Mourinho sammála því að leikurinn í kvöld sé sá mikilvægasti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 14:00 Jose Mourinho hefur unnið marga titla á sínum stjóraferli en hann á enn eftir að vinna titil sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur. AP/Andy Rain Tottenham getur tryggt sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins með sigri á b-deildarliði Brentford í kvöld. Jose Mourinho tók við sem knattspyrnustjóri Tottenham í nóvember 2019 og vonast nú til að hjálpa Tottenham að vinna sinn fyrsta titil síðan árið 2008. Tottenham er komið í undanúrslit enska deildabikarsins og er því aðeins tveimur leikjum frá því að vinna sinn fyrsta titil síðan félagið vann 2-1 sigur á Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins 24. febrúar 2008. Jonathan Woodgate skoraði þá sigurmarkið í framlengingu. „Þegar meira en áratugur er liðinn frá titli þá verður hver keppni enn mikilvægari. Ef við vinnum tvo leiki til viðbótar þá fáum við bikar,“ sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins. "The club has been chasing silverware for many years, I would say so" Jose Mourinho says Tuesday's Carabao Cup semi-final is his biggest game since being appointed Tottenham head coach pic.twitter.com/njk3TgQlXI— Football Daily (@footballdaily) January 4, 2021 Mourinho var spurður hvort að undanúrslitaleikurinn í kvöld væri sá mikilvægasti síðan hann settist í stjórastólinn hjá Tottenham. „Þegar við miðum við það að félagið hefur verið að eltast við bikar svo lengi þá myndi ég segja það,“ sagði Mourinho. „Auðvitað höfum við spilað fullt af mikilvægum leikjum. Á síðasta tímabili áttum við leik hjá Crystal Palace sem gat tryggt okkur sæti í Evrópudeildinni,“ sagði Mourinho. „Leikurinn á móti Leeds á laugardaginn var mjög mikilvægur af því að við höfum ekki unnið í nokkrum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Ég segi samt alltaf að undanúrslitaleikur sé mikilvægur leikur. Eini leikurinn sem er mikilvægari en hann er sjálfur úrslitaleikurinn,“ sagði Jose Mourinho. Komist Tottenham í úrslitaleikinn þá mætir liðið þar annað hvort Manchester City eða Manchester United. „Þetta verða tveir erfiðir leikir auðvitað en við vinnum þá fáum við bikar. Það yrði mjög gott mál fyrir bæði félagið og leikmennina,“ sagði Mourinho. "It's not about me, it's about my club, it's about the players who want trophies and the fans who want trophies."Jose Mourinho on the ambition Tottenham have ahead of their Carabao Cup semi-final against Brentford pic.twitter.com/DdvndkIagt— Football Daily (@footballdaily) January 5, 2021 „Þetta snýst um mitt félag og um leikmenn sem vilja vinna bikara. Þetta snýst um stuðningsmennina sem vilja bikara. Þessi bikar er í boði ef við við vinnum tvo leiki í viðbót,“ sagði Mourinho. „Auðvitað verða þetta erfiðir mótherjar en við þurfum bara tvo sigurleiki. Við horfum nú á þennan undanúrslitaleik þar sem við berum virðingu fyrir mótherjum okkar sem hafa þegar slegið góð úrvalsdeildarfélög úr keppni,“ sagði Jose Mourinho. Brentford hefur unnið fjögur úrvalsdeildarfélög á leið sinni í undanúrslitin eða Southampton, West Bromwich Albion, Fulham og Newcastle United. Leikur Tottenham Hotspur og Brentford hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.35. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Jose Mourinho tók við sem knattspyrnustjóri Tottenham í nóvember 2019 og vonast nú til að hjálpa Tottenham að vinna sinn fyrsta titil síðan árið 2008. Tottenham er komið í undanúrslit enska deildabikarsins og er því aðeins tveimur leikjum frá því að vinna sinn fyrsta titil síðan félagið vann 2-1 sigur á Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins 24. febrúar 2008. Jonathan Woodgate skoraði þá sigurmarkið í framlengingu. „Þegar meira en áratugur er liðinn frá titli þá verður hver keppni enn mikilvægari. Ef við vinnum tvo leiki til viðbótar þá fáum við bikar,“ sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins. "The club has been chasing silverware for many years, I would say so" Jose Mourinho says Tuesday's Carabao Cup semi-final is his biggest game since being appointed Tottenham head coach pic.twitter.com/njk3TgQlXI— Football Daily (@footballdaily) January 4, 2021 Mourinho var spurður hvort að undanúrslitaleikurinn í kvöld væri sá mikilvægasti síðan hann settist í stjórastólinn hjá Tottenham. „Þegar við miðum við það að félagið hefur verið að eltast við bikar svo lengi þá myndi ég segja það,“ sagði Mourinho. „Auðvitað höfum við spilað fullt af mikilvægum leikjum. Á síðasta tímabili áttum við leik hjá Crystal Palace sem gat tryggt okkur sæti í Evrópudeildinni,“ sagði Mourinho. „Leikurinn á móti Leeds á laugardaginn var mjög mikilvægur af því að við höfum ekki unnið í nokkrum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Ég segi samt alltaf að undanúrslitaleikur sé mikilvægur leikur. Eini leikurinn sem er mikilvægari en hann er sjálfur úrslitaleikurinn,“ sagði Jose Mourinho. Komist Tottenham í úrslitaleikinn þá mætir liðið þar annað hvort Manchester City eða Manchester United. „Þetta verða tveir erfiðir leikir auðvitað en við vinnum þá fáum við bikar. Það yrði mjög gott mál fyrir bæði félagið og leikmennina,“ sagði Mourinho. "It's not about me, it's about my club, it's about the players who want trophies and the fans who want trophies."Jose Mourinho on the ambition Tottenham have ahead of their Carabao Cup semi-final against Brentford pic.twitter.com/DdvndkIagt— Football Daily (@footballdaily) January 5, 2021 „Þetta snýst um mitt félag og um leikmenn sem vilja vinna bikara. Þetta snýst um stuðningsmennina sem vilja bikara. Þessi bikar er í boði ef við við vinnum tvo leiki í viðbót,“ sagði Mourinho. „Auðvitað verða þetta erfiðir mótherjar en við þurfum bara tvo sigurleiki. Við horfum nú á þennan undanúrslitaleik þar sem við berum virðingu fyrir mótherjum okkar sem hafa þegar slegið góð úrvalsdeildarfélög úr keppni,“ sagði Jose Mourinho. Brentford hefur unnið fjögur úrvalsdeildarfélög á leið sinni í undanúrslitin eða Southampton, West Bromwich Albion, Fulham og Newcastle United. Leikur Tottenham Hotspur og Brentford hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.35. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti