Roy Keane „að kenna“ að Henderson skipti ekki um treyju við Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 14:00 Jordan Henderson fagnar sigri Liverpool á Barcelona í fyrravor. Getty/Alex Livesey Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur í fyrsta sinn rætt þá upplifun sína að mæta Lionel Messi í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Jordan Henderson og félagar í Liverpool slógu Barcelona út úr Meistaradeildinni í fyrra efrir 4-0 endurkomu í seinni leiknum á Anfield. Barcelona hafði unnið fyrri leikinn 3-0 á Spáni og flestir voru búnir að afskrifa Liverpool liðið. Jordan Henderson var ekki í byrjunarliðinu í fyrri leiknum á Nývangi en kom inn á sem varamaður þegar Naby Keita meiddist í fyrri hálfleiknum. Jordan Henderson var þarna að spila sinn fyrsta leik á móti Lionel Messi og hann gat ekki komið í veg fyrir það að Messi skoraði tvívegis í leiknum. Jordan Henderson didn't swap shirts with Lionel Messi after remembering a piece of advice from Roy Keane. Of course Roy Keane said this. ??https://t.co/LteCNz1giY pic.twitter.com/POSraHJGJ5— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 „Ég kom snemma inn á völlinn þegar Naby Keita meiddist. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var á sama velli og Lionel Messi,“ sagði Jordan Henderson við Daily Mail. „Þú hugsar með sjálfum þér. Guð minn góður, þetta er hann. Það er samt engin spurning um að hann spilar leikinn öðruvísi en þú sérð í sjónvarpinu. Hann er svo fljótur,“ sagði Henderson. „Þegar ég hugsa til baka til aukaspyrnunnar sem hann skoraði úr. Ég trúi þvi ekki enn að hann hafi skorað. Ég hélt hann ætlaði að taka hana stutt,“ sagði Henderson en Lionel Messi var í margra augum búinn að gera út um einvígið með tveimur mörkum í 3-0 sigri. Roy Keane lesson that saw Jordan Henderson refuse to ask Messi for shirt swaphttps://t.co/dLg1bevoxs pic.twitter.com/PuKymiVSEI— Mirror Football (@MirrorFootball) April 27, 2020 Blaðamaður Daily Mail spurði Jordan Henderson síðan út í keppnistreyju Lionel Messi „Hugsaði ég um að biðja um treyjuna hans? Nei, ég hef aldrei gert slíkt,“ sagði Henderson og hélt áfram: „Roy Keane sagði mér það þegar ég var hjá Sunderland að ef þú biður einhvern um treyjuna hans þá lítur þú út fyrir að vera fullur af aðdáun,“ sagði Henderson. Roy Keane var knattspyrnustjóri Sunderland á árunum 2006 til 2008 og var það hans fyrsta stjórastarf. Skórnir voru þá nýkomnir upp á hillu eftir hálft tímabil með Celtic. Jordan Henderson var að koma upp í aðalliði á síðasta ári Keane hjá félaginu. „Það fór því þannig að ég fór heim með treyjuna hans Luis Suárez. Luis er góður gæi og hann gaf mér hana enda spiluðum við saman hjá Liverpool. Ég veit samt ekki hvað hann gerði við mína treyju,“ sagði Henderson. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur í fyrsta sinn rætt þá upplifun sína að mæta Lionel Messi í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Jordan Henderson og félagar í Liverpool slógu Barcelona út úr Meistaradeildinni í fyrra efrir 4-0 endurkomu í seinni leiknum á Anfield. Barcelona hafði unnið fyrri leikinn 3-0 á Spáni og flestir voru búnir að afskrifa Liverpool liðið. Jordan Henderson var ekki í byrjunarliðinu í fyrri leiknum á Nývangi en kom inn á sem varamaður þegar Naby Keita meiddist í fyrri hálfleiknum. Jordan Henderson var þarna að spila sinn fyrsta leik á móti Lionel Messi og hann gat ekki komið í veg fyrir það að Messi skoraði tvívegis í leiknum. Jordan Henderson didn't swap shirts with Lionel Messi after remembering a piece of advice from Roy Keane. Of course Roy Keane said this. ??https://t.co/LteCNz1giY pic.twitter.com/POSraHJGJ5— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 „Ég kom snemma inn á völlinn þegar Naby Keita meiddist. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var á sama velli og Lionel Messi,“ sagði Jordan Henderson við Daily Mail. „Þú hugsar með sjálfum þér. Guð minn góður, þetta er hann. Það er samt engin spurning um að hann spilar leikinn öðruvísi en þú sérð í sjónvarpinu. Hann er svo fljótur,“ sagði Henderson. „Þegar ég hugsa til baka til aukaspyrnunnar sem hann skoraði úr. Ég trúi þvi ekki enn að hann hafi skorað. Ég hélt hann ætlaði að taka hana stutt,“ sagði Henderson en Lionel Messi var í margra augum búinn að gera út um einvígið með tveimur mörkum í 3-0 sigri. Roy Keane lesson that saw Jordan Henderson refuse to ask Messi for shirt swaphttps://t.co/dLg1bevoxs pic.twitter.com/PuKymiVSEI— Mirror Football (@MirrorFootball) April 27, 2020 Blaðamaður Daily Mail spurði Jordan Henderson síðan út í keppnistreyju Lionel Messi „Hugsaði ég um að biðja um treyjuna hans? Nei, ég hef aldrei gert slíkt,“ sagði Henderson og hélt áfram: „Roy Keane sagði mér það þegar ég var hjá Sunderland að ef þú biður einhvern um treyjuna hans þá lítur þú út fyrir að vera fullur af aðdáun,“ sagði Henderson. Roy Keane var knattspyrnustjóri Sunderland á árunum 2006 til 2008 og var það hans fyrsta stjórastarf. Skórnir voru þá nýkomnir upp á hillu eftir hálft tímabil með Celtic. Jordan Henderson var að koma upp í aðalliði á síðasta ári Keane hjá félaginu. „Það fór því þannig að ég fór heim með treyjuna hans Luis Suárez. Luis er góður gæi og hann gaf mér hana enda spiluðum við saman hjá Liverpool. Ég veit samt ekki hvað hann gerði við mína treyju,“ sagði Henderson.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Sjá meira