Íþróttir eru fyrir alla Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 30. apríl 2020 08:00 Á dögunum var sýndur í sjónvarpi Símans heimildaþáttur um íþróttaferil og ævi sundmannsins Inga Þórs Jónssonar, margfalds Íslandsmethafa og ólympíufara. Þetta er einstakt viðtal í íslensku samhengi, þar sem rætt er við fyrrum afreksmann í íþróttum um reynsluna af því að vera bæði fremstur á sínu sviði og hommi í felum. Í viðtalinu við Inga Þór er farið yfir víðan völl. Eitt af því sem vakti mig sérstaklega til umhugsunar voru ummæli Inga um að þessir tveir hlutar lífs hans hefðu ekki átt saman. Honum hafi þótt algjörlega óhugsandi að vera bæði íþróttamaður og hommi. Þetta lá sannarlega í loftinu á þeim tíma, en rímar furðulega vel við veruleika minnar kynslóðar og er ég þó tæpum 30 árum yngri en Ingi. Flest hinsegin fólk á mínum aldri sem ég þekki, sem stunduðu íþróttir á unglingsárunum, hættu fyrst í íþróttum og komu svo út úr skápnum. Á þessu eru að sjálfsögðu undantekningar og hinsegin fyrirmyndir hafa lengi verið til staðar innan ákveðinna greina, til dæmis í kvennafótbolta. Þó er full ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu miklar breytingar hafi í raun orðið á æfingaumhverfi íþróttafólks á undanförnum árum. Ég held við getum sannarlega gert ráð fyrir því, í takt við þróunina í samfélaginu í heild, að það hljóti að vera auðveldara skref í dag en áður að koma út úr skápnum samhliða íþróttaástundun. En það tekur ennþá sinn toll að vera hinsegin í samfélagi þar sem kynjaðar væntingar leika jafn veigamikið hlutverk, þrátt fyrir samfélagsbreytingar. Hinsegin ungmenni búa enn við verri geðheilsu en jafnaldrar þeirra og skrefið út úr skápnum er ennþá stórt. Skrefið virðist raunar vera sérstaklega stórt innan margra íþróttagreina, a.m.k. ef horft er til fjölda íþróttafólks sem er opinberlega hinsegin. Það er áhyggjuefni að þær hinsegin fyrirmyndir í íþróttaheiminum sem þó eru til staðar, bæði hér á landi og á heimsvísu, eru afar fáar. Sérstaklega sárvantar fyrirmyndir fyrir stráka í boltaíþróttum. Hvenær mun leikmaður úr landsliði karla í fótbolta hlaupa út af vellinum eftir sigur Íslands og kyssa manninn sinn í beinni útsendingu? Hinsegin fólk er auðvitað jafn hæfileikaríkt í íþróttum og aðrir. Aftur á móti eru tækifæri hinsegin barna og ungmenna til þess að blómstra í íþróttastarfi ekki alltaf þau sömu, enda vantar gjarnan upp á rými til þess að vera öðruvísi í kynjaskiptum heimi íþróttanna enn þann dag í dag. Úr því verður að bæta. Þetta hefur þau áhrif að ákveðnir hópar barna fá ekki notið þeirra kosta og aukningar lífsgæða sem fylgja íþróttaástundun. Á sama tíma missir íþróttahreyfingin af frambærilegu íþróttafólki. Sem betur fer höfum við í Samtökunum ‘78 orðið vör við mikinn samstarfsvilja hjá íþróttahreyfingunni, en t.d. hafa ÍSÍ og KSÍ haft hinsegin fræðslu sem hluta þjálfaranámskeiða. ÍSÍ hefur einnig gefið út bækling um trans börn og íþróttir og vinnur að stefnu í málefnum trans iðkenda, sem er afskaplega mikilvægt skref. Þessi forysta um breytingar skiptir verulegu máli, en gleymum því ekki að rými fyrir einstaklinga til þess að vera þau sjálf í íþróttum skapast fyrst og fremst innan félaga, innan æfingahópa og ekki síst innan fjölskyldna. Ábyrgðin er okkar allra. Það var aldrei möguleiki fyrir Inga Þór Jónsson að vera opinberlega hommi á meðan hann var afreksmaður í sundi, þannig voru einfaldlega fordómarnir á þeim árum sem hann var upp á sitt besta. Von mín er sú að með aukinni meðvitund verði íþróttir öruggur og uppbyggjandi staður fyrir öll börn, ungmenni og fullorðna. Næsta hinsegin íþróttastjarna á hvorki að þurfa að fela hluta sjálfsmyndar sinnar fyrir umheiminum né hætta í íþróttum áður en hún getur komið út úr skápnum. Þörf er á markvissri áframhaldandi vinnu og hugarfarsbreytingu meðal allra sem koma nálægt starfi hvers íþróttafélags, því breytingar á andrúmslofti koma ekki af sjálfu sér þótt skilaboðin að ofan séu skýr. Það verður að vera hægt að vera bæði íþróttamaður og opinberlega hinsegin, í öllum greinum. Fyrr verða íþróttir ekki fyrir alla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Á dögunum var sýndur í sjónvarpi Símans heimildaþáttur um íþróttaferil og ævi sundmannsins Inga Þórs Jónssonar, margfalds Íslandsmethafa og ólympíufara. Þetta er einstakt viðtal í íslensku samhengi, þar sem rætt er við fyrrum afreksmann í íþróttum um reynsluna af því að vera bæði fremstur á sínu sviði og hommi í felum. Í viðtalinu við Inga Þór er farið yfir víðan völl. Eitt af því sem vakti mig sérstaklega til umhugsunar voru ummæli Inga um að þessir tveir hlutar lífs hans hefðu ekki átt saman. Honum hafi þótt algjörlega óhugsandi að vera bæði íþróttamaður og hommi. Þetta lá sannarlega í loftinu á þeim tíma, en rímar furðulega vel við veruleika minnar kynslóðar og er ég þó tæpum 30 árum yngri en Ingi. Flest hinsegin fólk á mínum aldri sem ég þekki, sem stunduðu íþróttir á unglingsárunum, hættu fyrst í íþróttum og komu svo út úr skápnum. Á þessu eru að sjálfsögðu undantekningar og hinsegin fyrirmyndir hafa lengi verið til staðar innan ákveðinna greina, til dæmis í kvennafótbolta. Þó er full ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu miklar breytingar hafi í raun orðið á æfingaumhverfi íþróttafólks á undanförnum árum. Ég held við getum sannarlega gert ráð fyrir því, í takt við þróunina í samfélaginu í heild, að það hljóti að vera auðveldara skref í dag en áður að koma út úr skápnum samhliða íþróttaástundun. En það tekur ennþá sinn toll að vera hinsegin í samfélagi þar sem kynjaðar væntingar leika jafn veigamikið hlutverk, þrátt fyrir samfélagsbreytingar. Hinsegin ungmenni búa enn við verri geðheilsu en jafnaldrar þeirra og skrefið út úr skápnum er ennþá stórt. Skrefið virðist raunar vera sérstaklega stórt innan margra íþróttagreina, a.m.k. ef horft er til fjölda íþróttafólks sem er opinberlega hinsegin. Það er áhyggjuefni að þær hinsegin fyrirmyndir í íþróttaheiminum sem þó eru til staðar, bæði hér á landi og á heimsvísu, eru afar fáar. Sérstaklega sárvantar fyrirmyndir fyrir stráka í boltaíþróttum. Hvenær mun leikmaður úr landsliði karla í fótbolta hlaupa út af vellinum eftir sigur Íslands og kyssa manninn sinn í beinni útsendingu? Hinsegin fólk er auðvitað jafn hæfileikaríkt í íþróttum og aðrir. Aftur á móti eru tækifæri hinsegin barna og ungmenna til þess að blómstra í íþróttastarfi ekki alltaf þau sömu, enda vantar gjarnan upp á rými til þess að vera öðruvísi í kynjaskiptum heimi íþróttanna enn þann dag í dag. Úr því verður að bæta. Þetta hefur þau áhrif að ákveðnir hópar barna fá ekki notið þeirra kosta og aukningar lífsgæða sem fylgja íþróttaástundun. Á sama tíma missir íþróttahreyfingin af frambærilegu íþróttafólki. Sem betur fer höfum við í Samtökunum ‘78 orðið vör við mikinn samstarfsvilja hjá íþróttahreyfingunni, en t.d. hafa ÍSÍ og KSÍ haft hinsegin fræðslu sem hluta þjálfaranámskeiða. ÍSÍ hefur einnig gefið út bækling um trans börn og íþróttir og vinnur að stefnu í málefnum trans iðkenda, sem er afskaplega mikilvægt skref. Þessi forysta um breytingar skiptir verulegu máli, en gleymum því ekki að rými fyrir einstaklinga til þess að vera þau sjálf í íþróttum skapast fyrst og fremst innan félaga, innan æfingahópa og ekki síst innan fjölskyldna. Ábyrgðin er okkar allra. Það var aldrei möguleiki fyrir Inga Þór Jónsson að vera opinberlega hommi á meðan hann var afreksmaður í sundi, þannig voru einfaldlega fordómarnir á þeim árum sem hann var upp á sitt besta. Von mín er sú að með aukinni meðvitund verði íþróttir öruggur og uppbyggjandi staður fyrir öll börn, ungmenni og fullorðna. Næsta hinsegin íþróttastjarna á hvorki að þurfa að fela hluta sjálfsmyndar sinnar fyrir umheiminum né hætta í íþróttum áður en hún getur komið út úr skápnum. Þörf er á markvissri áframhaldandi vinnu og hugarfarsbreytingu meðal allra sem koma nálægt starfi hvers íþróttafélags, því breytingar á andrúmslofti koma ekki af sjálfu sér þótt skilaboðin að ofan séu skýr. Það verður að vera hægt að vera bæði íþróttamaður og opinberlega hinsegin, í öllum greinum. Fyrr verða íþróttir ekki fyrir alla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun