Skyndihlýnun í austri vísbending um rólegri vetur á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 17:21 Óvíst er ennþá hvaða áhrif nákvæmlega skyndihlýnunin muni hafa á veðurfar á Íslandi. Vísir/Vilhelm Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vekur athygli á því að nú um áramótin hafi skyndilega orðið vart við hlýnun í heiðhvolfinu yfir Austur Asíu. Um er að ræða þekkt fyrirbæri sem verður um það bil annan hvern vetur en Einar segir ekki alveg ljóst ennþá hvaða áhrif þessi skyndihlýnun muni hafa á veðurfar á Íslandi. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta hefur oftast nær í för með sér að það verður minna um lægðir, þær eru grynnri og stundum háþrýstingur yfir landinu. En það er mesta óvissan um hitann,“ segir Einar sem fjallar ítarlega um fyrirbærið í grein sem hann birti á vef sínum í dag. „Það fylgir þessu svona yfirleitt meiri rólegheit heldur en við eigum að venjast að vetrinum og raunar gæti þetta farið svo að veðrið yrði algjörlega andstætt því sem að var í fyrra þegar það var mikill gassagangur og lágur loftþrýstingur og djúpar lægðir,“ útskýrir Einar. Áhrif skyndihlýnunarinnar á veðurfar hér á landi muni koma í ljós eftir um það bil viku tíma. „Þetta er dálitla stund að ná niður.“ Er tilefni til bjartsýni, um að veturinn verði þá ekki svo harður? „Það fer eftir því hvað við köllum harðan vetur. Það er alla veganna bjartsýni á að næstu vikur, sem eru miðpunktur veturs, verði ekki rosalega stormasamar,“ svarar Einar. Spurður hvort eitthvað sé óvenjulegt við þessa skyndihlýnun nú, samanborið við það sem þekkist, segir hann ekkert vitað um það. Skyndihlýnun að vetri hafi þó á allra síðustu árum ekki endilega hitt á þennan árstíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Við fengum eina 2018 sem var seinna, þá var veður mjög einsleitt allan marsmánuð útaf þessu. En það sem að einkennir þetta oft og tíðum, þegar það hægir svona á hringrásinni, þá kólnar dálítið yfir meginlöndunum. Það kólnar dálítið yfir Vestur-Evrópu, það er algengt,“ útskýrir Einar. „Það verður líka oft og tíðum kalt í Norður-Ameríku, sums staðar í Bandaríkjunum, og svo auðvitað fylgja þessu gjarnan miklir kuldar í Síberíu,“ bætir hann við. „Ástæðan fyrir að þetta gerist er að það verður með einhverjum hætti að það berst einhver varma- eða hreyfiorka af miðbaugssvæðum og það eru einhverjar bylgjur sem að rísa upp í heiðhvolfið og velta þar öllu við þannig að við getum sagt að það sé sparkað í hringrásina og hún truflast.“ Við þessa hlýnun í heiðhvolfinu slakni á öllu í einhverjar vikur en venjan sé sú að þetta sé árstíðabundið. „Það er öflugur heimsskautahvirfill alltaf að vetrinum á norðurhveli jarðar, og svo veikist hann og hann deyr alveg í kringum sumardaginn fyrsta,“ segir Einar. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta er náttúrulegur breytileiki sem að menn eru smám saman að læra að þekkja betur inn á og ég hef ekki séð neitt um það að þetta tengist loftslagsbreytingum með nokkrum hætti,“ segir Einar. Veður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
„Þetta hefur oftast nær í för með sér að það verður minna um lægðir, þær eru grynnri og stundum háþrýstingur yfir landinu. En það er mesta óvissan um hitann,“ segir Einar sem fjallar ítarlega um fyrirbærið í grein sem hann birti á vef sínum í dag. „Það fylgir þessu svona yfirleitt meiri rólegheit heldur en við eigum að venjast að vetrinum og raunar gæti þetta farið svo að veðrið yrði algjörlega andstætt því sem að var í fyrra þegar það var mikill gassagangur og lágur loftþrýstingur og djúpar lægðir,“ útskýrir Einar. Áhrif skyndihlýnunarinnar á veðurfar hér á landi muni koma í ljós eftir um það bil viku tíma. „Þetta er dálitla stund að ná niður.“ Er tilefni til bjartsýni, um að veturinn verði þá ekki svo harður? „Það fer eftir því hvað við köllum harðan vetur. Það er alla veganna bjartsýni á að næstu vikur, sem eru miðpunktur veturs, verði ekki rosalega stormasamar,“ svarar Einar. Spurður hvort eitthvað sé óvenjulegt við þessa skyndihlýnun nú, samanborið við það sem þekkist, segir hann ekkert vitað um það. Skyndihlýnun að vetri hafi þó á allra síðustu árum ekki endilega hitt á þennan árstíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Við fengum eina 2018 sem var seinna, þá var veður mjög einsleitt allan marsmánuð útaf þessu. En það sem að einkennir þetta oft og tíðum, þegar það hægir svona á hringrásinni, þá kólnar dálítið yfir meginlöndunum. Það kólnar dálítið yfir Vestur-Evrópu, það er algengt,“ útskýrir Einar. „Það verður líka oft og tíðum kalt í Norður-Ameríku, sums staðar í Bandaríkjunum, og svo auðvitað fylgja þessu gjarnan miklir kuldar í Síberíu,“ bætir hann við. „Ástæðan fyrir að þetta gerist er að það verður með einhverjum hætti að það berst einhver varma- eða hreyfiorka af miðbaugssvæðum og það eru einhverjar bylgjur sem að rísa upp í heiðhvolfið og velta þar öllu við þannig að við getum sagt að það sé sparkað í hringrásina og hún truflast.“ Við þessa hlýnun í heiðhvolfinu slakni á öllu í einhverjar vikur en venjan sé sú að þetta sé árstíðabundið. „Það er öflugur heimsskautahvirfill alltaf að vetrinum á norðurhveli jarðar, og svo veikist hann og hann deyr alveg í kringum sumardaginn fyrsta,“ segir Einar. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta er náttúrulegur breytileiki sem að menn eru smám saman að læra að þekkja betur inn á og ég hef ekki séð neitt um það að þetta tengist loftslagsbreytingum með nokkrum hætti,“ segir Einar.
Veður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira