Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem meðal annars kemur fram að eldur hafi kviknað í grilli á svölum íbúðar í miðborginni. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Þá var bifreið stöðvuð í hverfi 105. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Farþegi í bifreiðinni mun hafa skipt um sæti við ökumann áður en bifreiðin stöðvaði og er hann einnig grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.
Einnig var tilkynnt um slys í miðborginni rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Það hafði maður dottið á hlaupum og meiðist á hendi og fæti. Verkir í fæti og aflögun á tveimur fingrum reyndust afleiðingarnar.
Laust eftir klukkan eitt í nótt var einnig tilkynnt um slys í miðborginni en þar fannst maður með skerta meðvitund eftir fall. Var maðurinn fluttur á sjúkrahús.