Trump fór mikinn á kosningafundi í Georgíu: „Þau taka ekki Hvíta húsið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2021 07:27 Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, á fundinum í Georgíu í gær. Getty/Peter Zay Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á kosningafundi í Dalton í Georgíu í gær. Hann hélt því meðal annars ranglega fram að hann hefði unnið stórsigur í forsetakosningunum í nóvember og sagði að innanríkisráðherra Georgíu, Brad Raffensperger, væri dauðhræddur við Demókratann Stacey Abrams sem hefur beitt sér mikið fyrir aukinni kosningaþáttöku í ríkinu. Vísaði Trump þar í símtal sem hann átti við Raffensperger um helgina þar sem forsetinn þrýsti á ráðherrann til að „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Símtalið hefur vakið mikla athygli en í því hótaði Trump meðal annars Raffensperger ef hann myndi ekki eltast við órökstuddar staðhæfingar forsetans um kosningasvik. Gríðarlega mikilvægar kosningar Fundurinn í gær var haldinn í tilefni aukakosninga í Georgíu um tvö öldungadeildarþingsæti sem fram fara í dag. Þar sækjast tveir sitjandi þingmenn Repúblikana, þau Kelly Loeffler og David Perdue, eftir endurkjöri. Í kosningum til öldungadeildarinnar sem fram fóru samhliða forsetakosningunum tókst hvorugu þeirra að ná tilskildum meirihluta til að halda sæti sínu í öldungadeildinni og því þarf að kjósa aftur. Kosningarnar eru gríðarlega mikilvægar. Takist Demókrötum að vinna bæði þingsætin af Repúblikönum verða báðir flokkar með fimmtíu sæti í öldungadeildinni. Þá ræður atkvæði varaforsetans tilvonandi, Kamölu Harris, úrslitum sem þýðir að Demókratar væru í raun með meirihluta í öldungadeildinni. Þar með væri flokkurinn í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings sem getur haft verulega þýðingu fyrir Joe Biden, tilvonandi forseta, og það hvað hann getur gert í upphafi forsetatíðar sinnar. Réðst gegn ríkisstjóranum og ráðherranum Á kosningafundinum í gær lofaði Trump að refsa þeim Raffensperger og Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, fyrir að neita að beita sér í því að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Báðir eru þeir Repúblikanar. „Ríkisstjórinn ykkar, innanríkisráðherrann ykkar, þeir eru dauðhræddir við Stacey Abrams. Hvað er málið? Þeir segjast vera Repúblikanar. Ég held að það geti ekki verið,“ sagði Trump og bætti við: „Ég kem aftur hingað eftir eitt og hálft ár til að berjast gegn ríkisstjóranum ykkar og ykkar ruglaða innanríkisráðherra.“ Ítrekaðar og órökstuddar ásakanir Trumps um kosningasvik í forsetakosningunum hefur valdið sundrungu innan Repúblikanaflokksins og óttast einhverjir að staðhæfingar forsetans fráfarandi muni letja suma kjósendur frá því að mæta á kjörstað í dag og tvíefla Demókrata. Þá er símtal hans við Raffensperger um helgina ekki sagt hafa bætt ástandið heldur þvert á móti. „Við munum berjast líkt og í helvíti“ Trump hvatti stuðningsmenn sína til dáða á fundinum í gær. „Þið verðið að skila svo stórum sigri fyrir Repúblikana að Demókratar geta ekki stolið honum eða svindlað,“ sagði hann. Að því er segir í frétt Guardian um fundinn gerðist það oftar en einu sinni að Trump las upp af blaði að sigur í kosningunum í dag væri lykilatriði til þess að passa upp á Biden í forsetaembættinu. Í næstu setningu hætti hann svo að lesa upp skrifuðu ræðuna og afneitaði því að Biden hefði verið kjörinn forseti með réttmætum hætti. „Þau taka ekki Hvíta húsið. Við munum berjast líkt og í helvíti,“ sagði Trump. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Hann hélt því meðal annars ranglega fram að hann hefði unnið stórsigur í forsetakosningunum í nóvember og sagði að innanríkisráðherra Georgíu, Brad Raffensperger, væri dauðhræddur við Demókratann Stacey Abrams sem hefur beitt sér mikið fyrir aukinni kosningaþáttöku í ríkinu. Vísaði Trump þar í símtal sem hann átti við Raffensperger um helgina þar sem forsetinn þrýsti á ráðherrann til að „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Símtalið hefur vakið mikla athygli en í því hótaði Trump meðal annars Raffensperger ef hann myndi ekki eltast við órökstuddar staðhæfingar forsetans um kosningasvik. Gríðarlega mikilvægar kosningar Fundurinn í gær var haldinn í tilefni aukakosninga í Georgíu um tvö öldungadeildarþingsæti sem fram fara í dag. Þar sækjast tveir sitjandi þingmenn Repúblikana, þau Kelly Loeffler og David Perdue, eftir endurkjöri. Í kosningum til öldungadeildarinnar sem fram fóru samhliða forsetakosningunum tókst hvorugu þeirra að ná tilskildum meirihluta til að halda sæti sínu í öldungadeildinni og því þarf að kjósa aftur. Kosningarnar eru gríðarlega mikilvægar. Takist Demókrötum að vinna bæði þingsætin af Repúblikönum verða báðir flokkar með fimmtíu sæti í öldungadeildinni. Þá ræður atkvæði varaforsetans tilvonandi, Kamölu Harris, úrslitum sem þýðir að Demókratar væru í raun með meirihluta í öldungadeildinni. Þar með væri flokkurinn í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings sem getur haft verulega þýðingu fyrir Joe Biden, tilvonandi forseta, og það hvað hann getur gert í upphafi forsetatíðar sinnar. Réðst gegn ríkisstjóranum og ráðherranum Á kosningafundinum í gær lofaði Trump að refsa þeim Raffensperger og Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, fyrir að neita að beita sér í því að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Báðir eru þeir Repúblikanar. „Ríkisstjórinn ykkar, innanríkisráðherrann ykkar, þeir eru dauðhræddir við Stacey Abrams. Hvað er málið? Þeir segjast vera Repúblikanar. Ég held að það geti ekki verið,“ sagði Trump og bætti við: „Ég kem aftur hingað eftir eitt og hálft ár til að berjast gegn ríkisstjóranum ykkar og ykkar ruglaða innanríkisráðherra.“ Ítrekaðar og órökstuddar ásakanir Trumps um kosningasvik í forsetakosningunum hefur valdið sundrungu innan Repúblikanaflokksins og óttast einhverjir að staðhæfingar forsetans fráfarandi muni letja suma kjósendur frá því að mæta á kjörstað í dag og tvíefla Demókrata. Þá er símtal hans við Raffensperger um helgina ekki sagt hafa bætt ástandið heldur þvert á móti. „Við munum berjast líkt og í helvíti“ Trump hvatti stuðningsmenn sína til dáða á fundinum í gær. „Þið verðið að skila svo stórum sigri fyrir Repúblikana að Demókratar geta ekki stolið honum eða svindlað,“ sagði hann. Að því er segir í frétt Guardian um fundinn gerðist það oftar en einu sinni að Trump las upp af blaði að sigur í kosningunum í dag væri lykilatriði til þess að passa upp á Biden í forsetaembættinu. Í næstu setningu hætti hann svo að lesa upp skrifuðu ræðuna og afneitaði því að Biden hefði verið kjörinn forseti með réttmætum hætti. „Þau taka ekki Hvíta húsið. Við munum berjast líkt og í helvíti,“ sagði Trump.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira