„Þetta gæti pirrað leikmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2020 23:00 Aron Bjarnason var frábær fyrri hluta sumars með Breiðabliki á síðasta ári. MYND/STÖÐ 2 SPORT Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. Vefmiðillinn 433.is greindi frá því í dag að Aron væri á leið á Hlíðarenda en hann lék með Breiðabliki áður en hann fór til Újpest í Ungverjalandi í fyrra. „Ef að ég væri í Val, eftir vonbrigðatímabil síðasta sumar, og jú ég þyrfti að lækka aðeins launin, þá myndi ég samt hugsa með mér að Aron Bjarnason væri að koma að hjálpa okkur. Ég væri langt því frá að vera eitthvað óánægður með þetta,“ sagði Gummi við þá Frey Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfara og Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamann. „Þetta er vandmeðfarið, en ég held að það sé rétt hjá þér að flestir leikmenn horfi á þetta svona,“ sagði Freyr. „Þetta er ágætis „argument“ að leikmenn séu að taka á sig niðurskurð og svo er fenginn leikmaður, en hvað er rétt að gera? Myndi þetta pirra mann? Nee, ábyggilega ekki,“ sagði Hjörvar. Freyr sagði viðbrögðin velta á stöðu þeirra leikmanna sem fyrir eru hjá Val: „Þetta gæti pirrað leikmenn ef að það eru einhverjir í fjárhagslegum vandræðum út af ástandinu. Við vitum náttúrulega ekkert um það. En ef að menn eru að komast í gegnum þetta þokkalega þá held ég að allir fagni því að fá góðan knattspyrnumann inn í liðið.“ Klippa: Sportið í kvöld - Aron Bjarna til Vals Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í kvöld Tengdar fréttir Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10 Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. Vefmiðillinn 433.is greindi frá því í dag að Aron væri á leið á Hlíðarenda en hann lék með Breiðabliki áður en hann fór til Újpest í Ungverjalandi í fyrra. „Ef að ég væri í Val, eftir vonbrigðatímabil síðasta sumar, og jú ég þyrfti að lækka aðeins launin, þá myndi ég samt hugsa með mér að Aron Bjarnason væri að koma að hjálpa okkur. Ég væri langt því frá að vera eitthvað óánægður með þetta,“ sagði Gummi við þá Frey Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfara og Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamann. „Þetta er vandmeðfarið, en ég held að það sé rétt hjá þér að flestir leikmenn horfi á þetta svona,“ sagði Freyr. „Þetta er ágætis „argument“ að leikmenn séu að taka á sig niðurskurð og svo er fenginn leikmaður, en hvað er rétt að gera? Myndi þetta pirra mann? Nee, ábyggilega ekki,“ sagði Hjörvar. Freyr sagði viðbrögðin velta á stöðu þeirra leikmanna sem fyrir eru hjá Val: „Þetta gæti pirrað leikmenn ef að það eru einhverjir í fjárhagslegum vandræðum út af ástandinu. Við vitum náttúrulega ekkert um það. En ef að menn eru að komast í gegnum þetta þokkalega þá held ég að allir fagni því að fá góðan knattspyrnumann inn í liðið.“ Klippa: Sportið í kvöld - Aron Bjarna til Vals Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í kvöld Tengdar fréttir Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10 Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Sjá meira
Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10
Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33