Tölurnar mögnuðu frá landsliðsferli Guðjóns Vals sem spannaði 21 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 14:30 Guðjón Valur Sigurðsson hlustar á þjóðsönginn fyrir leik á móti Þýskalandi í janúar. Hann hefur alls spilað 28 landsleiki á móti Þýskalandi og þar spilaði hann líka lengst með félagsliði. Getty/Simon Hofmann Guðjón Valur Sigurðsson hefur leikið sinn síðasta handboltaleik á ferlinum og um leið síðasta leik sinn fyrir íslenska landsliðið. Hann leggur landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa skorað 1879 mörk í 365 leikjum. Enginn handboltamaður í sögu handboltans í heiminum hefur skorað oftar fyrir landslið sitt en einmitt Guðjón Valur en hann bætti markmet Ungverjans Péter Kovács í janúar 2018. Kovács skoraði á sínum tíma 1798 fyrir Ungverja en Guðjón Valur endar sinn feril 81 marki á undan gamla methafanum. Áður hafði Guðjón Valur Sigurðsson slegið markamet Ólafs Stefánssonar með íslenska landsliðinu. Ólafur skoraði á sínum tíma 1579 mörk fyrir íslenska landsliðið en Guðjón Vakur endar landsliðsferilinn nákvæmlega 300 mörkum á undan honum. Hér fyrir neðan má sjá ýmsar tölfræðistaðreyndir frá þessum magnaða landsliðsferli Guðjóns Vals. Guðjón Valur hefur skorað 341 mark í 53 landsleikjum í Laugardalshöllinni.vísir/ernir 22 Guðjón Valur tók þátt í 22 stórmótum með íslenska landsliðinu en það fyrsta var EM í Króatíu 2000 og það síðasta EM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki fyrr á þessu ári. Guðjón Valur var með á ellefu Evrópumótum, átta heimsmeistaramótum og þremur Ólympíuleikum. 701 Guðjón Valur skoraði alls 701 mark í 138 leikjum á stórmótum með íslenska landsliðinu eða 5,1 mark í leik. Hann skoraði 194 mörkum fleira en næstmarkahæsti Íslendingurinn á stórmótum sem var Ólafur Stefánsson (507 mörk í 107 leikjum). 8 Guðjón Valur hefur skorað yfir hundrað mörk á átta landsliðsárum, náði því fyrst árið 2003 (138 mörk) og síðasti árið 2013 (105 mörk). 199 Guðjón Valur hefur mest skorað 199 mörk á einu landsliðsári en því náði hann í 35 leikjum á árinu 2008. Guðjón skoraði 5,68 mörk í leik á þessu ár þar sem Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking. Guðjón Valur hefur spilað á þremur Ólympíuleikum.Nordicphotos/AFP 8,08 Hæsta meðalskora Guðjóns Vals á einu ári var árið 2013 þegar hann skoraði 105 mörk í aðeins þrettán landsleikjum eða 8,08 að meðaltali í leik. 341 Guðjón Valur skoraði langflest marka sinna í Laugardalshöllinni en þau urðu alls 341 í 53 leikjum eða 6,43 að meðaltali í leik. Næst kom Kaplakriki þar sem Guðjón skoraði 68 mörk. 28 Guðjón Valur lék flesta landsleiki á móti Þjóðverjum eða 28 talsins en hann spilaði 26 leiki á móti Noregi og 25 leiki á móti bæði Danmörku og Frakklandi. 140 Guðjón Valur skoraði flest mörk með íslenska landsliðinu á móti Póllandi eða alls 140 í 23 leikjum sem eru 6,09 mörk í leik. Guðjón Valur skoraði einnig yfir hundrað landsliðsmörk í leikjum á móti Noregi (125), Danmörku (114), Þýskalandi (111) og Slóveníu (108). 101 Guðjón Valur spilaði landsleiki þegar hann var leikmaður átta mismundandi félagsliða. Hann byrjaði sem leikmaður KA (34 leikir) og endaði sem leikmaður Paris Saint Germain í Frakklandi (8). Flesta leiki spilaði hann þó sem leikmaður þýsku liðanna Essen (101 leikur), Gummersbach (76 leikir) og Rhein-Neckar Löwen (70 leikir). Guðjón Valur Sigurðsson í landsleik. Hér hefur eitthvað ekki gengið upp.vísir/epa 184 Guðjón Valur lék flesta leiki (184) og skoraði flest mörk (911) þegar Guðmundur Guðmundsson var landsliðsþjálfari. Hann skoraði 345 mörk í 51 leik þegar Aron Kristjánsson þjálfaði landsliðið en spilaði einnig landsleiki fyrir Alfreð Gíslason (39), Viggó Sigurðsson (38), Þorbjörn Jensson (29) og Geir Sveinsson (24). 15 og 17 Guðjón Valur skoraði mest sautján mörk í einum landsleik en það var á móti Katar á Umbro æfingamótinu í Kristiansund í Noregi 13. janúar 2006. Guðjón Valur skoraði mest 15 mörk í leik á stórmóti en það gerði hann á móti Ástralíu í Magdeburg á HM 2007 Þýskalandi. Markaskor Guðjóns Vals eftir leikjum: 3 landsleikir með fjórtán mörk eða meira 11 landsleikir með tólf mörk eða meira 31 landsleikur með tíu mörk eða meira 83 landsleikir með átta mörk eða meira 208 landsleikir með fimm mörk eða meira 286 landsleikir með þrjú mörk eða meira Landsleikir Guðjóns Vals eftir keppnum: Evrópumeistaramót 61 leikur/288 mörk (4,72 mörk í leik) Heimsmeistaramót 57/294 (5,16) Ólympíuleikar 20/119 (5,95) Undankeppni HM 13/63 (4,85) Undankeppni EM 40/271 (6,78) Heimsbikarinn 7/21 (3,00) Forkeppni ÓL 6/44 (7,33) Vináttuleikir 105/499 (4,75) Vináttumót 56/280 (5,00) Árin hjá Guðjóni Val Sigurðssyni í landsliðinu: 1999 5 leikir/12 mörk (2,40 mörk í leik) 2000 12/19 (1,58) 2001 23/73 (3,17) 2002 24/69 (2,88) 2003 25/138 (5,52) 2004 29/142 (4,89) 2005 23/126 (5,48) 2006 17/109 (6,41) 2007 22/134 (6,09) 2008 35/199 (5,69) 2009 5/37 (7,40) 2010 13/63 (4,85) 2011 15/83 (5,53) 2012 28/196 (7,00) 2013 13/105 (8,08) 2014 14/93 (6,64) 2015 16/93 (5,81) 2016 7/30 (4,29) 2017 15/66 (4,40) 2018 9/47 (5,22) 2019 7/23 (3,29) 2020 8/22 (2,75) Handbolti Tengdar fréttir Einn af þeim stóru og man ekki eftir handbolta án Guðjóns Vals Margir hafa tjáð sig um feril Guðjóns Vals Sigurðssonar á samfélagsmiðlum. 29. apríl 2020 13:00 „Guðjón Valur afsannar þá kenningu að allt sem fer upp komi aftur niður“ Logi Geirsson segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. 29. apríl 2020 11:56 Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Mest lesið Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson hefur leikið sinn síðasta handboltaleik á ferlinum og um leið síðasta leik sinn fyrir íslenska landsliðið. Hann leggur landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa skorað 1879 mörk í 365 leikjum. Enginn handboltamaður í sögu handboltans í heiminum hefur skorað oftar fyrir landslið sitt en einmitt Guðjón Valur en hann bætti markmet Ungverjans Péter Kovács í janúar 2018. Kovács skoraði á sínum tíma 1798 fyrir Ungverja en Guðjón Valur endar sinn feril 81 marki á undan gamla methafanum. Áður hafði Guðjón Valur Sigurðsson slegið markamet Ólafs Stefánssonar með íslenska landsliðinu. Ólafur skoraði á sínum tíma 1579 mörk fyrir íslenska landsliðið en Guðjón Vakur endar landsliðsferilinn nákvæmlega 300 mörkum á undan honum. Hér fyrir neðan má sjá ýmsar tölfræðistaðreyndir frá þessum magnaða landsliðsferli Guðjóns Vals. Guðjón Valur hefur skorað 341 mark í 53 landsleikjum í Laugardalshöllinni.vísir/ernir 22 Guðjón Valur tók þátt í 22 stórmótum með íslenska landsliðinu en það fyrsta var EM í Króatíu 2000 og það síðasta EM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki fyrr á þessu ári. Guðjón Valur var með á ellefu Evrópumótum, átta heimsmeistaramótum og þremur Ólympíuleikum. 701 Guðjón Valur skoraði alls 701 mark í 138 leikjum á stórmótum með íslenska landsliðinu eða 5,1 mark í leik. Hann skoraði 194 mörkum fleira en næstmarkahæsti Íslendingurinn á stórmótum sem var Ólafur Stefánsson (507 mörk í 107 leikjum). 8 Guðjón Valur hefur skorað yfir hundrað mörk á átta landsliðsárum, náði því fyrst árið 2003 (138 mörk) og síðasti árið 2013 (105 mörk). 199 Guðjón Valur hefur mest skorað 199 mörk á einu landsliðsári en því náði hann í 35 leikjum á árinu 2008. Guðjón skoraði 5,68 mörk í leik á þessu ár þar sem Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking. Guðjón Valur hefur spilað á þremur Ólympíuleikum.Nordicphotos/AFP 8,08 Hæsta meðalskora Guðjóns Vals á einu ári var árið 2013 þegar hann skoraði 105 mörk í aðeins þrettán landsleikjum eða 8,08 að meðaltali í leik. 341 Guðjón Valur skoraði langflest marka sinna í Laugardalshöllinni en þau urðu alls 341 í 53 leikjum eða 6,43 að meðaltali í leik. Næst kom Kaplakriki þar sem Guðjón skoraði 68 mörk. 28 Guðjón Valur lék flesta landsleiki á móti Þjóðverjum eða 28 talsins en hann spilaði 26 leiki á móti Noregi og 25 leiki á móti bæði Danmörku og Frakklandi. 140 Guðjón Valur skoraði flest mörk með íslenska landsliðinu á móti Póllandi eða alls 140 í 23 leikjum sem eru 6,09 mörk í leik. Guðjón Valur skoraði einnig yfir hundrað landsliðsmörk í leikjum á móti Noregi (125), Danmörku (114), Þýskalandi (111) og Slóveníu (108). 101 Guðjón Valur spilaði landsleiki þegar hann var leikmaður átta mismundandi félagsliða. Hann byrjaði sem leikmaður KA (34 leikir) og endaði sem leikmaður Paris Saint Germain í Frakklandi (8). Flesta leiki spilaði hann þó sem leikmaður þýsku liðanna Essen (101 leikur), Gummersbach (76 leikir) og Rhein-Neckar Löwen (70 leikir). Guðjón Valur Sigurðsson í landsleik. Hér hefur eitthvað ekki gengið upp.vísir/epa 184 Guðjón Valur lék flesta leiki (184) og skoraði flest mörk (911) þegar Guðmundur Guðmundsson var landsliðsþjálfari. Hann skoraði 345 mörk í 51 leik þegar Aron Kristjánsson þjálfaði landsliðið en spilaði einnig landsleiki fyrir Alfreð Gíslason (39), Viggó Sigurðsson (38), Þorbjörn Jensson (29) og Geir Sveinsson (24). 15 og 17 Guðjón Valur skoraði mest sautján mörk í einum landsleik en það var á móti Katar á Umbro æfingamótinu í Kristiansund í Noregi 13. janúar 2006. Guðjón Valur skoraði mest 15 mörk í leik á stórmóti en það gerði hann á móti Ástralíu í Magdeburg á HM 2007 Þýskalandi. Markaskor Guðjóns Vals eftir leikjum: 3 landsleikir með fjórtán mörk eða meira 11 landsleikir með tólf mörk eða meira 31 landsleikur með tíu mörk eða meira 83 landsleikir með átta mörk eða meira 208 landsleikir með fimm mörk eða meira 286 landsleikir með þrjú mörk eða meira Landsleikir Guðjóns Vals eftir keppnum: Evrópumeistaramót 61 leikur/288 mörk (4,72 mörk í leik) Heimsmeistaramót 57/294 (5,16) Ólympíuleikar 20/119 (5,95) Undankeppni HM 13/63 (4,85) Undankeppni EM 40/271 (6,78) Heimsbikarinn 7/21 (3,00) Forkeppni ÓL 6/44 (7,33) Vináttuleikir 105/499 (4,75) Vináttumót 56/280 (5,00) Árin hjá Guðjóni Val Sigurðssyni í landsliðinu: 1999 5 leikir/12 mörk (2,40 mörk í leik) 2000 12/19 (1,58) 2001 23/73 (3,17) 2002 24/69 (2,88) 2003 25/138 (5,52) 2004 29/142 (4,89) 2005 23/126 (5,48) 2006 17/109 (6,41) 2007 22/134 (6,09) 2008 35/199 (5,69) 2009 5/37 (7,40) 2010 13/63 (4,85) 2011 15/83 (5,53) 2012 28/196 (7,00) 2013 13/105 (8,08) 2014 14/93 (6,64) 2015 16/93 (5,81) 2016 7/30 (4,29) 2017 15/66 (4,40) 2018 9/47 (5,22) 2019 7/23 (3,29) 2020 8/22 (2,75)
Markaskor Guðjóns Vals eftir leikjum: 3 landsleikir með fjórtán mörk eða meira 11 landsleikir með tólf mörk eða meira 31 landsleikur með tíu mörk eða meira 83 landsleikir með átta mörk eða meira 208 landsleikir með fimm mörk eða meira 286 landsleikir með þrjú mörk eða meira Landsleikir Guðjóns Vals eftir keppnum: Evrópumeistaramót 61 leikur/288 mörk (4,72 mörk í leik) Heimsmeistaramót 57/294 (5,16) Ólympíuleikar 20/119 (5,95) Undankeppni HM 13/63 (4,85) Undankeppni EM 40/271 (6,78) Heimsbikarinn 7/21 (3,00) Forkeppni ÓL 6/44 (7,33) Vináttuleikir 105/499 (4,75) Vináttumót 56/280 (5,00)
Árin hjá Guðjóni Val Sigurðssyni í landsliðinu: 1999 5 leikir/12 mörk (2,40 mörk í leik) 2000 12/19 (1,58) 2001 23/73 (3,17) 2002 24/69 (2,88) 2003 25/138 (5,52) 2004 29/142 (4,89) 2005 23/126 (5,48) 2006 17/109 (6,41) 2007 22/134 (6,09) 2008 35/199 (5,69) 2009 5/37 (7,40) 2010 13/63 (4,85) 2011 15/83 (5,53) 2012 28/196 (7,00) 2013 13/105 (8,08) 2014 14/93 (6,64) 2015 16/93 (5,81) 2016 7/30 (4,29) 2017 15/66 (4,40) 2018 9/47 (5,22) 2019 7/23 (3,29) 2020 8/22 (2,75)
Handbolti Tengdar fréttir Einn af þeim stóru og man ekki eftir handbolta án Guðjóns Vals Margir hafa tjáð sig um feril Guðjóns Vals Sigurðssonar á samfélagsmiðlum. 29. apríl 2020 13:00 „Guðjón Valur afsannar þá kenningu að allt sem fer upp komi aftur niður“ Logi Geirsson segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. 29. apríl 2020 11:56 Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Mest lesið Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Einn af þeim stóru og man ekki eftir handbolta án Guðjóns Vals Margir hafa tjáð sig um feril Guðjóns Vals Sigurðssonar á samfélagsmiðlum. 29. apríl 2020 13:00
„Guðjón Valur afsannar þá kenningu að allt sem fer upp komi aftur niður“ Logi Geirsson segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. 29. apríl 2020 11:56
Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti