Katrín Tanja í fyrsta Dóttir-spjallinu: Erum súper heppnar að vera frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sínum þar sem þær kynntu nýja hlaðvarpið sitt. Þær ætla að gera ýmislegt saman undir Dóttir verkefninu. Mynd/Instagram Íslensku CrossFit heimsmeistararnir Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur og ætla að leyfa aðdáendum sínum að kynnast því betur hvernig þær ræða saman um hlutina. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir frumsýndu „Dóttir-spjallið“ í gær en þær hafa nú markaðssett sig saman undir vörumerkinu Dóttir bæði á Youtube sem og á Instagram. Anníe Mist og Katrín Tanja voru fyrstu konurnar til að verða heimsmeistarar tvö ár í röð í CrossFit og eru jafnframt einu Íslendingarnir sem hafa staðið á hæsta palli á heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist hóf fyrsta spjall þeirra með því að spyrja Katrínu Tönju af því hvaða þýðingu það hafi fyrir hana sjálfa að vera dóttir. „Fyrir mig þá þýðir það að vera dóttir að hafa endalausa möguleika. Við tvær höfum talað mikið um þetta en mér finnst vera súper heppnar að vera frá Íslandi. Hér eru svo margar sterkar kvenfyrirmyndir og þar á meðal er fyrsta konan sem var kosin forseti í öllum heiminum árið 1980,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram @dottir TALKS! We launched our first one today & just recorded another ??????? Honestly just having so much fun with this: we just want to be open & honest, have a good conversation & let YOU join us! - Never a dull moment with @anniethorisdottir // @dottir #TogetherWeAreBETTER A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Apr 27, 2020 at 1:06pm PDT „Við höfum líka margar kvenfyrirmyndir í íþróttunum sem hafa rutt leiðina. Ég var svo heppin að sjá þig vinna heimsleikana árið 2011. Í hvert skipti sem einhver íslensk kona nær svona árangri þá hugsum við: Ef þú gast þetta þá get ég þetta,“ sagði Katrín Tanja. „Við vorum með sama fimleikaþjálfara og þú bjóst í næsta bæ við mig. Besta vinkona mín keppti með þér í stangarstökki. Við vorum svo nálægt hvorri annarri og það var ekki eins og þú værir ósnertanleg vera langt í burtu. Ef þú getur orðið sú besta í heimi þá ætti ég að geta það líka,“ sagði Katrín Tanja. „Dóttir þýðir því fyrir mig að við getum gert allt sem við viljum og við sýnum hverri annarri að við getum það. Í stað þess að draga kjarkinn úr hverri annarri þá vill ég að við sýnum hverri annarri hvað við getum og ég vil að við styðjum hverja aðra og með því hækkum við rána,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir varð heimsmeistari í CrossFit 2011 og 2012 og hún endaði í öðru sæti 2010 og 2014. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti fyrst á heimsleikunum árið 2012. Hún missti af leikunum 2014 en kom öflug til baka og varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016. Katrín Tanja varð fjórða á heimsleikunum í fyrra og þriðja árið á undan. Hún hefur endaði meðal fimm efstu á fimm heimsleikum í röð. Það má sjá allt spjallið hjá þeim Anníe Mist og Katrínu Tönju hér fyrir neðan en það fer fram á ensku. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Íslensku CrossFit heimsmeistararnir Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur og ætla að leyfa aðdáendum sínum að kynnast því betur hvernig þær ræða saman um hlutina. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir frumsýndu „Dóttir-spjallið“ í gær en þær hafa nú markaðssett sig saman undir vörumerkinu Dóttir bæði á Youtube sem og á Instagram. Anníe Mist og Katrín Tanja voru fyrstu konurnar til að verða heimsmeistarar tvö ár í röð í CrossFit og eru jafnframt einu Íslendingarnir sem hafa staðið á hæsta palli á heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist hóf fyrsta spjall þeirra með því að spyrja Katrínu Tönju af því hvaða þýðingu það hafi fyrir hana sjálfa að vera dóttir. „Fyrir mig þá þýðir það að vera dóttir að hafa endalausa möguleika. Við tvær höfum talað mikið um þetta en mér finnst vera súper heppnar að vera frá Íslandi. Hér eru svo margar sterkar kvenfyrirmyndir og þar á meðal er fyrsta konan sem var kosin forseti í öllum heiminum árið 1980,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram @dottir TALKS! We launched our first one today & just recorded another ??????? Honestly just having so much fun with this: we just want to be open & honest, have a good conversation & let YOU join us! - Never a dull moment with @anniethorisdottir // @dottir #TogetherWeAreBETTER A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Apr 27, 2020 at 1:06pm PDT „Við höfum líka margar kvenfyrirmyndir í íþróttunum sem hafa rutt leiðina. Ég var svo heppin að sjá þig vinna heimsleikana árið 2011. Í hvert skipti sem einhver íslensk kona nær svona árangri þá hugsum við: Ef þú gast þetta þá get ég þetta,“ sagði Katrín Tanja. „Við vorum með sama fimleikaþjálfara og þú bjóst í næsta bæ við mig. Besta vinkona mín keppti með þér í stangarstökki. Við vorum svo nálægt hvorri annarri og það var ekki eins og þú værir ósnertanleg vera langt í burtu. Ef þú getur orðið sú besta í heimi þá ætti ég að geta það líka,“ sagði Katrín Tanja. „Dóttir þýðir því fyrir mig að við getum gert allt sem við viljum og við sýnum hverri annarri að við getum það. Í stað þess að draga kjarkinn úr hverri annarri þá vill ég að við sýnum hverri annarri hvað við getum og ég vil að við styðjum hverja aðra og með því hækkum við rána,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir varð heimsmeistari í CrossFit 2011 og 2012 og hún endaði í öðru sæti 2010 og 2014. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti fyrst á heimsleikunum árið 2012. Hún missti af leikunum 2014 en kom öflug til baka og varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016. Katrín Tanja varð fjórða á heimsleikunum í fyrra og þriðja árið á undan. Hún hefur endaði meðal fimm efstu á fimm heimsleikum í röð. Það má sjá allt spjallið hjá þeim Anníe Mist og Katrínu Tönju hér fyrir neðan en það fer fram á ensku. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira