Hné Hauks Heiðars skrýtnara en hnéð hjá Gumma Ben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 12:00 Haukur Heiðar Hauksson í leik með KA á móti FH í Pepsi Max deild karla í fyrra sumar. Haukur Heiðar spilaði 11 af 22 leikjum Akureyrarliðsins. Vísir/Bára Guðmundur Benediktsson ræddi við þá Hjörvar Hafliðason og Frey Alexandersson í þættinum Sportið í kvöld í gær og þar á meðal ræddu þremenningarnir um stöðuna á karlaliði KA í knattspyrnu. Hjörvar og Freyr hafa nefnilega áhyggjur af meiðslum leikmanna KA fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla. Markahæsti leikmaður liðsins í fyrra, Elfar Árni Aðalsteinsson, sleit krossband í vetur og þá er óvíst hvernig Ásgeiri Sigurgeirssyni gengur að koma til baka eftir að hafa slitið krossband árið áður. Spekingarnir ræddu líka Mikkel Qvist sem kom til liðsins á láni frá danska liðinu AC Horsens. „Ég vona að KA hafi fengið réttar upplýsingar um Mikkel Qvist því hann er ekki góður í fótbolta. Það er vandamálið hans. Hann er ekkert sérstakur að verjast og hann er varnarmaður. Hann er hins vegar tveir metrar á hæð, með rosalega innköst og sterkur í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. „Hann getur skorað og getur varist föstum leikatriðum. Ég er ekki með miklar væntingar til þess að hann breyti KA-liðinu nema í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr. Fleiri leikmenn KA hafa verið óheppnir með meiðsli eins og varnarmennirnir Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson. „Talandi um þetta heilsuleysi. Hvað fáum við marga leiki frá Hallgrími Jónassyni? Hvað fáum við marga leiki frá Hauki Heiðari Haukssyni? Haukur Heiðar er einn mesti nagli sem ég veit um því hann er að draga löpp sem er föst,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Þið sáuð hann hlaupa á síðustu leiktíð. Maður spyr sig hvernig fer hann að þessu því hann getur ekki beygt löppina,“ sagði Hjörvar og Guðmundur Benediktsson blandaði sér þá inn í umræðuna. „Ég var að þjálfa í KR þegar hann var að fara út. Hann æfði með okkur áður en hann fór út til Svíþjóðar. Ég er ennþá að velta því fyrir mér í dag hvernig hann komst í gegnum þá læknisskoðun því ég sá hann vera að hlaupa á æfingum hjá okkur. Mér fannst hnéð hans vera skrýtnara en mitt hné,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Þá er mikið sagt,“ sagði Freyr og Hjörvar skaut líka inn í: „Sem er eitt ónýtasta hné í Evrópu,“ sagði Hjörvar. Það má finna alla umfjöllun þeirra um KA-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Staðan á KA-liðinu fyrir sumarið Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Guðmundur Benediktsson ræddi við þá Hjörvar Hafliðason og Frey Alexandersson í þættinum Sportið í kvöld í gær og þar á meðal ræddu þremenningarnir um stöðuna á karlaliði KA í knattspyrnu. Hjörvar og Freyr hafa nefnilega áhyggjur af meiðslum leikmanna KA fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla. Markahæsti leikmaður liðsins í fyrra, Elfar Árni Aðalsteinsson, sleit krossband í vetur og þá er óvíst hvernig Ásgeiri Sigurgeirssyni gengur að koma til baka eftir að hafa slitið krossband árið áður. Spekingarnir ræddu líka Mikkel Qvist sem kom til liðsins á láni frá danska liðinu AC Horsens. „Ég vona að KA hafi fengið réttar upplýsingar um Mikkel Qvist því hann er ekki góður í fótbolta. Það er vandamálið hans. Hann er ekkert sérstakur að verjast og hann er varnarmaður. Hann er hins vegar tveir metrar á hæð, með rosalega innköst og sterkur í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. „Hann getur skorað og getur varist föstum leikatriðum. Ég er ekki með miklar væntingar til þess að hann breyti KA-liðinu nema í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr. Fleiri leikmenn KA hafa verið óheppnir með meiðsli eins og varnarmennirnir Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson. „Talandi um þetta heilsuleysi. Hvað fáum við marga leiki frá Hallgrími Jónassyni? Hvað fáum við marga leiki frá Hauki Heiðari Haukssyni? Haukur Heiðar er einn mesti nagli sem ég veit um því hann er að draga löpp sem er föst,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Þið sáuð hann hlaupa á síðustu leiktíð. Maður spyr sig hvernig fer hann að þessu því hann getur ekki beygt löppina,“ sagði Hjörvar og Guðmundur Benediktsson blandaði sér þá inn í umræðuna. „Ég var að þjálfa í KR þegar hann var að fara út. Hann æfði með okkur áður en hann fór út til Svíþjóðar. Ég er ennþá að velta því fyrir mér í dag hvernig hann komst í gegnum þá læknisskoðun því ég sá hann vera að hlaupa á æfingum hjá okkur. Mér fannst hnéð hans vera skrýtnara en mitt hné,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Þá er mikið sagt,“ sagði Freyr og Hjörvar skaut líka inn í: „Sem er eitt ónýtasta hné í Evrópu,“ sagði Hjörvar. Það má finna alla umfjöllun þeirra um KA-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Staðan á KA-liðinu fyrir sumarið
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira