Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi Sylvía Hall skrifar 2. apríl 2020 20:33 Kortið sýnir staðsetningu þeirra kvikuinnskota sem talin eru hafa orðið á árinu á Reykjanesskaga. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um það bil 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar en það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Veðurstofan GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Gögnunum hefur verið safnað í samstarfi Jarðvísindastofnunar Háskólans, ÍSORs, HS-orku og Veðurstofu eftir að landris mældist á Reykjanesskaganum í janúar. Í lok janúarmánaðar var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvávöktunar á Veðurstofu Íslands, segir gögnin gefa til kynna að kvikuinnskotið hafi átt sér stað frá því um miðjan febrúar og fram í fyrstu vikuna í mars. „Þessi mynd skýrðist betur þegar við fengum gögn úr GPS mælingum Háskólans, sem ekki eru beintengdar okkar vöktunarkerfi og það gerir það að verkum að við greinum þetta ekki fyrr en nú“, segir Kristín á vef Veðurstofunnar. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um það bil 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar. Það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Þetta er þriðja kvikuinnskotið sem er greint á Reykjanesskaganum frá því um áramót. Þá er kvikuinnskotið sagt styðja ályktun Vísindaráðs Almannavarna um að nauðsynlegt sé að skoða virknina á Reykjanesskaganum heildstætt en ekki einungis út frá staðbundinni virkni. Að sögn Kristínar er enn of snemmt að draga sterkar ályktanir og það sé mikilvægt að skoða núverandi virkni í sögulegu samhengi við aðra þekkta atburði á Reykjanesskaganum. Jarðvísindamenn muni halda áfram að fylgjast með gangi mála og vinna frekar úr gögnunum sem liggja fyrir. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Rekja skjálftahrinu við Þorbjörn mögulega til niðurdælingar Niðurdæling jarðhitavökva gæti verið hluti af skýringu jarðskjálftahrinu vestan við fjallið Þorbjörn við Grindavík sem hófst í dag. Tveir stærstu skjálftarnir í hrinunni voru yfir þrír að stærð og fundust þeir víða í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2020 23:57 Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Gögnunum hefur verið safnað í samstarfi Jarðvísindastofnunar Háskólans, ÍSORs, HS-orku og Veðurstofu eftir að landris mældist á Reykjanesskaganum í janúar. Í lok janúarmánaðar var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvávöktunar á Veðurstofu Íslands, segir gögnin gefa til kynna að kvikuinnskotið hafi átt sér stað frá því um miðjan febrúar og fram í fyrstu vikuna í mars. „Þessi mynd skýrðist betur þegar við fengum gögn úr GPS mælingum Háskólans, sem ekki eru beintengdar okkar vöktunarkerfi og það gerir það að verkum að við greinum þetta ekki fyrr en nú“, segir Kristín á vef Veðurstofunnar. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um það bil 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar. Það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Þetta er þriðja kvikuinnskotið sem er greint á Reykjanesskaganum frá því um áramót. Þá er kvikuinnskotið sagt styðja ályktun Vísindaráðs Almannavarna um að nauðsynlegt sé að skoða virknina á Reykjanesskaganum heildstætt en ekki einungis út frá staðbundinni virkni. Að sögn Kristínar er enn of snemmt að draga sterkar ályktanir og það sé mikilvægt að skoða núverandi virkni í sögulegu samhengi við aðra þekkta atburði á Reykjanesskaganum. Jarðvísindamenn muni halda áfram að fylgjast með gangi mála og vinna frekar úr gögnunum sem liggja fyrir.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Rekja skjálftahrinu við Þorbjörn mögulega til niðurdælingar Niðurdæling jarðhitavökva gæti verið hluti af skýringu jarðskjálftahrinu vestan við fjallið Þorbjörn við Grindavík sem hófst í dag. Tveir stærstu skjálftarnir í hrinunni voru yfir þrír að stærð og fundust þeir víða í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2020 23:57 Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Rekja skjálftahrinu við Þorbjörn mögulega til niðurdælingar Niðurdæling jarðhitavökva gæti verið hluti af skýringu jarðskjálftahrinu vestan við fjallið Þorbjörn við Grindavík sem hófst í dag. Tveir stærstu skjálftarnir í hrinunni voru yfir þrír að stærð og fundust þeir víða í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2020 23:57
Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42