Flugmaður sem missti vinnuna hjá Icelandair: „Að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 21:00 Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað sem flugmaður hjá Icelandair í fimmtán ár. Hún er ein af þeim rúmlega 2000 starfsmönnum fyrirtækisins sem misstu vinnuna í gær. Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað hjá Icelandair síðan árið 2005. Hún er meðal þeirra 431 flugmanna sem missti stöðu sína hjá félaginu í gær en alls hafa 96% flugmanna misst vinnuna þar. Hún segir það gríðarlega erfitt að missa vinnuna, ekki hvað síst á þessum tíma árs þegar flugmenn eru vanalega að fara inn í mesta háannatímabilið í sínu starfi, sumarið. „Maður hélt að maður væri búinn með þetta tímabil á sínum starfsferli að vera að missa vinnuna. Við búumst við því að vera að missa vinnuna öðru hvoru fyrstu árin, okkur er kynnt það strax þegar við erum ráðin og þetta fyrirtæki býr náttúrulega við árstíðasveiflu, við þekkjum það. En þegar þú ert búin að vera lengur en fimm til tíu ár í starfi þá áttu að vera nokkuð öruggur þannig að þetta er óvænt. Við erum núna að sigla inn í það sem ætti að vera okkar háannatími þar sem við leggjumst öll á árarnar og vinnum mikið, við flugmenn vinnum mest á sumrin og það að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt, þetta tekur á, og þó svo við höfum vitað að þetta væri að koma þá fengum við held ég öll sting í hjartað í gær við að fá uppsagnarbréfið í hendurnar, það var mjög erfitt,“ segir Sara Hlín. Hún tekur undir að það sé nauðsynlegt að fá stuðning á tímum sem þessum og segir fyrirtækið bjóða starfsfólki stuðning. Þá sé stéttarfélag flugmanna, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, mjög sterkt og það býður upp á sálrænan stuðning nú eins og áður. Starfsfólkið sæki síðan mikinn stuðning í hvert annað. Aðspurð hvernig hljóðið sé í fólki varðandi framhaldið segir hún að það sé ekki gott. Óvissa fram undan sé svo mikil. „Við höfum getað leitað í það þegar það eru árstíðabundnar sveiflur að sækja vinnu annað en það er ekki hægt núna þar sem ástandið er slæmt í okkar geira alls staðar í heiminum. Flugið er bara eins og að æfa hlaup eða hjól, þú vilt halda þér í formi þannig að við viljum fljúga. Okkur líður best þegar við fljúgum mikið, þá erum við best í vinnunni þannig að við erum áhyggjufull,“ segir Sara en ítarlegra viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58 Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00 Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54 Mest lesið Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Innlent „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Innlent Kennarar óttist vanefndir Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Fleiri fréttir Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Vegalokanir víða og snjóflóðahætta Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Sjá meira
Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað hjá Icelandair síðan árið 2005. Hún er meðal þeirra 431 flugmanna sem missti stöðu sína hjá félaginu í gær en alls hafa 96% flugmanna misst vinnuna þar. Hún segir það gríðarlega erfitt að missa vinnuna, ekki hvað síst á þessum tíma árs þegar flugmenn eru vanalega að fara inn í mesta háannatímabilið í sínu starfi, sumarið. „Maður hélt að maður væri búinn með þetta tímabil á sínum starfsferli að vera að missa vinnuna. Við búumst við því að vera að missa vinnuna öðru hvoru fyrstu árin, okkur er kynnt það strax þegar við erum ráðin og þetta fyrirtæki býr náttúrulega við árstíðasveiflu, við þekkjum það. En þegar þú ert búin að vera lengur en fimm til tíu ár í starfi þá áttu að vera nokkuð öruggur þannig að þetta er óvænt. Við erum núna að sigla inn í það sem ætti að vera okkar háannatími þar sem við leggjumst öll á árarnar og vinnum mikið, við flugmenn vinnum mest á sumrin og það að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt, þetta tekur á, og þó svo við höfum vitað að þetta væri að koma þá fengum við held ég öll sting í hjartað í gær við að fá uppsagnarbréfið í hendurnar, það var mjög erfitt,“ segir Sara Hlín. Hún tekur undir að það sé nauðsynlegt að fá stuðning á tímum sem þessum og segir fyrirtækið bjóða starfsfólki stuðning. Þá sé stéttarfélag flugmanna, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, mjög sterkt og það býður upp á sálrænan stuðning nú eins og áður. Starfsfólkið sæki síðan mikinn stuðning í hvert annað. Aðspurð hvernig hljóðið sé í fólki varðandi framhaldið segir hún að það sé ekki gott. Óvissa fram undan sé svo mikil. „Við höfum getað leitað í það þegar það eru árstíðabundnar sveiflur að sækja vinnu annað en það er ekki hægt núna þar sem ástandið er slæmt í okkar geira alls staðar í heiminum. Flugið er bara eins og að æfa hlaup eða hjól, þú vilt halda þér í formi þannig að við viljum fljúga. Okkur líður best þegar við fljúgum mikið, þá erum við best í vinnunni þannig að við erum áhyggjufull,“ segir Sara en ítarlegra viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58 Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00 Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54 Mest lesið Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Innlent „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Innlent Kennarar óttist vanefndir Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Fleiri fréttir Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Vegalokanir víða og snjóflóðahætta Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Sjá meira
Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58
Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00
Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54