Dómur þyngdur um eitt og hálft ár vegna stórfelldrar líkamsárásar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2021 17:36 Ráðist var á þremenningana þegar þau voru á leið heim af skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í síðasta mánuði Brynjar Kristensson til tveggja ára fangelsisvistar vegna stórfelldrar líkamsárásar sem hann tók þátt í þann 19. febrúar 2017. Brynjar hafði áður verið dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í héraðsdómi. Brynjar og þrír aðrir voru ákærðir í héraðsdómi fyrir að hafa ráðist að þremur í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 19. febrúar 2017. Líkamsárásin náðist að hluta til á myndbandsupptöku og var sú upptaka meginatriði í málinu. Hinir mennirnir þrír sem ákærðir voru fyrir aðild að málinu voru sakfelldir í héraðsdómi árið 2019. Brynjar var sakfelldur þar sem dómurinn taldi ljóst að hann mætti sjá á upptökum sem náðust af árásinni. Þremenningarnir sem ráðist var á voru á leið heim af skemmtistað um klukkan fjögur að nóttu þegar hópurinn réðst á þau. Meðal þeirra sem ráðist var á er Eyvindur Ágúst Runólfsson, sonur Runólfs Ágústssonar fyrrverandi rektors við Háskólann á Bifröst. Runólfur skrifaði langan Facebook-pistil stuttu eftir atvikið þar sem hann lýsti því sem gerðist. Auk Eyvindar var ráðist á kærustu hans og vin. Eyvindur fékk heilablæðingu í kjölfar árásarinnar en hin tvö sluppu með mar og skrámur. Fram kemur í dómnum að konunni hafi verið hrint í vegg og svo niður á jörðina þannig að hún hlaut eymsli yfir hnakka, mar og skrámur. Hinn maðurinn hafði verið sleginn niður af árásarmönnunum og sparkað í hann liggjandi. Hann sagði fyrir rétti að hann hafi misst meðvitund eftir fyrsta höggið. Eyvindur varð fyrir árás Brynjars og annars karlmanns sem veittu honum hnefahögg í höfuðið. Fram kemur í dómnum að þeir hafi síðan tekið hann taki og hent honum á vegg þannig að hann skall á veggnum og féll svo í jörðina. Því hafi verið fylgt eftir með spörkum í líkama hans og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut stóran skurð á höfði, merki um heilamar, heilahristing og fleira. Dómsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Brynjar og þrír aðrir voru ákærðir í héraðsdómi fyrir að hafa ráðist að þremur í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 19. febrúar 2017. Líkamsárásin náðist að hluta til á myndbandsupptöku og var sú upptaka meginatriði í málinu. Hinir mennirnir þrír sem ákærðir voru fyrir aðild að málinu voru sakfelldir í héraðsdómi árið 2019. Brynjar var sakfelldur þar sem dómurinn taldi ljóst að hann mætti sjá á upptökum sem náðust af árásinni. Þremenningarnir sem ráðist var á voru á leið heim af skemmtistað um klukkan fjögur að nóttu þegar hópurinn réðst á þau. Meðal þeirra sem ráðist var á er Eyvindur Ágúst Runólfsson, sonur Runólfs Ágústssonar fyrrverandi rektors við Háskólann á Bifröst. Runólfur skrifaði langan Facebook-pistil stuttu eftir atvikið þar sem hann lýsti því sem gerðist. Auk Eyvindar var ráðist á kærustu hans og vin. Eyvindur fékk heilablæðingu í kjölfar árásarinnar en hin tvö sluppu með mar og skrámur. Fram kemur í dómnum að konunni hafi verið hrint í vegg og svo niður á jörðina þannig að hún hlaut eymsli yfir hnakka, mar og skrámur. Hinn maðurinn hafði verið sleginn niður af árásarmönnunum og sparkað í hann liggjandi. Hann sagði fyrir rétti að hann hafi misst meðvitund eftir fyrsta höggið. Eyvindur varð fyrir árás Brynjars og annars karlmanns sem veittu honum hnefahögg í höfuðið. Fram kemur í dómnum að þeir hafi síðan tekið hann taki og hent honum á vegg þannig að hann skall á veggnum og féll svo í jörðina. Því hafi verið fylgt eftir með spörkum í líkama hans og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut stóran skurð á höfði, merki um heilamar, heilahristing og fleira.
Dómsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira