínu í gær, þar sem hún minntist á ólík viðbrögð lögreglu. Sagði Biden óásættanlegt að friðsælir mótmælendur hefðu verið beittir meiri hörku síðasta sumar. Margir netverjar hafa sett saman myndir sem sýna mikið viðbúnað vegna Black Lives Matter mótmæla og borið saman við viðbrögð lögreglu í gær. The difference in responses to Black Lives Matter protests vs. MAGA protests is sickening. pic.twitter.com/eXTDKvUmtw— Joey (@joey_hiphop) January 6, 2021
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11
Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26