Sorgir sameignar Svanur Guðmundsson skrifar 29. apríl 2020 12:00 Það var ekki einungis að við Íslendingar veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Það er áhugavert hvað sameignir geta valdið miklum deilum og vandamálum, hvort heldur þær eru í húsfélagi eða synda í hafinu umhverfis landið. Það sem okkur hér á landi skiptir mestu er umgengnin um auðlindir hafsins og hvernig þeim er ráðstafað. Um það höfum við sett lög, “Lög um stjórn fiskveiða”, og hafa þau frá fyrsta degi valdið miklum deilum. Fáir innan sjávarútvegsins vildu þessi lög á sínum tíma en menn voru sammála um að eitthvað yrði til bragðs að taka. Fyrst þegar lögin voru sett, voru menn innan sjávarútvegsins ósáttir með takmörkunina og skiptinguna sín á milli en núna birtist óánægjan meira meðal almennings. Það var þó ekki fyrr en lögin fóru að virka einsog til stóð og árangurinn fór að birtast í betri rekstri og meiri arðsemi. Bandaríski hagfræðingurinn Elinor Ostrom fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði, fyrst kvenna, árið 2009. Hún sagði eitthvað á þessa leið, í endursögn höfundar: „Meðan fyrirtæki með eigin skipulag og stjórn hafa ekki mótaðan og viðurkenndan fræðilegan grunn, byggðan á bestu manna yfirsýn, þá munu mikilvægar ákvarðanir um stefnu áfram verða teknar undir því fororði að einstaklingar geti ekki skipulagt sig sjálfir heldur verði utanaðkomandi stjórnvald að skipuleggja þá.“ Hinn fræðilegi grunnur, byggður á bestu manna yfirsýn, sem Elinor Ostrom talar um, er háður stöðugri vísindalegri endurskoðun sem ekki er á færi einstakra fyrirtækja í sjávarútvegi. Megintilgangur laga um stjórn fiskveiða var að stöðva ofveiði sem var við það að eyðileggja okkar mikilvægu fiskstofna. Það var ekki einungis að við veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Bátar voru of margir við veiðarnar og kostnaður við þær of hár. Núna hagnast útgerðir, fiskistofnarnir eru sjálfbærir og enginn hefur farist á sjó við veiðarnar síðastliðin þrjú ár. Þetta samhengi eiga sumir erfitt með að sjá. Núna erum við í þeirri klaufalegu stöðu að ráðherra braut lögin sem hann átti að fara eftir. Honum má þó telja til vorkunnar að hingað kom syndandi fiskistofn sem ekki hafði verið hér áður. Stofn sem aðrar þjóðir nýttu og við gátum farið að nýta í kjölfar þess að hann kom inn í lögsögu okkar. Í fyrstu voru það aðeins stærstu skipin sem höfðu tök á að veiða úr þessum stofni og aflað þeirrar veiðireynslu sem var að grundvelli úthlutunar kvóta samkvæmt lögum. Þegar makrílstofninn kom nær landi og fleiri höfðu aðstöðu til að nýta hann var nauðsynlegt að setja útgerðum kvóta, en margir töldu þá veiðireynsluna ekki byggjast á sanngirni. Þar á meðal var þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem taldi sig hafa lagaheimild til þess að úthluta kvótanum af meiri sanngirni með sínu pólitíska nefi en bókstafurinn og aflatölurnar sögðu til um. Dómstólar voru honum ekki sammála. Reyndar voru nær allir ósammála honum þegar hann framkvæmdi úthlutunina, enda eftir honum haft að fyrst allir væru ósáttir þá hlyti þetta að vera í lagi! Skipulag ráðherra var dæmt ólögmætt, fyrst af umboðsmanni Alþingis og að endingu í Hæstarétti. Ráðherrar, jafnvel þeir með „réttlátt“ pólitískt nef, hafa ekki leyfi til að fara út fyrir þær valdheimildir sem bókstafur laganna kveður á um. Þá vernd hefur borgarinn gegn misnotkun valds þeirra. Stjórnendur fyrirtækja skulu gæta hagsmuna fyrirtækisins að viðlagðri ábyrgð eins og nýlegir dómar á hendur bankastjórum föllnu bankana hafa sýnt. Í þessu tilfelli ber þeim að sækja bætur hafi ólöglegar ákvarðanir ráðherra skaðað fyrirtækið. Málsókn á hendur stjórnvöldum er eina leiðin sem þeim er fær að lögum eða þá hitt, að gera ekki neitt og benda á mistökin, og finna sameiginlega leið til að lagfæra þessi mistök. Stjórnvöld eiga að viðurkenna mistökin við gjörnings ráðherrann sem taldi sitt „réttláta“ pólitíska nef betra en lögin. Við meigum ekki gleyma því að þetta snýst líka um verndun þegnanna gegn misbeitingu valds stjórnvalda. Menn geta býsnast yfir ráðherra eða hrákasmíði á lögum, en vilji þeir af þessu tilefni býsnast yfir kvótakerfinu er þeirra eigin „réttláta“ pólitíska nef að leiða þá á villigötur. Kvótakerfið er gott og hefur reynst frábærlega við að koma á skynsamri og hagsýnni stjórnun veiða en núna eru bæði einstök fyrirtæki og stjórnvöld að skaða heildarhagsmuni landsins. Það er auðvitað skrítið að útgerðir geti sótt bætur til ríkisins fyrir að hafa ekki fengið afhenta eign frá ríkinu þó svo að lögin kveði á um slíkt. En lögin eru mannanna verk eins og annað og sameiginleg auðlind er afhent útgerðum til nýtingar þannig að heildarhagsmunum sé sem best borgið. Einstaka útgerðir hugsa eðlilega um eigin hag og þess vegna þarf utanaðkomandi stjórnvald að koma með reglur um nýtinguna einsog áður sagði. Þannig færir ríkið útgerðum verðmæti en ekki rétt til skaðabóta ef þeir fá ekki veiðiréttinn. En svo er hitt ef ríkið veldur fyrirtækjum skaða þá eðlilega á það að greiða skaðabætur. Þetta mál þarf að leysa með sátt og það áður en dómstólar þurfa að dæma í málinu aftur. Það er ekki lausn að hluta barnið í tvo hluta með Salómon dómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það var ekki einungis að við Íslendingar veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Það er áhugavert hvað sameignir geta valdið miklum deilum og vandamálum, hvort heldur þær eru í húsfélagi eða synda í hafinu umhverfis landið. Það sem okkur hér á landi skiptir mestu er umgengnin um auðlindir hafsins og hvernig þeim er ráðstafað. Um það höfum við sett lög, “Lög um stjórn fiskveiða”, og hafa þau frá fyrsta degi valdið miklum deilum. Fáir innan sjávarútvegsins vildu þessi lög á sínum tíma en menn voru sammála um að eitthvað yrði til bragðs að taka. Fyrst þegar lögin voru sett, voru menn innan sjávarútvegsins ósáttir með takmörkunina og skiptinguna sín á milli en núna birtist óánægjan meira meðal almennings. Það var þó ekki fyrr en lögin fóru að virka einsog til stóð og árangurinn fór að birtast í betri rekstri og meiri arðsemi. Bandaríski hagfræðingurinn Elinor Ostrom fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði, fyrst kvenna, árið 2009. Hún sagði eitthvað á þessa leið, í endursögn höfundar: „Meðan fyrirtæki með eigin skipulag og stjórn hafa ekki mótaðan og viðurkenndan fræðilegan grunn, byggðan á bestu manna yfirsýn, þá munu mikilvægar ákvarðanir um stefnu áfram verða teknar undir því fororði að einstaklingar geti ekki skipulagt sig sjálfir heldur verði utanaðkomandi stjórnvald að skipuleggja þá.“ Hinn fræðilegi grunnur, byggður á bestu manna yfirsýn, sem Elinor Ostrom talar um, er háður stöðugri vísindalegri endurskoðun sem ekki er á færi einstakra fyrirtækja í sjávarútvegi. Megintilgangur laga um stjórn fiskveiða var að stöðva ofveiði sem var við það að eyðileggja okkar mikilvægu fiskstofna. Það var ekki einungis að við veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Bátar voru of margir við veiðarnar og kostnaður við þær of hár. Núna hagnast útgerðir, fiskistofnarnir eru sjálfbærir og enginn hefur farist á sjó við veiðarnar síðastliðin þrjú ár. Þetta samhengi eiga sumir erfitt með að sjá. Núna erum við í þeirri klaufalegu stöðu að ráðherra braut lögin sem hann átti að fara eftir. Honum má þó telja til vorkunnar að hingað kom syndandi fiskistofn sem ekki hafði verið hér áður. Stofn sem aðrar þjóðir nýttu og við gátum farið að nýta í kjölfar þess að hann kom inn í lögsögu okkar. Í fyrstu voru það aðeins stærstu skipin sem höfðu tök á að veiða úr þessum stofni og aflað þeirrar veiðireynslu sem var að grundvelli úthlutunar kvóta samkvæmt lögum. Þegar makrílstofninn kom nær landi og fleiri höfðu aðstöðu til að nýta hann var nauðsynlegt að setja útgerðum kvóta, en margir töldu þá veiðireynsluna ekki byggjast á sanngirni. Þar á meðal var þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem taldi sig hafa lagaheimild til þess að úthluta kvótanum af meiri sanngirni með sínu pólitíska nefi en bókstafurinn og aflatölurnar sögðu til um. Dómstólar voru honum ekki sammála. Reyndar voru nær allir ósammála honum þegar hann framkvæmdi úthlutunina, enda eftir honum haft að fyrst allir væru ósáttir þá hlyti þetta að vera í lagi! Skipulag ráðherra var dæmt ólögmætt, fyrst af umboðsmanni Alþingis og að endingu í Hæstarétti. Ráðherrar, jafnvel þeir með „réttlátt“ pólitískt nef, hafa ekki leyfi til að fara út fyrir þær valdheimildir sem bókstafur laganna kveður á um. Þá vernd hefur borgarinn gegn misnotkun valds þeirra. Stjórnendur fyrirtækja skulu gæta hagsmuna fyrirtækisins að viðlagðri ábyrgð eins og nýlegir dómar á hendur bankastjórum föllnu bankana hafa sýnt. Í þessu tilfelli ber þeim að sækja bætur hafi ólöglegar ákvarðanir ráðherra skaðað fyrirtækið. Málsókn á hendur stjórnvöldum er eina leiðin sem þeim er fær að lögum eða þá hitt, að gera ekki neitt og benda á mistökin, og finna sameiginlega leið til að lagfæra þessi mistök. Stjórnvöld eiga að viðurkenna mistökin við gjörnings ráðherrann sem taldi sitt „réttláta“ pólitíska nef betra en lögin. Við meigum ekki gleyma því að þetta snýst líka um verndun þegnanna gegn misbeitingu valds stjórnvalda. Menn geta býsnast yfir ráðherra eða hrákasmíði á lögum, en vilji þeir af þessu tilefni býsnast yfir kvótakerfinu er þeirra eigin „réttláta“ pólitíska nef að leiða þá á villigötur. Kvótakerfið er gott og hefur reynst frábærlega við að koma á skynsamri og hagsýnni stjórnun veiða en núna eru bæði einstök fyrirtæki og stjórnvöld að skaða heildarhagsmuni landsins. Það er auðvitað skrítið að útgerðir geti sótt bætur til ríkisins fyrir að hafa ekki fengið afhenta eign frá ríkinu þó svo að lögin kveði á um slíkt. En lögin eru mannanna verk eins og annað og sameiginleg auðlind er afhent útgerðum til nýtingar þannig að heildarhagsmunum sé sem best borgið. Einstaka útgerðir hugsa eðlilega um eigin hag og þess vegna þarf utanaðkomandi stjórnvald að koma með reglur um nýtinguna einsog áður sagði. Þannig færir ríkið útgerðum verðmæti en ekki rétt til skaðabóta ef þeir fá ekki veiðiréttinn. En svo er hitt ef ríkið veldur fyrirtækjum skaða þá eðlilega á það að greiða skaðabætur. Þetta mál þarf að leysa með sátt og það áður en dómstólar þurfa að dæma í málinu aftur. Það er ekki lausn að hluta barnið í tvo hluta með Salómon dómi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun