Hvasst á landinu í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2020 07:28 Hvassast verður við suðurströndina. Vísir/vilhelm Áfram verður hvasst á landinu í dag og má búast við vindi 10-20 m/s. Hvassast verður við suðurströndina, einkum í Öræfum, þar sem vindstrengir gætu orðið allt að 25 m/s, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Bjart verður víða á landinu en einhver éljagangur verður þó viðloðandi á Austur- og Suðausturlandi. Hiti víðast hvar við frostmark. Í nótt snýst síðan í stífa norðaustanátt með snjókomu eða slyddu norðaustantil í fyrramálið. Vindur verður hægari í öðrum landshlutum og þurrt að mestu fyrir hádegi á morgun. Síðdegis á morgun verður aftur á móti él eða snjókoma á öllu landinu. Von er á hægum suðlægum áttum það sem eftir er vikunnar, einhver él um landið sunnanvert og köldu veðri. Þá er vetrarfærð í öllum landshlutum í dag. Nokkuð stífur vindur og hviðótt á Kjalarnesi og við Hafnarfjall í morgun. Sérstaklega hvasst var inni í Hvalfirði, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Lokað er um Fjarðarheiði þar sem er mjög snjóþungt. Mokstur mun taka langan tíma og telur Vegagerðin ekki líklegt að vegurinn opnist fyrir hádegi. Einnig er lokað Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Austan 8-15 m/s, en hægari síðdegis. Slydda eða snjókoma á norðaustur og austurlandi og einnig um tíma suðvestanlands, annars úrkomulítið. Hiti kringum frostmark. Á miðvikudag: Sunnan 3-8 m/s og dálítil él á sunnanverðu landinu, en bjartviðri norðanlands. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðan heiða. Á fimmtudag: Norðaustan 8-13 m/s og snjókoma á Vestfjörðum, annars hægari og sums staðar él við ströndina. Frost 0 til 8 stig, en kaldara í innsveitum um kvöldið. Á föstudag: Norðlæg átt og dálítil él norðanlands, en léttskýjað sunnantil á landinu. Kalt í veðri. Á laugardag: Austlæg átt, allhvöss með suðurströndinni, dálítil snjókoma eða slydda suðaustantil en annars þurrt. Áfram kalt í veðri. Á sunnudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt með éljum norðan- og austantil á landinu en annars bjartviðri. Veður Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Áfram verður hvasst á landinu í dag og má búast við vindi 10-20 m/s. Hvassast verður við suðurströndina, einkum í Öræfum, þar sem vindstrengir gætu orðið allt að 25 m/s, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Bjart verður víða á landinu en einhver éljagangur verður þó viðloðandi á Austur- og Suðausturlandi. Hiti víðast hvar við frostmark. Í nótt snýst síðan í stífa norðaustanátt með snjókomu eða slyddu norðaustantil í fyrramálið. Vindur verður hægari í öðrum landshlutum og þurrt að mestu fyrir hádegi á morgun. Síðdegis á morgun verður aftur á móti él eða snjókoma á öllu landinu. Von er á hægum suðlægum áttum það sem eftir er vikunnar, einhver él um landið sunnanvert og köldu veðri. Þá er vetrarfærð í öllum landshlutum í dag. Nokkuð stífur vindur og hviðótt á Kjalarnesi og við Hafnarfjall í morgun. Sérstaklega hvasst var inni í Hvalfirði, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Lokað er um Fjarðarheiði þar sem er mjög snjóþungt. Mokstur mun taka langan tíma og telur Vegagerðin ekki líklegt að vegurinn opnist fyrir hádegi. Einnig er lokað Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Austan 8-15 m/s, en hægari síðdegis. Slydda eða snjókoma á norðaustur og austurlandi og einnig um tíma suðvestanlands, annars úrkomulítið. Hiti kringum frostmark. Á miðvikudag: Sunnan 3-8 m/s og dálítil él á sunnanverðu landinu, en bjartviðri norðanlands. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðan heiða. Á fimmtudag: Norðaustan 8-13 m/s og snjókoma á Vestfjörðum, annars hægari og sums staðar él við ströndina. Frost 0 til 8 stig, en kaldara í innsveitum um kvöldið. Á föstudag: Norðlæg átt og dálítil él norðanlands, en léttskýjað sunnantil á landinu. Kalt í veðri. Á laugardag: Austlæg átt, allhvöss með suðurströndinni, dálítil snjókoma eða slydda suðaustantil en annars þurrt. Áfram kalt í veðri. Á sunnudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt með éljum norðan- og austantil á landinu en annars bjartviðri.
Veður Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira