Fyrirtækið birtir reglulega myndbönd af vélmennunum sem ætlað er að sýna hreyfigetu þeirra.
„Allt gengið okkar kom saman og fagnaði upphafi árs sem vonandi verður hamingjuríkara,“ segir í lýsingu fyrirtækisins með nýjasta myndbandinu sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Myndbandið var birt á YouTube þann 29. desember en þegar þetta er skrifað hefur myndbandið verið spilað ríflega 21,3 milljón sinnum.
Sjón er sögu ríkari en fínhreyfingar vélmennanna eru á köflum alveg með ólíkindum.