Leyniþjónusta Bandaríkjanna segir veiruna ekki vera manngerða Andri Eysteinsson skrifar 30. apríl 2020 23:56 Frá kínverskri rannsóknarstofu. Getty/Yin Liqin Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum leiddi í ljós að orðrómar um að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu séu ekki á rökum reistar. „Við munum halda áfram að rannsaka og greina nýjar upplýsingar um veiruna til þess að komast að því hvort veiran hafi breiðst út frá matarmarkaði eða vegna slyss á rannsóknarstofu í Wuhan,“ er haft eftir yfirmönnum leyniþjónustunnar í frétt BBC um málið. Veirunnar var fyrst getið í kínversku borginni Wuhan en þaðan hefur hún dreifst út um víða veröld og hafa nú yfir 3,2 milljónir tilfella verið skráð og yfir 230 þúsund manns hafa látist vegna veirunnar. Samsæriskenningar hafa sprottið upp um tilurð veirunnar og hafa ýmsir gefið til kynna að þeir telji veiruna manngerða og jafnvel ætlaða sem lífefnavopn. Yfirlýsing leyniþjónustunnar er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fjalla um slíkar kenningar. Þá eru einnig uppi kenningar um að veiran hafi breiðst út eftir slys á rannsóknarstofu, fram kemur í frétt BBC að sú kenning hafi ekki verið afsönnuð. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í dag að líkur séu á því að uppspretta veirunnar hafi verið veirufræðideild í Wuhan. Trump var spurður hvort hann hefði séð eitthvað sem bendi til þess að kenningin gæti verið sönn. „Já ég hef séð slíkt. Ég held líka að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ætti að skammast sín því hún lætur eins og almannatengsla fyrirtæki Kínverja,“ sagði forsetinn. Þá hefur New York Times greint frá því að hátt settir embættismenn innan Hvíta hússins hafi óskað eftir því að leyniþjónustan rannsaki kenningar þær sem snúa að rannsóknarstofu í Wuhan. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum leiddi í ljós að orðrómar um að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu séu ekki á rökum reistar. „Við munum halda áfram að rannsaka og greina nýjar upplýsingar um veiruna til þess að komast að því hvort veiran hafi breiðst út frá matarmarkaði eða vegna slyss á rannsóknarstofu í Wuhan,“ er haft eftir yfirmönnum leyniþjónustunnar í frétt BBC um málið. Veirunnar var fyrst getið í kínversku borginni Wuhan en þaðan hefur hún dreifst út um víða veröld og hafa nú yfir 3,2 milljónir tilfella verið skráð og yfir 230 þúsund manns hafa látist vegna veirunnar. Samsæriskenningar hafa sprottið upp um tilurð veirunnar og hafa ýmsir gefið til kynna að þeir telji veiruna manngerða og jafnvel ætlaða sem lífefnavopn. Yfirlýsing leyniþjónustunnar er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fjalla um slíkar kenningar. Þá eru einnig uppi kenningar um að veiran hafi breiðst út eftir slys á rannsóknarstofu, fram kemur í frétt BBC að sú kenning hafi ekki verið afsönnuð. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í dag að líkur séu á því að uppspretta veirunnar hafi verið veirufræðideild í Wuhan. Trump var spurður hvort hann hefði séð eitthvað sem bendi til þess að kenningin gæti verið sönn. „Já ég hef séð slíkt. Ég held líka að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ætti að skammast sín því hún lætur eins og almannatengsla fyrirtæki Kínverja,“ sagði forsetinn. Þá hefur New York Times greint frá því að hátt settir embættismenn innan Hvíta hússins hafi óskað eftir því að leyniþjónustan rannsaki kenningar þær sem snúa að rannsóknarstofu í Wuhan.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira