„Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2020 12:51 Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. Baráttudagur verkalýðsins 1. maí hefur verið haldinn hátíðlegur með kröfugöngum og útifundum í nærri hundrað ár og er þetta í fyrsta skipti á þeim tíma sem það er alfarið slegið af. Baráttukveðjurnar hafa nú færst inní rafheima og á flestum heimasíðum og samfélagsmiðlum verkalýðisfélaga má sjá ávörp eða kveðjur forystufólks. Þá efna Bandalag háskólamanna, ASÍ, BSRB til sérstakrar skemmti- og baráttudagskrár sem flutt verður í Hörpu og sjónvarpað í kvöld klukkan 19:40. Í ávarpi Drífu Snædal, forseta ASÍ, segir að landsmenn standi nú frammi fyrir efnahagskreppu. Óhugnalega margir hafi misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekjum. Stéttarfélög haldi áfram í baráttu fyrir bættum kjörum en hún hafi breyst. „Nú fjallar þetta bara um að atvinnuleysisbætur og grundvallartryggingar til fólks. En hinar stóru kröfur standa eftir um jöfnuð og réttlæti og réttlátt þjóðfélag,“ segir Drífa. Drífa varar við að fólk slái af kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. „Það er alltaf hætta á því í svona ástandi þar sem fólk er orðið aðþrengt að það fari að undirbjóða hvert annað og taki verri störf og verri kjör. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við höldum í þann ramma sem við setjum okkur hér á landi og höldum í okkar kjarasamninga og kjör,“ segir Drífa. Hún svarar gagnrýni á fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir hjá Eflingu og höfnun kjarasamninga hjá hjúkrunarfræðingum á slíkum tíma með að kjarabarátta verði að fá að hafa sinn gang. Ef við ýtum öllu til hliðar vegna ástandsins hvort sem það er kjarasamningsgerð eða kjarabarátta þá vitum við ekki hvar það endar,“ segir hún. Nú blasi við miklar samfélagsbreytingar og mikilvægt sé að tryggt verði að hér verði næg atvinna og góð störf. „Þá þarf að að tryggja það í atvinnulífi landsins að það sé ekki jafn auðsært og núna,“ segir Drífa Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Baráttukveðjur 1. maí! Félagasamtök Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. Baráttudagur verkalýðsins 1. maí hefur verið haldinn hátíðlegur með kröfugöngum og útifundum í nærri hundrað ár og er þetta í fyrsta skipti á þeim tíma sem það er alfarið slegið af. Baráttukveðjurnar hafa nú færst inní rafheima og á flestum heimasíðum og samfélagsmiðlum verkalýðisfélaga má sjá ávörp eða kveðjur forystufólks. Þá efna Bandalag háskólamanna, ASÍ, BSRB til sérstakrar skemmti- og baráttudagskrár sem flutt verður í Hörpu og sjónvarpað í kvöld klukkan 19:40. Í ávarpi Drífu Snædal, forseta ASÍ, segir að landsmenn standi nú frammi fyrir efnahagskreppu. Óhugnalega margir hafi misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekjum. Stéttarfélög haldi áfram í baráttu fyrir bættum kjörum en hún hafi breyst. „Nú fjallar þetta bara um að atvinnuleysisbætur og grundvallartryggingar til fólks. En hinar stóru kröfur standa eftir um jöfnuð og réttlæti og réttlátt þjóðfélag,“ segir Drífa. Drífa varar við að fólk slái af kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. „Það er alltaf hætta á því í svona ástandi þar sem fólk er orðið aðþrengt að það fari að undirbjóða hvert annað og taki verri störf og verri kjör. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við höldum í þann ramma sem við setjum okkur hér á landi og höldum í okkar kjarasamninga og kjör,“ segir Drífa. Hún svarar gagnrýni á fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir hjá Eflingu og höfnun kjarasamninga hjá hjúkrunarfræðingum á slíkum tíma með að kjarabarátta verði að fá að hafa sinn gang. Ef við ýtum öllu til hliðar vegna ástandsins hvort sem það er kjarasamningsgerð eða kjarabarátta þá vitum við ekki hvar það endar,“ segir hún. Nú blasi við miklar samfélagsbreytingar og mikilvægt sé að tryggt verði að hér verði næg atvinna og góð störf. „Þá þarf að að tryggja það í atvinnulífi landsins að það sé ekki jafn auðsært og núna,“ segir Drífa Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Baráttukveðjur 1. maí!
Félagasamtök Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira