Krefjast þess að líkamsræktarstöðvar verði opnaðar um leið og sundlaugar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2020 18:11 Frá World Class í Laugum. Vísir/vilhelm Yfir þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt við undirskriftalista þar sem þrýst er á stjórnvöld að opna líkamsræktarstöðvar um leið og sundlaugar þann 18. maí. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi 24. mars. Ekki var viðbúið að þær yrðu opnaðar aftur fyrr en um mánaðamótin maí/júní hið fyrsta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti svo óvænt í gær að nú væri stefnt að því að opna sundlaugar 18. maí, með takmörkunum. En eftir sátu líkamsræktarstöðvarnar. Björn Leifsson, eigandi World Class, kvaðst afar ósáttur við þessa ákvörðun heilbrigðisyfirvalda, þ.e. að boða snemmbúna opnun sundlauga en halda líkamsræktinni áfram lokaðri. „„Það leggst mjög illa í mig eins og væntanlega flesta landsmenn. Ef eitthvað er þá eru fleiri sem stunda líkamsræktarstöðvar á landinu og eru ekki síður mikilvægar,“ sagði Björn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Áður en það var lokað þá var nóg pláss fyrir alla. Ég veit ekki til þess að nein smit hafi verið rakin inn á líkamsræktarstöðvarnar. Ég sé ekki mun á sundi og líkamsrækt í þeim efnum. Þar fyrir utan voru þau búin að tilkynna það áður að sund og líkamsræktarstöðvar yrðu ekki slitin í sundur.“ Og fleiri virðast ósáttir við fyrirhugaða þróun mála. Viktor Berg Margrétarson er aðstandandi téðrar undirskriftarsöfnunar sem birt var í gegnum vef Þjóðskrár Íslands í dag. Þar er þess krafist að líkamsræktarstöðvar fylgi sundlaugunum og verði einnig opnaðar 18. maí. Þegar þetta er ritað hafa 1020 skráð sig á listann. Viktor segir á Facebook-síðu sinni í dag að honum finnist frábært að verið sé að létta á veirutakmörkunum og kveðst vona að allir haldi áfram að fara varlega. „Þetta er hinsvegar ákveðið prinsipp mál að opna líkamsræktarstöðvarnar þegar það er hægt að opna sundlaugar ofl staði,“ skrifar Viktor. Undirskriftalistann má nálgast hér. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Yfir þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt við undirskriftalista þar sem þrýst er á stjórnvöld að opna líkamsræktarstöðvar um leið og sundlaugar þann 18. maí. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi 24. mars. Ekki var viðbúið að þær yrðu opnaðar aftur fyrr en um mánaðamótin maí/júní hið fyrsta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti svo óvænt í gær að nú væri stefnt að því að opna sundlaugar 18. maí, með takmörkunum. En eftir sátu líkamsræktarstöðvarnar. Björn Leifsson, eigandi World Class, kvaðst afar ósáttur við þessa ákvörðun heilbrigðisyfirvalda, þ.e. að boða snemmbúna opnun sundlauga en halda líkamsræktinni áfram lokaðri. „„Það leggst mjög illa í mig eins og væntanlega flesta landsmenn. Ef eitthvað er þá eru fleiri sem stunda líkamsræktarstöðvar á landinu og eru ekki síður mikilvægar,“ sagði Björn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Áður en það var lokað þá var nóg pláss fyrir alla. Ég veit ekki til þess að nein smit hafi verið rakin inn á líkamsræktarstöðvarnar. Ég sé ekki mun á sundi og líkamsrækt í þeim efnum. Þar fyrir utan voru þau búin að tilkynna það áður að sund og líkamsræktarstöðvar yrðu ekki slitin í sundur.“ Og fleiri virðast ósáttir við fyrirhugaða þróun mála. Viktor Berg Margrétarson er aðstandandi téðrar undirskriftarsöfnunar sem birt var í gegnum vef Þjóðskrár Íslands í dag. Þar er þess krafist að líkamsræktarstöðvar fylgi sundlaugunum og verði einnig opnaðar 18. maí. Þegar þetta er ritað hafa 1020 skráð sig á listann. Viktor segir á Facebook-síðu sinni í dag að honum finnist frábært að verið sé að létta á veirutakmörkunum og kveðst vona að allir haldi áfram að fara varlega. „Þetta er hinsvegar ákveðið prinsipp mál að opna líkamsræktarstöðvarnar þegar það er hægt að opna sundlaugar ofl staði,“ skrifar Viktor. Undirskriftalistann má nálgast hér.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00
Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18