Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Kristján Már Unnarsson skrifar 5. maí 2020 22:03 Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir þetta mikið fagnaðarefni og löngu tímabært að losna við þennan hættulega kafla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kafli Vesturlandsvegar við Lágafell í Mosfellsbæ, milli Skarhólabrautar og Langatanga, er aðeins þriggja akreina og ekkert vegrið sem skilur á milli akstursstefna. Núna er komið að því að bæta úr en tilboð í breikkun vegarins í fjórar akreinar voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Nánar um verkið hér: Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Hér má sjá tilboðin og áætlaðan verktakakostnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson, Stöð 2. Athygli vekur að öll tilboðin fjögur voru vel undir 706 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Það lægsta átti Loftorka, upp á 490 milljónir króna, eða 69,5 prósent af áætlun en einnig buðu í verkið Grafa og grjót, Ístak og Háfell. Bæjarstjóri þeirra Mosfellinga segir bæjarbúa fagna enda hafi menn beðið eftir þessu í mörg ár og lengi þrýst á endurbætur. Vegarkaflinn er 1,1 kílómetra langur.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þetta er náttúrlega einn umferðarmesti þjóðvegur landsins sem fer hérna í gegnum Mosfellsbæ,“ segir Haraldur Sverrisson. „Hann er 2+1 vegur í dag og ekki með aðskildum akreinum. Þannig að hann hefur bæði verið mikill flöskuháls varðandi umferðina hér í gegn, sérstaklega þegar hún er mikil á föstudags eftirmiðdögum, sunnudögum líka, og svo bara gegnumsneitt svo sem orðið. Og svo er þetta líka bara hættulegur vegur og alls ekki miðaður við nútíma staðla." Til að koma fjórðu akreinni fyrir og miðeyju með vegriði þarf að skera bergið inn í Lágafell og fjarlægja göngustíginn.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þannig að þetta er löngu tímabær framkvæmd og mikið fagnaðarefni,“ segir bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Verkið á að vinna rösklega því samkvæmt útboðslýsingu skal því að fullu lokið vel fyrir næstu jól, eigi síðar en 1. desember. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Mosfellsbær Tengdar fréttir Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir þetta mikið fagnaðarefni og löngu tímabært að losna við þennan hættulega kafla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kafli Vesturlandsvegar við Lágafell í Mosfellsbæ, milli Skarhólabrautar og Langatanga, er aðeins þriggja akreina og ekkert vegrið sem skilur á milli akstursstefna. Núna er komið að því að bæta úr en tilboð í breikkun vegarins í fjórar akreinar voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Nánar um verkið hér: Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Hér má sjá tilboðin og áætlaðan verktakakostnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson, Stöð 2. Athygli vekur að öll tilboðin fjögur voru vel undir 706 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Það lægsta átti Loftorka, upp á 490 milljónir króna, eða 69,5 prósent af áætlun en einnig buðu í verkið Grafa og grjót, Ístak og Háfell. Bæjarstjóri þeirra Mosfellinga segir bæjarbúa fagna enda hafi menn beðið eftir þessu í mörg ár og lengi þrýst á endurbætur. Vegarkaflinn er 1,1 kílómetra langur.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þetta er náttúrlega einn umferðarmesti þjóðvegur landsins sem fer hérna í gegnum Mosfellsbæ,“ segir Haraldur Sverrisson. „Hann er 2+1 vegur í dag og ekki með aðskildum akreinum. Þannig að hann hefur bæði verið mikill flöskuháls varðandi umferðina hér í gegn, sérstaklega þegar hún er mikil á föstudags eftirmiðdögum, sunnudögum líka, og svo bara gegnumsneitt svo sem orðið. Og svo er þetta líka bara hættulegur vegur og alls ekki miðaður við nútíma staðla." Til að koma fjórðu akreinni fyrir og miðeyju með vegriði þarf að skera bergið inn í Lágafell og fjarlægja göngustíginn.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þannig að þetta er löngu tímabær framkvæmd og mikið fagnaðarefni,“ segir bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Verkið á að vinna rösklega því samkvæmt útboðslýsingu skal því að fullu lokið vel fyrir næstu jól, eigi síðar en 1. desember. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Mosfellsbær Tengdar fréttir Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18
Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44