Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 14:15 Frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum. Vísir/Friðrik Þór Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. Ágreiningsefni málsins varðaði einkum efnistök tölvuskeytis sem Friðrik sendi umboðsfyrirtækinu í september 2018, þar sem hann sagðist myndu selja tvær fasteignir til að gera persónulega upp skuldina við hljómsveitina. Töldu sig ekki þurfa að borga meira K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, höfðaði málið á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf., sem hélt hátíðina þegar Slayer spilaði sumarið 2018, sem og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Katrín Ólafsson systir hans hefur einnig verið í forsvari fyrir félagið. Dómurinn dregur ekki í efa að strax 9. febrúar 2018 hafi verið samið um að Solstice myndi greiða Slayer samtals 250 þúsund Bandaríkjadali fyrir að koma fram á hátíðinni. Umrædd upphæð hafi verið samþykkt í tölvupósti frá Katrínu til umboðsskrifstofunnar þann dag. Málsaðila greinir á um þetta en í dómi segir að Solstice hafi samanlagt greitt hljómsveitinni 160 þúsund dali, rúmar 23 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Solstice hafi litið svo á að með því að greiða umrædda fjárhæð og sjá um sviðsetningu hefði umsamin þóknun að fullu verið greidd. Umboðsfyrirtækið taldi hljómsveitina hins vegar hafa verið hlunnfarna um rúma 173 þúsund dali, eða rúmar 25 milljónir króna á núverandi gengi. Þar af voru rúmir 73 þúsund dalir í ógreiddan flugkostnað, sem Solstice þrætti fyrir og sagði augljóst að væri ekki eðlilegur. Að endingu leit umboðsfyrirtækið svo á að rúmir 133 þúsund dalir stæðu eftir ógreiddir. „when that is done I will pay slayer personally for solstice“ Friðrik ritaði umboðsfyrirtækinu tölvupóst 13. september 2018 þar sem hann sagðist hafa, til að leysa málið, sett á sölu tvær fasteignir sem hann ætti. Hann gerði ráð fyrir að önnur seldist fyrir lok mánaðar og þá myndi hann persónulega greiða Slayer fyrir að hafa komið fram á Solstice-hátíðinni. „when that is done I will pay slayer personally for solstice,“ hefur dómurinn upp úr umræddu tölvuskeyti Friðriks, sem á íslensku útleggst sem: „Þegar það er frágengið mun ég persónulega greiða Slayer fyrir Solstice“. Kerry King, meðlimur Slayer, leikur á tónleikum í New York í fyrra.Vísir/getty Höfuðágreningur málsins snýr að því hvernig beri að túlka efni þessa skeytis. Greiðslan sem nefnd var í skeytinu barst aldrei umboðsfyrirtækinu en samkvæmt framlögðum gögnum seldi Friðrik aðra af umræddum eignum í desember 2018. Friðrik hélt því fram að hann hefði ekki gefið skuldbindandi loforð í umræddum tölvupósti og hefði því ekki stofnast ábyrgð á greiðslu skuldarinnar. Dómurinn féllst hins vegar ekki á það og taldi að tölvupósturinn sýndi fram á að Friðrik teldi kröfu umboðsfyrirtækisins réttmæta. Þannig féllst dómurinn ekki á að tilefni væri til að beita svokallaðri andskýringarreglu og skýra efni tölvuskeytisins umboðsfyrirtækinu í óhag. Þá taldi dómurinn heldur engan vafa leika á því að Solstice Productions hefði samþykkt í febrúar 2018 að greiða Slayer 250 þúsund dali alls fyrir að koma fram á Secret Solstice. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Friðrik skuli greiða K2 Agency Limited umrædda kröfu, 133.273,45 Bandaríkjadali, eða rétt tæpar 20 milljónir króna, auk 2,3 milljóna króna í málskostnað. Dóminn í heild má nálgast hér. Secret Solstice Tónlist Dómsmál Tengdar fréttir Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. Ágreiningsefni málsins varðaði einkum efnistök tölvuskeytis sem Friðrik sendi umboðsfyrirtækinu í september 2018, þar sem hann sagðist myndu selja tvær fasteignir til að gera persónulega upp skuldina við hljómsveitina. Töldu sig ekki þurfa að borga meira K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, höfðaði málið á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf., sem hélt hátíðina þegar Slayer spilaði sumarið 2018, sem og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Katrín Ólafsson systir hans hefur einnig verið í forsvari fyrir félagið. Dómurinn dregur ekki í efa að strax 9. febrúar 2018 hafi verið samið um að Solstice myndi greiða Slayer samtals 250 þúsund Bandaríkjadali fyrir að koma fram á hátíðinni. Umrædd upphæð hafi verið samþykkt í tölvupósti frá Katrínu til umboðsskrifstofunnar þann dag. Málsaðila greinir á um þetta en í dómi segir að Solstice hafi samanlagt greitt hljómsveitinni 160 þúsund dali, rúmar 23 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Solstice hafi litið svo á að með því að greiða umrædda fjárhæð og sjá um sviðsetningu hefði umsamin þóknun að fullu verið greidd. Umboðsfyrirtækið taldi hljómsveitina hins vegar hafa verið hlunnfarna um rúma 173 þúsund dali, eða rúmar 25 milljónir króna á núverandi gengi. Þar af voru rúmir 73 þúsund dalir í ógreiddan flugkostnað, sem Solstice þrætti fyrir og sagði augljóst að væri ekki eðlilegur. Að endingu leit umboðsfyrirtækið svo á að rúmir 133 þúsund dalir stæðu eftir ógreiddir. „when that is done I will pay slayer personally for solstice“ Friðrik ritaði umboðsfyrirtækinu tölvupóst 13. september 2018 þar sem hann sagðist hafa, til að leysa málið, sett á sölu tvær fasteignir sem hann ætti. Hann gerði ráð fyrir að önnur seldist fyrir lok mánaðar og þá myndi hann persónulega greiða Slayer fyrir að hafa komið fram á Solstice-hátíðinni. „when that is done I will pay slayer personally for solstice,“ hefur dómurinn upp úr umræddu tölvuskeyti Friðriks, sem á íslensku útleggst sem: „Þegar það er frágengið mun ég persónulega greiða Slayer fyrir Solstice“. Kerry King, meðlimur Slayer, leikur á tónleikum í New York í fyrra.Vísir/getty Höfuðágreningur málsins snýr að því hvernig beri að túlka efni þessa skeytis. Greiðslan sem nefnd var í skeytinu barst aldrei umboðsfyrirtækinu en samkvæmt framlögðum gögnum seldi Friðrik aðra af umræddum eignum í desember 2018. Friðrik hélt því fram að hann hefði ekki gefið skuldbindandi loforð í umræddum tölvupósti og hefði því ekki stofnast ábyrgð á greiðslu skuldarinnar. Dómurinn féllst hins vegar ekki á það og taldi að tölvupósturinn sýndi fram á að Friðrik teldi kröfu umboðsfyrirtækisins réttmæta. Þannig féllst dómurinn ekki á að tilefni væri til að beita svokallaðri andskýringarreglu og skýra efni tölvuskeytisins umboðsfyrirtækinu í óhag. Þá taldi dómurinn heldur engan vafa leika á því að Solstice Productions hefði samþykkt í febrúar 2018 að greiða Slayer 250 þúsund dali alls fyrir að koma fram á Secret Solstice. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Friðrik skuli greiða K2 Agency Limited umrædda kröfu, 133.273,45 Bandaríkjadali, eða rétt tæpar 20 milljónir króna, auk 2,3 milljóna króna í málskostnað. Dóminn í heild má nálgast hér.
Secret Solstice Tónlist Dómsmál Tengdar fréttir Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00