Bandaríska hagkerfið dróst saman um 4,8% Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2020 16:27 Verslunareigandi í New Jersey hugar að búð sinni sem er lokuð vegna faraldursins. Líkt og annars staðar er efnahagslíf Bandaríkjanna í lamasessi. AP/Matt Rourke Samdráttur upp á 4,8% í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi er sá mesti sem mælst hefur þar fjármálakreppunni fyrir rúmum áratug. Engu að síður telja hagfræðingar það aðeins lognið á undan storminum þar sem samdrátturinn gæti náð allt að 30% á næsta fjórðungi. Útgjöld Bandaríkjamanna drógust saman um 7,6% og fjárfestingar fyrirtækja um 8,6% samkvæmt nýjum hagtölum við viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem samdráttur verður í Bandaríkjunum frá árinu 2014. Hagtölurnar gefa fyrstu vísbendingarnar um áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins og aðgerða til að hefta útbreiðslu hans á hagkerfið en búist er við því að enn verra sé í vændum. Takmarkanir vegna faraldursins tóku enda ekki gildi víðast hvar fyrr en í mars. Greinendur telja þannig 30% samdrátt eða meiri líklegan á næsta ársfjórðungi, að sögn Washington Post. Slíkur samdráttur hefur ekki sést frá því í kreppunni miklu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. „Þetta eru verstu hörmungarnar í fleiri kynslóðir. Það gæti tekið okkur tíu ár að komast aftur þangað sem við byrjuðum. Það er ekki útilokað á þessari stundu,“ segir Kenneth Rogoff, prófessor við Harvard-háskóla og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bandarísk stjórnvöld hafa brugðist við samdrættinum með meira en tveggja biljóna dollara neyðarpakka sem er ætlað að styrkja fyrirtæki og almenning og halda hagkerfinu gangandi. Engu að síður hafa um 26 milljónir landsmanna misst vinnuna og sótt um atvinnuleysisbætur. Fjöldi fyrirtækja rambar á barmi gjaldþrots. Sum ríki Bandaríkjanna eru þegar byrjuð að grípa til að gerða til að slaka á sóttvarnaaðgerðum og fleiri vinna að áætlunum um það. Varað hefur verið við því að faraldurinn gæti blossað upp aftur verði farið of geyst af stað. Ríkisstjórar hafa kvartað undan því að geta til að skima fyrir veirunni og rekja smit sé ekki nægileg til þess að slaka á aðgerðum ennþá. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Samdráttur upp á 4,8% í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi er sá mesti sem mælst hefur þar fjármálakreppunni fyrir rúmum áratug. Engu að síður telja hagfræðingar það aðeins lognið á undan storminum þar sem samdrátturinn gæti náð allt að 30% á næsta fjórðungi. Útgjöld Bandaríkjamanna drógust saman um 7,6% og fjárfestingar fyrirtækja um 8,6% samkvæmt nýjum hagtölum við viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem samdráttur verður í Bandaríkjunum frá árinu 2014. Hagtölurnar gefa fyrstu vísbendingarnar um áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins og aðgerða til að hefta útbreiðslu hans á hagkerfið en búist er við því að enn verra sé í vændum. Takmarkanir vegna faraldursins tóku enda ekki gildi víðast hvar fyrr en í mars. Greinendur telja þannig 30% samdrátt eða meiri líklegan á næsta ársfjórðungi, að sögn Washington Post. Slíkur samdráttur hefur ekki sést frá því í kreppunni miklu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. „Þetta eru verstu hörmungarnar í fleiri kynslóðir. Það gæti tekið okkur tíu ár að komast aftur þangað sem við byrjuðum. Það er ekki útilokað á þessari stundu,“ segir Kenneth Rogoff, prófessor við Harvard-háskóla og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bandarísk stjórnvöld hafa brugðist við samdrættinum með meira en tveggja biljóna dollara neyðarpakka sem er ætlað að styrkja fyrirtæki og almenning og halda hagkerfinu gangandi. Engu að síður hafa um 26 milljónir landsmanna misst vinnuna og sótt um atvinnuleysisbætur. Fjöldi fyrirtækja rambar á barmi gjaldþrots. Sum ríki Bandaríkjanna eru þegar byrjuð að grípa til að gerða til að slaka á sóttvarnaaðgerðum og fleiri vinna að áætlunum um það. Varað hefur verið við því að faraldurinn gæti blossað upp aftur verði farið of geyst af stað. Ríkisstjórar hafa kvartað undan því að geta til að skima fyrir veirunni og rekja smit sé ekki nægileg til þess að slaka á aðgerðum ennþá.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55
Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12