Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 11:06 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, með grímu. Hann vill gefa öllum heimilum í Japan tvær svona grímur. AP/Yoshitaka Sugawara Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. Í dag hefur forsætisráðherrann orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að gefa öllum heimilum Japan tvær andlitsgrímur. Staðfestum smitum í Japan hefur fjölgað töluvert á undanförnum dögum. Samkvæmt frétt Reuters hafa sérfræðingar varað við því að landið sé að nálgast hættuástand og þá sérstaklega í Tókíó. Rúmlega 2.500 hafa greinst með veiruna og 71 hefur dáið. Síðasta sólarhringinn greindust 97 ný tilfelli í Tókýó en þau hafa aldrei verið fleiri. Sjálfur sagði Abe í gær að Japan héldi rétt svo velli gegn veirunni. Þrátt fyrir það hefur hann ekki viljað lýsa yfir neyðarástandi, sem gæfi yfirvöldum völd til þess að skikka fólk til að halda sig heima, loka skólum og grípa til annarra aðgerða. Þess í stað tilkynnti Abe að öllum heimilum Japan yrði gefnar tvær andlitsgrímur sem hægt væri að þvo í þvotti. Þær verða sendar út í þar næstu viku og fyrst til svæða þar sem veiran hefur greinst. Framtakið hefur verið harðlega gagnrýnt á samfélagsmiðlum í Japan og er sagt vera sóun á almannafé. Sérfræðingaráð ríkisstjórnarinnar varaði við því í gær að heilbrigðiskerfi Japan gæti hrunið ef fjölgun smita í þéttbýli verði ekki stöðvuð. Ráðið ítrekaði að fólk þyrfti að stunda félagsforðun og sagði að grípa þyrfti til aðgerða til að styðja við bakið á heilbrigðiskerfinu. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. Í dag hefur forsætisráðherrann orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að gefa öllum heimilum Japan tvær andlitsgrímur. Staðfestum smitum í Japan hefur fjölgað töluvert á undanförnum dögum. Samkvæmt frétt Reuters hafa sérfræðingar varað við því að landið sé að nálgast hættuástand og þá sérstaklega í Tókíó. Rúmlega 2.500 hafa greinst með veiruna og 71 hefur dáið. Síðasta sólarhringinn greindust 97 ný tilfelli í Tókýó en þau hafa aldrei verið fleiri. Sjálfur sagði Abe í gær að Japan héldi rétt svo velli gegn veirunni. Þrátt fyrir það hefur hann ekki viljað lýsa yfir neyðarástandi, sem gæfi yfirvöldum völd til þess að skikka fólk til að halda sig heima, loka skólum og grípa til annarra aðgerða. Þess í stað tilkynnti Abe að öllum heimilum Japan yrði gefnar tvær andlitsgrímur sem hægt væri að þvo í þvotti. Þær verða sendar út í þar næstu viku og fyrst til svæða þar sem veiran hefur greinst. Framtakið hefur verið harðlega gagnrýnt á samfélagsmiðlum í Japan og er sagt vera sóun á almannafé. Sérfræðingaráð ríkisstjórnarinnar varaði við því í gær að heilbrigðiskerfi Japan gæti hrunið ef fjölgun smita í þéttbýli verði ekki stöðvuð. Ráðið ítrekaði að fólk þyrfti að stunda félagsforðun og sagði að grípa þyrfti til aðgerða til að styðja við bakið á heilbrigðiskerfinu.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira