Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2020 23:30 Vinnumálastofnun hafa aldrei áður borist svo margar tilkynningar um hópuppsagnir og í dag og í gær. Vísir/Hanna Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. Yfir 90% þessara hópuppsagna ná til starfsfólks fyrirtækja í ferðaþjónustu. Um hádegið í gær höfðu 265 misst vinnuna í átta hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar. Síðdegis í gær voru þær orðnar fimmtán og náðu til hátt í átta hundruð starfsmanna. Aldrei höfðu hópuppsagnir verið jafn margar á einum degi. Í hádeginu í dag voru hópuppsagnir orðnar 32 og náðu til 3.500 einstaklinga, þar af ríflega tvö þúsund frá Icelandair. Enn hefur þeim fjölgað síðan þá. „Það hafa 51 fyrirtæki hafa tilkynnt hópuppsagnir og það eru 4200 rúmlega einstaklingar sem þá hafa misst vinnuna,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Þetta er nánast allt í ferðaþjónustu, langt yfir 90%,“ segir Unnur. Íslandshótel segja upp 246 Íslandshótel eru meðal þeirra fyrirtækja sem gripið hafa til hópuppsagna. „Við erum í alveg sömu sporum og aðrir í þessu, við höfum þurft að loka 10 hótelum af 17 þannig að við þurftum því miður að ganga í uppsagnir núna um mánaðamótin bara út af þessum lokunum og þessu tekjuhruni,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Arnar Halldórsson Langflest önnur fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu hafa einnig gripið til sambærilegra aðgerða. „Þetta voru 246 sem að við sögðum upp núna af tæplega 600 manns sem eru í vinnu hjá okkur. Við erum ennþá að halda í rúmlega 300 manns,“ segir Davíð. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafi kynnt fyrr í vikunni hafi skipt sköpum. „Það hefði verið mjög erfitt að moka sig út úr þessum uppsagnagreiðslum án þess að fá þessa ríkisaðstoð.“ Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. Yfir 90% þessara hópuppsagna ná til starfsfólks fyrirtækja í ferðaþjónustu. Um hádegið í gær höfðu 265 misst vinnuna í átta hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar. Síðdegis í gær voru þær orðnar fimmtán og náðu til hátt í átta hundruð starfsmanna. Aldrei höfðu hópuppsagnir verið jafn margar á einum degi. Í hádeginu í dag voru hópuppsagnir orðnar 32 og náðu til 3.500 einstaklinga, þar af ríflega tvö þúsund frá Icelandair. Enn hefur þeim fjölgað síðan þá. „Það hafa 51 fyrirtæki hafa tilkynnt hópuppsagnir og það eru 4200 rúmlega einstaklingar sem þá hafa misst vinnuna,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Þetta er nánast allt í ferðaþjónustu, langt yfir 90%,“ segir Unnur. Íslandshótel segja upp 246 Íslandshótel eru meðal þeirra fyrirtækja sem gripið hafa til hópuppsagna. „Við erum í alveg sömu sporum og aðrir í þessu, við höfum þurft að loka 10 hótelum af 17 þannig að við þurftum því miður að ganga í uppsagnir núna um mánaðamótin bara út af þessum lokunum og þessu tekjuhruni,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Arnar Halldórsson Langflest önnur fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu hafa einnig gripið til sambærilegra aðgerða. „Þetta voru 246 sem að við sögðum upp núna af tæplega 600 manns sem eru í vinnu hjá okkur. Við erum ennþá að halda í rúmlega 300 manns,“ segir Davíð. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafi kynnt fyrr í vikunni hafi skipt sköpum. „Það hefði verið mjög erfitt að moka sig út úr þessum uppsagnagreiðslum án þess að fá þessa ríkisaðstoð.“
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda