Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 22:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sést hér í heimsókninni á Mayo Clinic í dag. Hann er sá eini sem ekki er með andlitsgrímu. AP/Jim Mone Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. Varaforsetinn fer fyrir teymi bandarísku ríkisstjórnarinnar þegar kemur að viðbrögðum yfirvalda í baráttunni gegn kórónuveirunni. Myndbönd og myndir frá blaðamönnum sem voru viðstaddir heimsókn varaforsetans á spítalann sýna hvar hann stendur umkringdur heilbrigðisstarfsfólki þar sem þau heilsa upp á sjúkling. Á myndunum sést að allir nema forsetinn eru með andlitsgrímu enda kveða reglur spítalans á um að allir sem þangað komi skuli setja upp grímu til að hjálpa til við að hefta útbreiðslu veirunnar. Nánast samstundis og myndirnar frá heimsókninni birtust á netinu fékk Pence yfir sig holskeflu af gagnrýni. Eyddu tístinu Mayo Clinic sendi frá sér tíst í kjölfarið þar sem kom fram að varaforsetinn hefði verið upplýstur um reglur spítalans áður en hann kom í heimsókn. Tístinu hefur nú verið eytt. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt varaforsetann í dag er Brian Schatz, öldungadeildarþingmaður Demókrata, en hann segir að Pence setji hættulegt fordæmi með því að brjóta reglur spítalans með þessum hætti. When you don't wear a mask, especially inside the Mayo Clinic, you are not being brave. You are showing that you think the rules don't apply to you. And you are setting a dangerous example by ignoring experts.— Brian Schatz (@brianschatz) April 28, 2020 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pence er gagnrýndur fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í opinberum erindagjörðum. Fyrr í þessum mánuði birtust myndir af honum, án grímu, þar sem hann heilsaði ríkisstjóra Colorado, Jared Polis. Polis var sjálfur með grímu fyrir vitum sér. Talsmaður Pence sagði í kjölfarið að varaforsetinn væri ekki með andlitsgrímu því hann væri reglulega skimaður fyrir kórónuveirunni og væri ekki smitaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. 28. apríl 2020 21:23 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. Varaforsetinn fer fyrir teymi bandarísku ríkisstjórnarinnar þegar kemur að viðbrögðum yfirvalda í baráttunni gegn kórónuveirunni. Myndbönd og myndir frá blaðamönnum sem voru viðstaddir heimsókn varaforsetans á spítalann sýna hvar hann stendur umkringdur heilbrigðisstarfsfólki þar sem þau heilsa upp á sjúkling. Á myndunum sést að allir nema forsetinn eru með andlitsgrímu enda kveða reglur spítalans á um að allir sem þangað komi skuli setja upp grímu til að hjálpa til við að hefta útbreiðslu veirunnar. Nánast samstundis og myndirnar frá heimsókninni birtust á netinu fékk Pence yfir sig holskeflu af gagnrýni. Eyddu tístinu Mayo Clinic sendi frá sér tíst í kjölfarið þar sem kom fram að varaforsetinn hefði verið upplýstur um reglur spítalans áður en hann kom í heimsókn. Tístinu hefur nú verið eytt. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt varaforsetann í dag er Brian Schatz, öldungadeildarþingmaður Demókrata, en hann segir að Pence setji hættulegt fordæmi með því að brjóta reglur spítalans með þessum hætti. When you don't wear a mask, especially inside the Mayo Clinic, you are not being brave. You are showing that you think the rules don't apply to you. And you are setting a dangerous example by ignoring experts.— Brian Schatz (@brianschatz) April 28, 2020 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pence er gagnrýndur fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í opinberum erindagjörðum. Fyrr í þessum mánuði birtust myndir af honum, án grímu, þar sem hann heilsaði ríkisstjóra Colorado, Jared Polis. Polis var sjálfur með grímu fyrir vitum sér. Talsmaður Pence sagði í kjölfarið að varaforsetinn væri ekki með andlitsgrímu því hann væri reglulega skimaður fyrir kórónuveirunni og væri ekki smitaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. 28. apríl 2020 21:23 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. 28. apríl 2020 21:23