Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2020 10:57 Úr leik í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar. vísir/bára Tekjumöguleikar íslenskra íþróttafélaga myndu aukast ef áfengis- og veðmálafyrirtæki fengju að auglýsa á íþróttaviðburðum hér á landi. Málið er þó langt því frá einfalt. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í samtali við Vísi. „Þetta myndi hjálpa og opna fleiri tekjumöguleika fyrir félögin. En á móti kemur gætu orðið breytingar á framlögunum frá Íslenskri getspá sem styður íslenskt íþróttalíf myndarlega. Þetta þyrfti ekki bara að vera plús. Annað gæti minnkað á móti.“ Birgir sér ekki að breytingar á þessu regluverki verði gerðar í nánustu framtíð. „Þetta hefur oft verið í umræðunni en ég sé þetta ekki gerast einn, tveir og bingó. En við myndum fagna því að fá fleiri fyrirtæki inn á þennan markað því þessi fyrirtæki eru mjög virk erlendis. Maður gefur sér að það myndi líka vera þannig hérna,“ sagði Birgir. Í Sportinu í dag í vikunni kom fram að tvö erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt áhuga á að kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Ekkert varð þó úr því. Birgir segir að erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt íslenskum fótbolta áhuga. „Já, ég veit til þess. Þessi fyrirtæki hafa kannað möguleikann á að koma inn í þetta en bakkað út,“ sagði Birgir. Fjölmargir Íslendingar nýta sér þjónustu erlendra veðmálafyrirtækja en enginn peningur verður eftir, eða skilar sér aftur í íslenska íþróttahagkerfið. „Það fer mest í taugarnar á manni. Þú getur farið inn á hvaða veðmálasíðu sem er, notað íslenskt kreditkort og ekkert vesen. En enginn peningur verður eftir. Manni finnst það fúlt. Það er ekkert sem situr eftir. Markaðurinn er svo sannarlega fyrir hendi hérna,“ sagði Birgir að lokum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fjárhættuspil Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Sjá meira
Tekjumöguleikar íslenskra íþróttafélaga myndu aukast ef áfengis- og veðmálafyrirtæki fengju að auglýsa á íþróttaviðburðum hér á landi. Málið er þó langt því frá einfalt. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í samtali við Vísi. „Þetta myndi hjálpa og opna fleiri tekjumöguleika fyrir félögin. En á móti kemur gætu orðið breytingar á framlögunum frá Íslenskri getspá sem styður íslenskt íþróttalíf myndarlega. Þetta þyrfti ekki bara að vera plús. Annað gæti minnkað á móti.“ Birgir sér ekki að breytingar á þessu regluverki verði gerðar í nánustu framtíð. „Þetta hefur oft verið í umræðunni en ég sé þetta ekki gerast einn, tveir og bingó. En við myndum fagna því að fá fleiri fyrirtæki inn á þennan markað því þessi fyrirtæki eru mjög virk erlendis. Maður gefur sér að það myndi líka vera þannig hérna,“ sagði Birgir. Í Sportinu í dag í vikunni kom fram að tvö erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt áhuga á að kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Ekkert varð þó úr því. Birgir segir að erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt íslenskum fótbolta áhuga. „Já, ég veit til þess. Þessi fyrirtæki hafa kannað möguleikann á að koma inn í þetta en bakkað út,“ sagði Birgir. Fjölmargir Íslendingar nýta sér þjónustu erlendra veðmálafyrirtækja en enginn peningur verður eftir, eða skilar sér aftur í íslenska íþróttahagkerfið. „Það fer mest í taugarnar á manni. Þú getur farið inn á hvaða veðmálasíðu sem er, notað íslenskt kreditkort og ekkert vesen. En enginn peningur verður eftir. Manni finnst það fúlt. Það er ekkert sem situr eftir. Markaðurinn er svo sannarlega fyrir hendi hérna,“ sagði Birgir að lokum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fjárhættuspil Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Sjá meira