Hluthafar sagðir opnir fyrir því að auka hlutafé Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2020 07:41 Lífeyrissjóðir eiga tæpan helming hlutafés Icelandair. Vísir/Vilhelm Helstu hluthafar Icelandair eru opnir fyrir þeirri hugmynd að leggja félaginu aukið hlutafé á næstu vikum. Slík innspýting er nauðsynleg þar sem lausafjárstaða Icelandair hefur versnað verulega vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa forsvarsmenn Icelandair rætt við hluthafa á almennum nótum um mögulega innspýtingu og eiga hluthafar von á tillögum á næstunni. Búast forsvarsmenn hluthafa við því að tillögurnar feli í sér hlutafjáraukningu um tugi milljarða króna Fyrrverandi forstjóri Icelandair sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mikilvægt væri að lífeyrissjóðirnir, sem eiga tæpan helming í Icelandair, komi með fjármagn að rekstrinum. Sjá einnig: Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Ellefu lífeyrissjóðir eru meðal tuttugu stærstu eigenda Icelandair og þar af fer Lífeyrissjóður verslunarmanna með næst stærstan hlut uppá um 12 prósent. Stefán Sveinbjörnsson formaður sjóðsins sagði í gær að það þurfi að yfirfara útboðsgögn frá Icelandair áður en fjárfest verði frekar í félaginu. „Það þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að það eigi að fara að fjárfesta í félagi eins og þessu sem og öðrum félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Þannig að þeir fjármunir sem fara þar inn skili sér með viðunandi ávöxtun miðað við þá áhættu sem verið er að taka,“ sagði Stefán. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41 Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Helstu hluthafar Icelandair eru opnir fyrir þeirri hugmynd að leggja félaginu aukið hlutafé á næstu vikum. Slík innspýting er nauðsynleg þar sem lausafjárstaða Icelandair hefur versnað verulega vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa forsvarsmenn Icelandair rætt við hluthafa á almennum nótum um mögulega innspýtingu og eiga hluthafar von á tillögum á næstunni. Búast forsvarsmenn hluthafa við því að tillögurnar feli í sér hlutafjáraukningu um tugi milljarða króna Fyrrverandi forstjóri Icelandair sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mikilvægt væri að lífeyrissjóðirnir, sem eiga tæpan helming í Icelandair, komi með fjármagn að rekstrinum. Sjá einnig: Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Ellefu lífeyrissjóðir eru meðal tuttugu stærstu eigenda Icelandair og þar af fer Lífeyrissjóður verslunarmanna með næst stærstan hlut uppá um 12 prósent. Stefán Sveinbjörnsson formaður sjóðsins sagði í gær að það þurfi að yfirfara útboðsgögn frá Icelandair áður en fjárfest verði frekar í félaginu. „Það þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að það eigi að fara að fjárfesta í félagi eins og þessu sem og öðrum félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Þannig að þeir fjármunir sem fara þar inn skili sér með viðunandi ávöxtun miðað við þá áhættu sem verið er að taka,“ sagði Stefán.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41 Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49
Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41
Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05
Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47