Óvíst hvort keppnisbanni verði aflétt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 12:10 Ekki hefur verið keppt í Olís-deild karla í handbolta síðan í byrjun október. vísir/hulda margrét Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vildi ekki gefa upp hvort banni á keppnisíþróttir yrði aflétt þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi í næstu viku. Keppnisíþróttir hafa verið óheimilar hér á landi síðan í byrjun október. Ekki náðist að ljúka keppni á Íslandsmótinu í fótbolta og ekki hefur verið leikið á Íslandsmótinu í handbolta og körfubolta í þrjá mánuði. Þórólfur gaf lítið upp er hann var spurður hvenær keppnisíþróttir gætu farið aftur af stað á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Við erum í stöðugu sambandi við nánast alla aðila sem hafa orðið fyrir takmörkunum og erum að reyna gera okkar besta í því að halda þessum faraldri niðri og eins að hafa aðgerðirnar ekki of íþyngjandi. Það er þessi stöðuga áskorun sem við stöndum frammi fyrir og það mun ekkert lagast á næstunni,“ sagði Þórólfur. „Eins og ég gat um áðan vil ég á þessu stigi ekkert fara yfir hvaða tillögur liggja fyrir eða hvaða tillögur verða gerðar sem taka gildi 13. janúar. Ég held að það verði að koma í ljós. Við verðum að fara mjög varlega í öllu því sem við erum að gera. Það gildir um keppnisíþróttir eins og allt annað í þessu samfélagi.“ Æfingabanni, sem hafði verið í gildi frá byrjun október, var aflétt að hluta í desember. Leikmenn í efstu deildum máttu þá byrja aftur að æfa og þá fengu leikmenn í næstefstu deildum undanþágu til æfinga. Nýjar sóttvarnareglur taka gildi miðvikudaginn 13. janúar en þær eru enn í vinnslu eins og fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Leggur aftur til að afnema sóttkvíarmöguleikann og skikka alla í tvöfalda skimun Sóttvarnalæknir hefur lagt til við stjórnvöld að allir sem koma til landsins verði skyldaðir í tvöfalda skimun fyrir kórónuveirunni. Þá er einnig til skoðunar að þeir sem greinast með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar fari í farsóttarhús þar sem hægt er að fylgjast vel með þeim. 7. janúar 2021 11:46 Platforma przeciw przemocy w języku polskim Najnowsza platforma 112.is przeciw przemocy została wzbogacona o informacje w języku polskim i angielskim. 7. janúar 2021 11:41 Vonandi ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið Sóttvarnalæknir vonar að fjöldi nýsmitaðra í gær sé ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið. Tillögur sóttvarnalæknis um veirutakmarkanir sem taka gildi í næstu viku eru í vinnslu. 7. janúar 2021 11:30 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 7. janúar 2021 10:30 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Keppnisíþróttir hafa verið óheimilar hér á landi síðan í byrjun október. Ekki náðist að ljúka keppni á Íslandsmótinu í fótbolta og ekki hefur verið leikið á Íslandsmótinu í handbolta og körfubolta í þrjá mánuði. Þórólfur gaf lítið upp er hann var spurður hvenær keppnisíþróttir gætu farið aftur af stað á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Við erum í stöðugu sambandi við nánast alla aðila sem hafa orðið fyrir takmörkunum og erum að reyna gera okkar besta í því að halda þessum faraldri niðri og eins að hafa aðgerðirnar ekki of íþyngjandi. Það er þessi stöðuga áskorun sem við stöndum frammi fyrir og það mun ekkert lagast á næstunni,“ sagði Þórólfur. „Eins og ég gat um áðan vil ég á þessu stigi ekkert fara yfir hvaða tillögur liggja fyrir eða hvaða tillögur verða gerðar sem taka gildi 13. janúar. Ég held að það verði að koma í ljós. Við verðum að fara mjög varlega í öllu því sem við erum að gera. Það gildir um keppnisíþróttir eins og allt annað í þessu samfélagi.“ Æfingabanni, sem hafði verið í gildi frá byrjun október, var aflétt að hluta í desember. Leikmenn í efstu deildum máttu þá byrja aftur að æfa og þá fengu leikmenn í næstefstu deildum undanþágu til æfinga. Nýjar sóttvarnareglur taka gildi miðvikudaginn 13. janúar en þær eru enn í vinnslu eins og fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Leggur aftur til að afnema sóttkvíarmöguleikann og skikka alla í tvöfalda skimun Sóttvarnalæknir hefur lagt til við stjórnvöld að allir sem koma til landsins verði skyldaðir í tvöfalda skimun fyrir kórónuveirunni. Þá er einnig til skoðunar að þeir sem greinast með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar fari í farsóttarhús þar sem hægt er að fylgjast vel með þeim. 7. janúar 2021 11:46 Platforma przeciw przemocy w języku polskim Najnowsza platforma 112.is przeciw przemocy została wzbogacona o informacje w języku polskim i angielskim. 7. janúar 2021 11:41 Vonandi ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið Sóttvarnalæknir vonar að fjöldi nýsmitaðra í gær sé ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið. Tillögur sóttvarnalæknis um veirutakmarkanir sem taka gildi í næstu viku eru í vinnslu. 7. janúar 2021 11:30 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 7. janúar 2021 10:30 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Leggur aftur til að afnema sóttkvíarmöguleikann og skikka alla í tvöfalda skimun Sóttvarnalæknir hefur lagt til við stjórnvöld að allir sem koma til landsins verði skyldaðir í tvöfalda skimun fyrir kórónuveirunni. Þá er einnig til skoðunar að þeir sem greinast með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar fari í farsóttarhús þar sem hægt er að fylgjast vel með þeim. 7. janúar 2021 11:46
Platforma przeciw przemocy w języku polskim Najnowsza platforma 112.is przeciw przemocy została wzbogacona o informacje w języku polskim i angielskim. 7. janúar 2021 11:41
Vonandi ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið Sóttvarnalæknir vonar að fjöldi nýsmitaðra í gær sé ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið. Tillögur sóttvarnalæknis um veirutakmarkanir sem taka gildi í næstu viku eru í vinnslu. 7. janúar 2021 11:30
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 7. janúar 2021 10:30