Á bak við tjöldin Bergþór Bergsson skrifar 29. apríl 2020 07:30 Senn líður að sumri og margir líklega farnir að huga að útilegum, nú sérstaklega þegar landsmenn eru hvattir til að ferðast innanlands. Sumarið er tíminn til þess að njóta íslenskrar náttúru, og fátt betra til þess að gera það en að sofa í tjaldi á góðviðrisdegi í júni eða júlí. Stóra spurningin er þó, hvar má ég eiginlega tjalda? Vissulega má tjalda á tjaldsvæðum, en í þessu samhengi gleymist almannarétturinn oft. Almannaréttinn má rekja til hugmynda Rómarréttarins um sameiginleg gæði, en í honum felst að tiltekin gæði eigi að vera öllum almenningi til frjálsra afnota og aðgengis. Hefur hann fylgt okkur Íslendingum frá örófi alda og er hans meðal annars getið í Jónsbók. Í réttinum felst m.a. heimild til þess að tjalda, en sá réttur er lögfestur í 22. greinar laga um náttúruvernd („náttúruverndarlög“). Heimildin til að tjalda Heimildin til að tjalda er lögfestur réttur almennings til þess að tjalda á ákveðnum svæðum, almennings að kostnaðarlausu. Segja má að heimildin sé þrískipt, og hægt er að lýsa í stuttu máli með eftirfarandi hætti: Heimild til að tjalda við við alfararleið í byggð Heimilt er að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur á óræktuðu landi, ef að tjaldsvæði er ekki í næsta nágrenni. Leita skal leyfis landeiganda eða annarrs rétthafa áður en tjaldið er nærri bústöðum manna, og ef tjöldin eru fleiri en þrjú, eða tjaldað sé lengur en til einnar nætur. Heimild til að tjalda við alfararleið í óbyggðum Heimilt er að setja tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum við alfararleið í óbyggðum. Heimild til að tjalda utan alfararleiðar Heimilt er að tjalda göngutjöldum nema annað sé tekið fram í sérreglum. Byggð er skilgreind sem þau svæði sem ekki falla undir óbyggðir. Með óbyggðum er að miklu leyti átt við öræfi eða hálendi, eða þau svæði þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu og þar sem mannvirki eru ekki til staðar eða eru lítt áberandi. Mikilvægt er að taka fram að hér er einungis átt við hefðbundin viðlegutjöld (og göngutjöld m.t.t. utan alfararleiðar). Náttúruverndarlögin gera greinamun á viðlegutjöldum og öðrum búnaði, s.s. tjaldvögnum, fellihýsum og húsbýlum en slíkum búnaði er talsvert þrengri stakkur sniðinn í lögunum. Takmarkanir á heimildinni til að tjalda Talsvert hefur borið á takmörkunum á heimildinni til að tjalda í lögreglusamþykktum, en í 10. gr. Reglugerðar um lögreglusamþykkir frá 2007 segir: „Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.” Reglugerðin gildir sem fyrirmynd að lögreglusamþykktum sveitarfélaga og kemur í stað samþykkta í þeim umdæmum sem samþykktir hafa ekki verið settar. Ákvæðið hefur því verið tekið upp í margar lögreglusamþykktir. Árið 2017 var sett ný lögreglusamþykkt á Suðurlandi, en nær hún yfir öll sveitarfélög Suðurlands. Lögreglusamþykktin var fréttaefni, en samþykktin takmarkaði heimildina til að tjalda verulega, og talsvert meira en í reglugerðarákvæðinu hér að ofan. Samkvæmt 12. gr. samþykktarinnar er eftirfarandi óheimilt: „Við alfaraleið í byggð er óheimilt að gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum, fellihýsum, tjaldvögnum og öðrum sambærilegum búnaði, utan skipulagðra tjaldsvæða.” Tilgangur hinnar nýju lögreglusamþykktar var m.a. að einfalda störf lögreglunnar, með því að samræma reglurnar á Suðurlandi. Einnig var haft eftir formanni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, að mikið hafði borið á að ferðamenn hefðu verið að tjalda og leggja ferðavögnum á stöðum þar sem slíkt var óheimilt. Enginn greinarmunur er gerður á viðlegutjöldum annars vegar og öðrum búnaði s.s. tjaldvögnum og fellihýsum hins vegar, þrátt fyrir að sá greinamunur sé skýr i náttúruverndarlögum. Sveitarfélögin á Norðurlandi Vestra fylgdu í fótspor Suðurlands árið 2019 og tóku upp eina samþykkt fyrir öll sveitarfélögin þar sem að 12. gr. hér að ofan var tekin samhljóða upp. Í tilkynningu sveitarfélagsins Skagafjarðar er t.a.m. sérstaklega tekið fram að samþykktin taki á gistingu ferðamanna utan skipulagðra tjaldsvæða. Hvar má ég eiginlega tjalda? Sveitarfélögin á Suðurlandi og Norðurlandi Vestra hafa óneitanlega gengið en í 10. gr. reglugerðarinnar um lögreglusamþykktir. Reglugerðin takmarkar bannið við að tjalda við þéttbýli. Nú er þegar óheimilt að tjalda nærri bústöðum manna við alfararleið í byggð án leyfis landeiganda. Ætla mætti að þetta ætti við á flestum stöðum í þéttbýli. Ennfremur kemur fram í 23. gr. náttúruverndarlaga að ef eigandi lands hafi útbúið tjaldsvæði á landi sínu er honum heimilt að beina fólki þangað, og ætla má að tjaldsvæði megi finna í flestu þéttbýli. Takmarkanirnar í lögreglusamþykktum Suðurlands og Norðurlands Vestra eru hins vegar talsvert víðfemarir. Alfararleið í byggð er ekki einungis þéttbýli, heldur þvert á móti, allt það sem ekki eru óbyggðir. Ljóst er að stór hluti lands innan þessara tveggja umdæma falli undir alfararleið í byggð. Því er ekki ljóst hvort takmörkun 12. gr. hér að ofan standist áskilnað náttúruverndarlaga. Eftir stendur því spurningin, hvar má ég eiginlega tjalda? Höfundur er lögfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Senn líður að sumri og margir líklega farnir að huga að útilegum, nú sérstaklega þegar landsmenn eru hvattir til að ferðast innanlands. Sumarið er tíminn til þess að njóta íslenskrar náttúru, og fátt betra til þess að gera það en að sofa í tjaldi á góðviðrisdegi í júni eða júlí. Stóra spurningin er þó, hvar má ég eiginlega tjalda? Vissulega má tjalda á tjaldsvæðum, en í þessu samhengi gleymist almannarétturinn oft. Almannaréttinn má rekja til hugmynda Rómarréttarins um sameiginleg gæði, en í honum felst að tiltekin gæði eigi að vera öllum almenningi til frjálsra afnota og aðgengis. Hefur hann fylgt okkur Íslendingum frá örófi alda og er hans meðal annars getið í Jónsbók. Í réttinum felst m.a. heimild til þess að tjalda, en sá réttur er lögfestur í 22. greinar laga um náttúruvernd („náttúruverndarlög“). Heimildin til að tjalda Heimildin til að tjalda er lögfestur réttur almennings til þess að tjalda á ákveðnum svæðum, almennings að kostnaðarlausu. Segja má að heimildin sé þrískipt, og hægt er að lýsa í stuttu máli með eftirfarandi hætti: Heimild til að tjalda við við alfararleið í byggð Heimilt er að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur á óræktuðu landi, ef að tjaldsvæði er ekki í næsta nágrenni. Leita skal leyfis landeiganda eða annarrs rétthafa áður en tjaldið er nærri bústöðum manna, og ef tjöldin eru fleiri en þrjú, eða tjaldað sé lengur en til einnar nætur. Heimild til að tjalda við alfararleið í óbyggðum Heimilt er að setja tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum við alfararleið í óbyggðum. Heimild til að tjalda utan alfararleiðar Heimilt er að tjalda göngutjöldum nema annað sé tekið fram í sérreglum. Byggð er skilgreind sem þau svæði sem ekki falla undir óbyggðir. Með óbyggðum er að miklu leyti átt við öræfi eða hálendi, eða þau svæði þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu og þar sem mannvirki eru ekki til staðar eða eru lítt áberandi. Mikilvægt er að taka fram að hér er einungis átt við hefðbundin viðlegutjöld (og göngutjöld m.t.t. utan alfararleiðar). Náttúruverndarlögin gera greinamun á viðlegutjöldum og öðrum búnaði, s.s. tjaldvögnum, fellihýsum og húsbýlum en slíkum búnaði er talsvert þrengri stakkur sniðinn í lögunum. Takmarkanir á heimildinni til að tjalda Talsvert hefur borið á takmörkunum á heimildinni til að tjalda í lögreglusamþykktum, en í 10. gr. Reglugerðar um lögreglusamþykkir frá 2007 segir: „Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.” Reglugerðin gildir sem fyrirmynd að lögreglusamþykktum sveitarfélaga og kemur í stað samþykkta í þeim umdæmum sem samþykktir hafa ekki verið settar. Ákvæðið hefur því verið tekið upp í margar lögreglusamþykktir. Árið 2017 var sett ný lögreglusamþykkt á Suðurlandi, en nær hún yfir öll sveitarfélög Suðurlands. Lögreglusamþykktin var fréttaefni, en samþykktin takmarkaði heimildina til að tjalda verulega, og talsvert meira en í reglugerðarákvæðinu hér að ofan. Samkvæmt 12. gr. samþykktarinnar er eftirfarandi óheimilt: „Við alfaraleið í byggð er óheimilt að gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum, fellihýsum, tjaldvögnum og öðrum sambærilegum búnaði, utan skipulagðra tjaldsvæða.” Tilgangur hinnar nýju lögreglusamþykktar var m.a. að einfalda störf lögreglunnar, með því að samræma reglurnar á Suðurlandi. Einnig var haft eftir formanni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, að mikið hafði borið á að ferðamenn hefðu verið að tjalda og leggja ferðavögnum á stöðum þar sem slíkt var óheimilt. Enginn greinarmunur er gerður á viðlegutjöldum annars vegar og öðrum búnaði s.s. tjaldvögnum og fellihýsum hins vegar, þrátt fyrir að sá greinamunur sé skýr i náttúruverndarlögum. Sveitarfélögin á Norðurlandi Vestra fylgdu í fótspor Suðurlands árið 2019 og tóku upp eina samþykkt fyrir öll sveitarfélögin þar sem að 12. gr. hér að ofan var tekin samhljóða upp. Í tilkynningu sveitarfélagsins Skagafjarðar er t.a.m. sérstaklega tekið fram að samþykktin taki á gistingu ferðamanna utan skipulagðra tjaldsvæða. Hvar má ég eiginlega tjalda? Sveitarfélögin á Suðurlandi og Norðurlandi Vestra hafa óneitanlega gengið en í 10. gr. reglugerðarinnar um lögreglusamþykktir. Reglugerðin takmarkar bannið við að tjalda við þéttbýli. Nú er þegar óheimilt að tjalda nærri bústöðum manna við alfararleið í byggð án leyfis landeiganda. Ætla mætti að þetta ætti við á flestum stöðum í þéttbýli. Ennfremur kemur fram í 23. gr. náttúruverndarlaga að ef eigandi lands hafi útbúið tjaldsvæði á landi sínu er honum heimilt að beina fólki þangað, og ætla má að tjaldsvæði megi finna í flestu þéttbýli. Takmarkanirnar í lögreglusamþykktum Suðurlands og Norðurlands Vestra eru hins vegar talsvert víðfemarir. Alfararleið í byggð er ekki einungis þéttbýli, heldur þvert á móti, allt það sem ekki eru óbyggðir. Ljóst er að stór hluti lands innan þessara tveggja umdæma falli undir alfararleið í byggð. Því er ekki ljóst hvort takmörkun 12. gr. hér að ofan standist áskilnað náttúruverndarlaga. Eftir stendur því spurningin, hvar má ég eiginlega tjalda? Höfundur er lögfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun