Sara Sigmundsdóttir með „minime“ á heiðursæfingu fyrir hetjurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 11:30 Sara Sigmunsdóttir og Erla á æfingunni en þessi mynd er af Instagram síðu Söru sem er með 1,7 milljón fylgjendur. Skjámynd/Instagram Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmunsdóttir lét ekki sitt eftir liggja þegar CrossFit heimurinn sameinaðist og gerði æfingu til heiðurs fólksins í heilbrigðiskerfinu sem stendur í fremstu víglínu í baráttunni við kórónuveiruna. CrossFit fólkið gerði svokallaða „NHS hero wod“ eða æfingu fyrir hetjurnar úr heilbrigðiskerfinu. Það er erfitt ástand á sjúkrahúsum heimsins þessa dagana enda álagið mikið vegna COVID-19 og læknar og hjúkrunarfólk að leggja líf sitt í hættu í því að bjarga öðrum sem eru langt leidd af COVID-19 sjúkdómnum. Sara Sigmundsdóttir var klár í slaginn og gerði þessa „NHS hero wod“ með glæsibrag. Sara mætti líka til leiks með ungar aðstoðarkonur eins og hún sagði frá á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Not bad training partners to have for the the NHS hero wod _ Yes our outfits were planned because it was Erla s birthday. Thelma gets her outfit on her birthday. _ _ _ #matchingiscatching #minime #dottirs #nhsherowod A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Apr 1, 2020 at 12:06pm PDT Sara var nefnilega með þær Erlu og Thelmu með sér en í tilefni af afmæli Erlu þá var hún klædd alveg eins og hetjan sín Sara Sigmundsdóttir. „Æfingafötin okkar voru plönuð af því að þetta var afmælisdagur Erlu. Thelma fær sinn æfingabúning á sínum afmælisdegi,“ skrifaði Sara við myndirnar. Þar má líka sjá litlu stelpurnar reyna að apa eftir Söru í æfingasalnum. Sara sér líka húmorinn í þessu og merkir færslu sína meðal annars með „minime“ en þar vísar hún í frægan karakter úr myndunum um Austin Powers. Það er ljóst að þær Erla og Thelma eiga sér flotta fyrirmynd í Söru Sigmundsdóttur sem var búin að eiga frábær CrossFit tímabil þegar allt stoppaði vegna kórónuveirunnar. Mótshaldarar hafa verið að fresta hverju CrossFit mótinu á fætur öðru að undanförnu og það er mikil óvissa með framhaldið. Heimsleikarnir í ágúst gætu líka orðið fórnarlamb kórónuveirunnar dragist ástandið langt fram á sumar. Það eru samt enn fjórir mánuðir þangað til og vonandi gengur kórónuveirufaraldurinn yfir á þeim tíma. CrossFit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmunsdóttir lét ekki sitt eftir liggja þegar CrossFit heimurinn sameinaðist og gerði æfingu til heiðurs fólksins í heilbrigðiskerfinu sem stendur í fremstu víglínu í baráttunni við kórónuveiruna. CrossFit fólkið gerði svokallaða „NHS hero wod“ eða æfingu fyrir hetjurnar úr heilbrigðiskerfinu. Það er erfitt ástand á sjúkrahúsum heimsins þessa dagana enda álagið mikið vegna COVID-19 og læknar og hjúkrunarfólk að leggja líf sitt í hættu í því að bjarga öðrum sem eru langt leidd af COVID-19 sjúkdómnum. Sara Sigmundsdóttir var klár í slaginn og gerði þessa „NHS hero wod“ með glæsibrag. Sara mætti líka til leiks með ungar aðstoðarkonur eins og hún sagði frá á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Not bad training partners to have for the the NHS hero wod _ Yes our outfits were planned because it was Erla s birthday. Thelma gets her outfit on her birthday. _ _ _ #matchingiscatching #minime #dottirs #nhsherowod A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Apr 1, 2020 at 12:06pm PDT Sara var nefnilega með þær Erlu og Thelmu með sér en í tilefni af afmæli Erlu þá var hún klædd alveg eins og hetjan sín Sara Sigmundsdóttir. „Æfingafötin okkar voru plönuð af því að þetta var afmælisdagur Erlu. Thelma fær sinn æfingabúning á sínum afmælisdegi,“ skrifaði Sara við myndirnar. Þar má líka sjá litlu stelpurnar reyna að apa eftir Söru í æfingasalnum. Sara sér líka húmorinn í þessu og merkir færslu sína meðal annars með „minime“ en þar vísar hún í frægan karakter úr myndunum um Austin Powers. Það er ljóst að þær Erla og Thelma eiga sér flotta fyrirmynd í Söru Sigmundsdóttur sem var búin að eiga frábær CrossFit tímabil þegar allt stoppaði vegna kórónuveirunnar. Mótshaldarar hafa verið að fresta hverju CrossFit mótinu á fætur öðru að undanförnu og það er mikil óvissa með framhaldið. Heimsleikarnir í ágúst gætu líka orðið fórnarlamb kórónuveirunnar dragist ástandið langt fram á sumar. Það eru samt enn fjórir mánuðir þangað til og vonandi gengur kórónuveirufaraldurinn yfir á þeim tíma.
CrossFit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira