Sértæk þjálfun að ryðja sér til rúms hér á landi: „Ekki hægt að láta 17 ára og 35 ára æfa eins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 18:45 Harald Pétursson rýnir hér í hlaupa- og þoltölur leikmanna meistaraflokks karla hjá knattspyrnuliðinu Val. Þrettán íþróttafélög hér á landi láta leikmenn sína æfa í sérhönnuðum vestum sem mæla styrk og hlaupagetu leikmanna sem síðan er hægt að nálgast í tölvutæku formi. Harald Pétursson, sem er að ljúka meistaragráðu í íþróttavísindum, segir þetta lykilatriði í nútímaþjálfun. „Það hefur breyst töluvert núna á síðasta eina og hálfa árinu að nú erum við komin með þó nokkuð mörg íslensk lið. Við sjáum að þegar við erum komin á getustig atvinnumanna að þjálfunin þarf að vera miklu sértækari,“ sagði Harald í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá viðtalið við Harald í heild sinni. „Það er ekki hægt að fara með 17 ára strák og 35 ára og láta þá æfa alla eins. Það eru svo mismunandi styrkleikar og veikleikar hjá leikmönnum og með þessu getum við séð hverjir þeir eru og unnið svo í því,“ sagði Harald einnig og gefa vestin góða innsýn inn í það hversu mikið leikmenn geta lagt á sig. Gaupi spurði Harald út í það hversu meðtækilegir þjálfarar hér á landi væru fyrir nýjung sem þessari. „Þeir eru mis tæknilega þenkjandi en við erum að sjá breytingu á núna. Menn eru búnir að vera afla sér meiri þekkingar ásamt því að taka sjúkra- og styrktarþjálfara inn í þetta líka. Svo við erum að færast nær bestu liðunum.“ Þegar leikmenn semja við erlend félagslið er fyrst beðið um upplýsingar um hvernig viðkomandi hefur æft og menn vilja sjá tölur. „Það er nákvæmlega þannig. Nú eru stórliðin farin að kalla eftir að til séu gögn um leikmenn úr leikjum til að sjá alla styrkleika. Það getur oft haft úrslitaáhrif hvort leikmenn eru keyptir eða ekki.“ Vestin nýtast í nær öllum íþróttagreinum. „Við sjáum mjög mikla breytingu í handbolta. Á síðasta Evrópumóti spiluðu til að mynda öll liðin í vestum. Það skiptir miklu máli að geta séð styrk leikmanna þar og skoðað styrkleika og veikleika.“ Leikmenn fá að fylgjast með og sjá hvað þeir þurfa að bæta. „Það sem er svo gott við þetta er að það er ekki bara tilfinning þjálfarans heldur hefur hann raunveruleg gögn. Eins fá allir leikmenn upplýsingar um hvað þeir voru að gera í símann sinn, svo þeir sjá líka framvindu mála hjá sér. Þegar þú ert að vinna á undirbúningstímabili þá viltu sjá bestun og betrun í þínu formi þangað til það kemur að sjálfu tímabilinu.“ „Við sjáum út í heimi að þar eru margir íþróttavísindamenn og styrktarþjálfarar sem vinna miklu meira og nær með aðalþjálfara liðsins,“ sagði Harald að lokum en það virðist vera aukast hér á landi. Klippa: Sértækar æfingar færast í aukana Sportpakkinn Fótbolti Handbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Þrettán íþróttafélög hér á landi láta leikmenn sína æfa í sérhönnuðum vestum sem mæla styrk og hlaupagetu leikmanna sem síðan er hægt að nálgast í tölvutæku formi. Harald Pétursson, sem er að ljúka meistaragráðu í íþróttavísindum, segir þetta lykilatriði í nútímaþjálfun. „Það hefur breyst töluvert núna á síðasta eina og hálfa árinu að nú erum við komin með þó nokkuð mörg íslensk lið. Við sjáum að þegar við erum komin á getustig atvinnumanna að þjálfunin þarf að vera miklu sértækari,“ sagði Harald í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá viðtalið við Harald í heild sinni. „Það er ekki hægt að fara með 17 ára strák og 35 ára og láta þá æfa alla eins. Það eru svo mismunandi styrkleikar og veikleikar hjá leikmönnum og með þessu getum við séð hverjir þeir eru og unnið svo í því,“ sagði Harald einnig og gefa vestin góða innsýn inn í það hversu mikið leikmenn geta lagt á sig. Gaupi spurði Harald út í það hversu meðtækilegir þjálfarar hér á landi væru fyrir nýjung sem þessari. „Þeir eru mis tæknilega þenkjandi en við erum að sjá breytingu á núna. Menn eru búnir að vera afla sér meiri þekkingar ásamt því að taka sjúkra- og styrktarþjálfara inn í þetta líka. Svo við erum að færast nær bestu liðunum.“ Þegar leikmenn semja við erlend félagslið er fyrst beðið um upplýsingar um hvernig viðkomandi hefur æft og menn vilja sjá tölur. „Það er nákvæmlega þannig. Nú eru stórliðin farin að kalla eftir að til séu gögn um leikmenn úr leikjum til að sjá alla styrkleika. Það getur oft haft úrslitaáhrif hvort leikmenn eru keyptir eða ekki.“ Vestin nýtast í nær öllum íþróttagreinum. „Við sjáum mjög mikla breytingu í handbolta. Á síðasta Evrópumóti spiluðu til að mynda öll liðin í vestum. Það skiptir miklu máli að geta séð styrk leikmanna þar og skoðað styrkleika og veikleika.“ Leikmenn fá að fylgjast með og sjá hvað þeir þurfa að bæta. „Það sem er svo gott við þetta er að það er ekki bara tilfinning þjálfarans heldur hefur hann raunveruleg gögn. Eins fá allir leikmenn upplýsingar um hvað þeir voru að gera í símann sinn, svo þeir sjá líka framvindu mála hjá sér. Þegar þú ert að vinna á undirbúningstímabili þá viltu sjá bestun og betrun í þínu formi þangað til það kemur að sjálfu tímabilinu.“ „Við sjáum út í heimi að þar eru margir íþróttavísindamenn og styrktarþjálfarar sem vinna miklu meira og nær með aðalþjálfara liðsins,“ sagði Harald að lokum en það virðist vera aukast hér á landi. Klippa: Sértækar æfingar færast í aukana
Sportpakkinn Fótbolti Handbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira