Víkingar í algjörum sérflokki hvað varðar spilatíma ungra leikmanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 15:30 Víkingar fagna góðum sigri á síðasta tímabili í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Vísir/Bára Víkingur var í algjörum sérflokki í Pepsi Max deild karla í fyrrasumar þegar kemur að því að gefa ungum leikmönnum mínútur. Þetta kemur fram í uppgjöri hjá CIES Football Observatory. CIES Football Observatory tók saman hjá öllum deildum heimsins hvað þær væru að gefa leikmönnum yngri en 22 ára mikið af tækifærum inn á vellinum. Fótbolti.net vakti athygli á þessu en lesa má um alla samantektina hér. Pepsi Max deildin er þar í 23. sæti á listanum en leikmenn sem voru ekki búnir að halda upp á 22 ára afmælið sitt spiluðu 18,9 prósent af mínútum í boði í Pepsi Max deild karla sumarið 2019. 18,9% yngri en 22 ára í Pepsi Max - Víkingar yngstir https://t.co/TDwZHCaqE0— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 4, 2020 Næstar á undan íslensku deildinni er deildirnar í Króatíu og Makedóníu með 19,3 prósent en sú danska og finnska eru ekki langt á undan með 19,4 prósent hvor. Næstar á eftir íslensku Pepsi Max deildinni eru deildirnar í Albaníu (18,2 prósent) og Úkraínu (18,0 prósent). Enska úrvalsdeildin er bara í 74. sæti með 8,5 prósent en sú neðsta er deildin í Tyrklandi þar sem ungir leikmenn spiluðu aðeins 3,7 prósent mínútnanna. Interesting stuff, once again, from @CIES_Football Average figure for @pepsimaxdeildin in Iceland according to the study is 18.9%. @vikingurfc leading the way with 42.9%.https://t.co/wN3ARFP0UF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 Slóvakía gaf ungum leikmönnum flest tækifæri en þeir spiluðu í 29,0 prósent leiktímans í slóvakísku deildinni. Það sem vekur samt mesta athygli er hversu langt á undan öðrum liðum bikarmeistarar Víkinga voru í fyrrasumar. Leikmenn undir 22 ára aldri spiluðu langflestar mínútur hjá Víkingi af öllum liðunum í Pepsi Max-deildinni eða 42,9 prósent mínútna í boði. Víkingur er í 33. sæti meðal allra liðanna í heiminum. Það eru meira en þrettán prósent niður í næsta íslenska lið því ungir leikmenn spiluðu 29,7 prósent mínútna í boði hjá Skagamönnum. Flestar mínútur íslenskra liða í Pepsi Max deild karla 2019: 42.9% Víkingur R. 29,7% ÍA 25,9% KA 23,0% Fylkir 22,5% ÍBV Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Víkingur var í algjörum sérflokki í Pepsi Max deild karla í fyrrasumar þegar kemur að því að gefa ungum leikmönnum mínútur. Þetta kemur fram í uppgjöri hjá CIES Football Observatory. CIES Football Observatory tók saman hjá öllum deildum heimsins hvað þær væru að gefa leikmönnum yngri en 22 ára mikið af tækifærum inn á vellinum. Fótbolti.net vakti athygli á þessu en lesa má um alla samantektina hér. Pepsi Max deildin er þar í 23. sæti á listanum en leikmenn sem voru ekki búnir að halda upp á 22 ára afmælið sitt spiluðu 18,9 prósent af mínútum í boði í Pepsi Max deild karla sumarið 2019. 18,9% yngri en 22 ára í Pepsi Max - Víkingar yngstir https://t.co/TDwZHCaqE0— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 4, 2020 Næstar á undan íslensku deildinni er deildirnar í Króatíu og Makedóníu með 19,3 prósent en sú danska og finnska eru ekki langt á undan með 19,4 prósent hvor. Næstar á eftir íslensku Pepsi Max deildinni eru deildirnar í Albaníu (18,2 prósent) og Úkraínu (18,0 prósent). Enska úrvalsdeildin er bara í 74. sæti með 8,5 prósent en sú neðsta er deildin í Tyrklandi þar sem ungir leikmenn spiluðu aðeins 3,7 prósent mínútnanna. Interesting stuff, once again, from @CIES_Football Average figure for @pepsimaxdeildin in Iceland according to the study is 18.9%. @vikingurfc leading the way with 42.9%.https://t.co/wN3ARFP0UF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 Slóvakía gaf ungum leikmönnum flest tækifæri en þeir spiluðu í 29,0 prósent leiktímans í slóvakísku deildinni. Það sem vekur samt mesta athygli er hversu langt á undan öðrum liðum bikarmeistarar Víkinga voru í fyrrasumar. Leikmenn undir 22 ára aldri spiluðu langflestar mínútur hjá Víkingi af öllum liðunum í Pepsi Max-deildinni eða 42,9 prósent mínútna í boði. Víkingur er í 33. sæti meðal allra liðanna í heiminum. Það eru meira en þrettán prósent niður í næsta íslenska lið því ungir leikmenn spiluðu 29,7 prósent mínútna í boði hjá Skagamönnum. Flestar mínútur íslenskra liða í Pepsi Max deild karla 2019: 42.9% Víkingur R. 29,7% ÍA 25,9% KA 23,0% Fylkir 22,5% ÍBV
Flestar mínútur íslenskra liða í Pepsi Max deild karla 2019: 42.9% Víkingur R. 29,7% ÍA 25,9% KA 23,0% Fylkir 22,5% ÍBV
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira