Sveindís Jane á lista UEFA yfir 10 efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. janúar 2021 22:45 Sveindís Jane Jónsdóttir vísir/vilhelm Framtíðin virðist björt í íslenskri knattspyrnu. Líkt og greint var frá í gær var Ísak Bergmann Jóhannesson einn 50 leikmanna á lista Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA yfir þá leikmenn sem fótboltaunnendur ættu að fylgjast vel með árið 2021. Í dag var svo sams konar listi birtur yfir ungar knattspyrnukonur en sá listi taldi tíu leikmenn sem spila í Evrópu og ein þeirra er Sveindís Jane Jónsdóttir. Hana þarf ekki að kynna fyrir íslensku knattspyrnuáhugafólki en hún sló í gegn í Pepsi Max deildinni síðasta sumar þegar hún lék sem lánsmaður hjá Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu, Keflavík. Í usmögn UEFA um Sveindísi segir. Rosalega spennandi framherji sem byrjaði að spila í næstefstu deild á Íslandi fyrir Keflavík þegar hún var fjórtán ára. Á sínu fyrsta heila tímabili árið 2016 skoraði hún 27 mörk í nítján leikjum. Eftir að hún gekk til liðs við Breiðablik varð hún markahæst í efstu deild og valin leikmaður ársins þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þessi árangur skilaði henni frumraun með A-landsliði Íslands gegn Lettlandi í september þar sem hún skoraði náttúrulega eftir átta mínútur og bætti síðar öðru marki við. Nokkrum dögum síðar lagði hún upp mark með löngu innkasti í 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð sem reyndist mikilvægt fyrir Ísland til að tryggja sig á EM 2022. Í lok árs var hún keypt til Wolfsburg og lánuð til eins árs til Kristianstad þar sem hún mun leika með sænska liðinu í Meistaradeild Evrópu. Smelltu hér til að skoða listann í heild sinni. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00 Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira
Líkt og greint var frá í gær var Ísak Bergmann Jóhannesson einn 50 leikmanna á lista Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA yfir þá leikmenn sem fótboltaunnendur ættu að fylgjast vel með árið 2021. Í dag var svo sams konar listi birtur yfir ungar knattspyrnukonur en sá listi taldi tíu leikmenn sem spila í Evrópu og ein þeirra er Sveindís Jane Jónsdóttir. Hana þarf ekki að kynna fyrir íslensku knattspyrnuáhugafólki en hún sló í gegn í Pepsi Max deildinni síðasta sumar þegar hún lék sem lánsmaður hjá Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu, Keflavík. Í usmögn UEFA um Sveindísi segir. Rosalega spennandi framherji sem byrjaði að spila í næstefstu deild á Íslandi fyrir Keflavík þegar hún var fjórtán ára. Á sínu fyrsta heila tímabili árið 2016 skoraði hún 27 mörk í nítján leikjum. Eftir að hún gekk til liðs við Breiðablik varð hún markahæst í efstu deild og valin leikmaður ársins þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þessi árangur skilaði henni frumraun með A-landsliði Íslands gegn Lettlandi í september þar sem hún skoraði náttúrulega eftir átta mínútur og bætti síðar öðru marki við. Nokkrum dögum síðar lagði hún upp mark með löngu innkasti í 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð sem reyndist mikilvægt fyrir Ísland til að tryggja sig á EM 2022. Í lok árs var hún keypt til Wolfsburg og lánuð til eins árs til Kristianstad þar sem hún mun leika með sænska liðinu í Meistaradeild Evrópu. Smelltu hér til að skoða listann í heild sinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00 Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira
Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01
Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00
Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18