Aldrei fengið leið á burstagerð þrátt fyrir rúm 60 ár í starfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. maí 2020 18:50 Burstagerð á sér margra áratuga sögu hér á Íslandi og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Elsti starfsmaðurinn hefur framleitt bursta í sextíu ár. Framleiðsla hófst þegar Hróbjartur Árnason, burstagerðarmeistari, stofnaði Burstagerðina 1. maí 1930. Hróbjartur er eini Íslendingurinn sem fékk meistarabréf í þessari iðn og var því brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. Burstagerð á Íslandi á sér langa sögu og hefur framleiðsla verið hér í 90 ár. Þvottaburstar sem notaðir eru til að mynda við að kústa bíla á bílaþvottaplani hafa verið framleiddir hér í áratugi. Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður hefur starfað í faginu í rúm 60 ár og ætlar sér að halda áfram.Vísir/Jóhann K. Enn að eftir rúm 60 ár í starfi Fyrirtækið og framleiðslan hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá fyrsta degi. Þegar best lét voru 14 manns við framleiðslu en í dag er einn eftir og hefur hann framleitt bursta í yfir 60 ár. „Ég byrjaði 1959 niður á Laugavegi. Það hefur mikið breyst síðan. Þá var handnýtt dálítið af burstum og svoleiðis,“ segir Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður. Í gegnum áratugina hefur tækninni fleytt fram en tækin sem notuð eru við burstagerðina hér á landi eru frá áttunda áratugnum. Kjartan segir að eftirspurn hafi á síðustu árum aukist. „Það jókst mikið eftirspurn eftir sér framleiddum burstum eftir hrunið,“ segir Kjartan. Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum þegar hann var 16 eða 17 ára og hefur komið að framleiðslunni síðan.Vísir/Jóhann K. Tók við rekstrinum af föður sínum á sautjánda ári Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum á sínum tíma og þannig hefur fyrirtækið erfst á milli kynslóða. „Ég tók við rekstrinum þegar ég var 16 eða 17 ára samhliða skólagöngu og búinn að vera í þessu síðan nema nú er sonurinn tekinn við,“ segir Friðrik Hróbjartsson, sonur stofnanda fyrirtækisins. Kjartan segist hvergi á förum þrátt fyrir langan starfsaldur „Ég er lítið fyrir að skipta ef mér líkar staðurinn þar sem ég er. Þetta eru búin að vera mjög góð ár,“ Hefur aldrei komið sá dagur að þér hafi fundist þetta leiðinlegt? „Nei, aldrei,“ segir Kjartan og brosir. Garðabær Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Burstagerð á sér margra áratuga sögu hér á Íslandi og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Elsti starfsmaðurinn hefur framleitt bursta í sextíu ár. Framleiðsla hófst þegar Hróbjartur Árnason, burstagerðarmeistari, stofnaði Burstagerðina 1. maí 1930. Hróbjartur er eini Íslendingurinn sem fékk meistarabréf í þessari iðn og var því brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. Burstagerð á Íslandi á sér langa sögu og hefur framleiðsla verið hér í 90 ár. Þvottaburstar sem notaðir eru til að mynda við að kústa bíla á bílaþvottaplani hafa verið framleiddir hér í áratugi. Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður hefur starfað í faginu í rúm 60 ár og ætlar sér að halda áfram.Vísir/Jóhann K. Enn að eftir rúm 60 ár í starfi Fyrirtækið og framleiðslan hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá fyrsta degi. Þegar best lét voru 14 manns við framleiðslu en í dag er einn eftir og hefur hann framleitt bursta í yfir 60 ár. „Ég byrjaði 1959 niður á Laugavegi. Það hefur mikið breyst síðan. Þá var handnýtt dálítið af burstum og svoleiðis,“ segir Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður. Í gegnum áratugina hefur tækninni fleytt fram en tækin sem notuð eru við burstagerðina hér á landi eru frá áttunda áratugnum. Kjartan segir að eftirspurn hafi á síðustu árum aukist. „Það jókst mikið eftirspurn eftir sér framleiddum burstum eftir hrunið,“ segir Kjartan. Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum þegar hann var 16 eða 17 ára og hefur komið að framleiðslunni síðan.Vísir/Jóhann K. Tók við rekstrinum af föður sínum á sautjánda ári Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum á sínum tíma og þannig hefur fyrirtækið erfst á milli kynslóða. „Ég tók við rekstrinum þegar ég var 16 eða 17 ára samhliða skólagöngu og búinn að vera í þessu síðan nema nú er sonurinn tekinn við,“ segir Friðrik Hróbjartsson, sonur stofnanda fyrirtækisins. Kjartan segist hvergi á förum þrátt fyrir langan starfsaldur „Ég er lítið fyrir að skipta ef mér líkar staðurinn þar sem ég er. Þetta eru búin að vera mjög góð ár,“ Hefur aldrei komið sá dagur að þér hafi fundist þetta leiðinlegt? „Nei, aldrei,“ segir Kjartan og brosir.
Garðabær Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira