Ætla að hefja skemmtiferðasiglingar í ágúst Andri Eysteinsson skrifar 4. maí 2020 23:22 Skemmtiferðaskip við höfn í borginni Tampa í Flórída. AP/Chris O'Meara Skemmtiferðaskipaútgerðin Carnival Cruise Line ætlar að hefja áætlunarferðir sínar í Norður Ameríku að nýju í ágúst. Skip fyrirtækisins munu leggja af stað í ferðir um Karíbahafið frá höfnum í Galveston í Texas og í Port Canaveral í Flórída í kringum mánaðamótin júlí – ágúst. Þegar að brottför kemur verða liðnir fimm mánuðir frá því að starfsemi stöðvaðist vegna faraldurs kórónuveirunnar. Aðrar ferðir, til Ástralíu og til Havaí, verður annaðhvort aflýst eða frestað enn frekar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna gaf út tilskipun um miðjan mars-mánuð þar sem skemmtiferðasiglingar voru settar á ís og mun bannið standa til 24. júlí hið minnsta. Í faraldrinum hefur sést að smit getur auðveldlega dreifst um skemmtiferðaskip og segja forráðamenn Carnival Cruise Line að vinna sé í gangi við að kortleggja smitleiðir og ákvarða hvaða aðgerðir munu henta best þegar siglingar hefjast að nýju. „Það þyrfti að viðhalda fjarlægð á milli manna. Mjög ósennilegt að hægt verði að halda dansleiki, tónleika og annarskonar skemmtanir á bátnum,“ segir Tara Smith, smitsjúkdómafræðingur hjá Kent State Háskólanum í samtali við AP. „Sundlaugar yrðu eflaust yfirfullar og ég hef ekki hugmynd hvernig fyrirkomulag verði á matartíma,“ sagði Smith. Carnival Cruise Line er rekið út frá Miami í Flórída og sigla 27 skemmtiferðaskip undir merkjum félagsins. Upphaflegar áætlanir fyrirtækisins voru á þá leið að hægt yrði að hefja siglingar að nýju 10. Apríl. Það gekk ekki upp. Fjárhagsstaða fyrirtækisins er þó sögð sterk og telja stjórnarmenn að fyrirtækið geti lifað af út árið þrátt fyrir að hagnaður vegna siglinga stöðvist. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Skemmtiferðaskipaútgerðin Carnival Cruise Line ætlar að hefja áætlunarferðir sínar í Norður Ameríku að nýju í ágúst. Skip fyrirtækisins munu leggja af stað í ferðir um Karíbahafið frá höfnum í Galveston í Texas og í Port Canaveral í Flórída í kringum mánaðamótin júlí – ágúst. Þegar að brottför kemur verða liðnir fimm mánuðir frá því að starfsemi stöðvaðist vegna faraldurs kórónuveirunnar. Aðrar ferðir, til Ástralíu og til Havaí, verður annaðhvort aflýst eða frestað enn frekar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna gaf út tilskipun um miðjan mars-mánuð þar sem skemmtiferðasiglingar voru settar á ís og mun bannið standa til 24. júlí hið minnsta. Í faraldrinum hefur sést að smit getur auðveldlega dreifst um skemmtiferðaskip og segja forráðamenn Carnival Cruise Line að vinna sé í gangi við að kortleggja smitleiðir og ákvarða hvaða aðgerðir munu henta best þegar siglingar hefjast að nýju. „Það þyrfti að viðhalda fjarlægð á milli manna. Mjög ósennilegt að hægt verði að halda dansleiki, tónleika og annarskonar skemmtanir á bátnum,“ segir Tara Smith, smitsjúkdómafræðingur hjá Kent State Háskólanum í samtali við AP. „Sundlaugar yrðu eflaust yfirfullar og ég hef ekki hugmynd hvernig fyrirkomulag verði á matartíma,“ sagði Smith. Carnival Cruise Line er rekið út frá Miami í Flórída og sigla 27 skemmtiferðaskip undir merkjum félagsins. Upphaflegar áætlanir fyrirtækisins voru á þá leið að hægt yrði að hefja siglingar að nýju 10. Apríl. Það gekk ekki upp. Fjárhagsstaða fyrirtækisins er þó sögð sterk og telja stjórnarmenn að fyrirtækið geti lifað af út árið þrátt fyrir að hagnaður vegna siglinga stöðvist.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira