Krefjast þess að líkamsræktarstöðvar verði opnaðar um leið og sundlaugar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2020 18:11 Frá World Class í Laugum. Vísir/vilhelm Yfir þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt við undirskriftalista þar sem þrýst er á stjórnvöld að opna líkamsræktarstöðvar um leið og sundlaugar þann 18. maí. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi 24. mars. Ekki var viðbúið að þær yrðu opnaðar aftur fyrr en um mánaðamótin maí/júní hið fyrsta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti svo óvænt í gær að nú væri stefnt að því að opna sundlaugar 18. maí, með takmörkunum. En eftir sátu líkamsræktarstöðvarnar. Björn Leifsson, eigandi World Class, kvaðst afar ósáttur við þessa ákvörðun heilbrigðisyfirvalda, þ.e. að boða snemmbúna opnun sundlauga en halda líkamsræktinni áfram lokaðri. „„Það leggst mjög illa í mig eins og væntanlega flesta landsmenn. Ef eitthvað er þá eru fleiri sem stunda líkamsræktarstöðvar á landinu og eru ekki síður mikilvægar,“ sagði Björn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Áður en það var lokað þá var nóg pláss fyrir alla. Ég veit ekki til þess að nein smit hafi verið rakin inn á líkamsræktarstöðvarnar. Ég sé ekki mun á sundi og líkamsrækt í þeim efnum. Þar fyrir utan voru þau búin að tilkynna það áður að sund og líkamsræktarstöðvar yrðu ekki slitin í sundur.“ Og fleiri virðast ósáttir við fyrirhugaða þróun mála. Viktor Berg Margrétarson er aðstandandi téðrar undirskriftarsöfnunar sem birt var í gegnum vef Þjóðskrár Íslands í dag. Þar er þess krafist að líkamsræktarstöðvar fylgi sundlaugunum og verði einnig opnaðar 18. maí. Þegar þetta er ritað hafa 1020 skráð sig á listann. Viktor segir á Facebook-síðu sinni í dag að honum finnist frábært að verið sé að létta á veirutakmörkunum og kveðst vona að allir haldi áfram að fara varlega. „Þetta er hinsvegar ákveðið prinsipp mál að opna líkamsræktarstöðvarnar þegar það er hægt að opna sundlaugar ofl staði,“ skrifar Viktor. Undirskriftalistann má nálgast hér. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18 Mest lesið „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Innlent Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Sjá meira
Yfir þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt við undirskriftalista þar sem þrýst er á stjórnvöld að opna líkamsræktarstöðvar um leið og sundlaugar þann 18. maí. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi 24. mars. Ekki var viðbúið að þær yrðu opnaðar aftur fyrr en um mánaðamótin maí/júní hið fyrsta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti svo óvænt í gær að nú væri stefnt að því að opna sundlaugar 18. maí, með takmörkunum. En eftir sátu líkamsræktarstöðvarnar. Björn Leifsson, eigandi World Class, kvaðst afar ósáttur við þessa ákvörðun heilbrigðisyfirvalda, þ.e. að boða snemmbúna opnun sundlauga en halda líkamsræktinni áfram lokaðri. „„Það leggst mjög illa í mig eins og væntanlega flesta landsmenn. Ef eitthvað er þá eru fleiri sem stunda líkamsræktarstöðvar á landinu og eru ekki síður mikilvægar,“ sagði Björn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Áður en það var lokað þá var nóg pláss fyrir alla. Ég veit ekki til þess að nein smit hafi verið rakin inn á líkamsræktarstöðvarnar. Ég sé ekki mun á sundi og líkamsrækt í þeim efnum. Þar fyrir utan voru þau búin að tilkynna það áður að sund og líkamsræktarstöðvar yrðu ekki slitin í sundur.“ Og fleiri virðast ósáttir við fyrirhugaða þróun mála. Viktor Berg Margrétarson er aðstandandi téðrar undirskriftarsöfnunar sem birt var í gegnum vef Þjóðskrár Íslands í dag. Þar er þess krafist að líkamsræktarstöðvar fylgi sundlaugunum og verði einnig opnaðar 18. maí. Þegar þetta er ritað hafa 1020 skráð sig á listann. Viktor segir á Facebook-síðu sinni í dag að honum finnist frábært að verið sé að létta á veirutakmörkunum og kveðst vona að allir haldi áfram að fara varlega. „Þetta er hinsvegar ákveðið prinsipp mál að opna líkamsræktarstöðvarnar þegar það er hægt að opna sundlaugar ofl staði,“ skrifar Viktor. Undirskriftalistann má nálgast hér.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18 Mest lesið „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Innlent Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Sjá meira
Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00
Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18