Skoða hvort fallist verði á kröfu SHÍ um að fella niður skrásetningargjöld Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. apríl 2020 11:53 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin. Stúdentaráð Háskóla Íslands fór um miðjan mánuðinn fram á að skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár verði felld niður vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna kórónaveirufaraldursins. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem stúdentaráð lét gera meðal háskólanema horfa um 43% þeirra fram á erfiða fjárhagsstöðu strax um næstu mánaðamót. Skrásetningargjaldið er 75.000 krónur og þarf að greiða fyrir 4. júlí. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir málið til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Strax í upphafi farsóttarinnar þá fórum við í umfangsmikið samstarf við öll skólastig landsins með velferð nemenda á leiðarljósi. Samstarfið við háskólastigið og stúdentaþjónustuna hefur gengið afar vel. Ég vil nefna nokkrar aðgerðir sem við höfum þegar gripið til: sumarnám, sumarstörf, aukin sveigjanleiki hjá lánasjóði íslenskra námsmanna ásamt aukinni sálfræðiþjónustu. Varðandi þessa tillögu námsmanna þá höfum við sett á laggirnar mikilvægan samhæfingarhóp sem hefur það hlutverk að skoða stöðu atvinnuleitenda og námsmanna og stúdentahreyfingin mun ræða þessa tillögu sína á þessum vettvangi sem fundar núna daglega og kemur til með að skila tillögu til félags og barnamálaráðherra og til mín,“ segir Lilja. Kemur til greina að gjöldin verði hreinlega felld niður ? „Þetta er allt til skoðunar akkúrat núna. Lykilatriðið er að styðja núna við grunngildi samfélagsins og þar er menntun afar mikilvægur þáttur og við erum að skoða núna hvernig við getum eflt allt sem tengist menntun og störfum framtíðarinnar þannig að allar tillögu eru skoðaðar gaugæfulega með þetta að leiðarljósi,“ segir Lilja. En kemur til greina að nemendur fái frest til greiðslu gjaldanna sem þarf að greiða fyrir 4. júlí ? „Við höfum verið að auka allan sveigjanleika í kerfinu okkar og þetta er eitt af því sem verður skoðað,“ segir Lilja. Hefur þú áhyggjur af stúdentum og fjárhagsstöðu þeirra næstu mánuði? „Það er gríðarlega mikilvægt að við hugum að öllum þessum þáttum, stöðu stúdenta þannig þeir geti farið í sitt nám og verið þar í ákveðnu skjóli og ég eins og allir aðrir viljum leggja okkur hundrað prósent fram við að styðja við þessi lykil grunngildi íslensks samfélags og þar er staða og menntun stúdenta mjög ofarlega,“ segir Lilja. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35 Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12 40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin. Stúdentaráð Háskóla Íslands fór um miðjan mánuðinn fram á að skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár verði felld niður vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna kórónaveirufaraldursins. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem stúdentaráð lét gera meðal háskólanema horfa um 43% þeirra fram á erfiða fjárhagsstöðu strax um næstu mánaðamót. Skrásetningargjaldið er 75.000 krónur og þarf að greiða fyrir 4. júlí. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir málið til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Strax í upphafi farsóttarinnar þá fórum við í umfangsmikið samstarf við öll skólastig landsins með velferð nemenda á leiðarljósi. Samstarfið við háskólastigið og stúdentaþjónustuna hefur gengið afar vel. Ég vil nefna nokkrar aðgerðir sem við höfum þegar gripið til: sumarnám, sumarstörf, aukin sveigjanleiki hjá lánasjóði íslenskra námsmanna ásamt aukinni sálfræðiþjónustu. Varðandi þessa tillögu námsmanna þá höfum við sett á laggirnar mikilvægan samhæfingarhóp sem hefur það hlutverk að skoða stöðu atvinnuleitenda og námsmanna og stúdentahreyfingin mun ræða þessa tillögu sína á þessum vettvangi sem fundar núna daglega og kemur til með að skila tillögu til félags og barnamálaráðherra og til mín,“ segir Lilja. Kemur til greina að gjöldin verði hreinlega felld niður ? „Þetta er allt til skoðunar akkúrat núna. Lykilatriðið er að styðja núna við grunngildi samfélagsins og þar er menntun afar mikilvægur þáttur og við erum að skoða núna hvernig við getum eflt allt sem tengist menntun og störfum framtíðarinnar þannig að allar tillögu eru skoðaðar gaugæfulega með þetta að leiðarljósi,“ segir Lilja. En kemur til greina að nemendur fái frest til greiðslu gjaldanna sem þarf að greiða fyrir 4. júlí ? „Við höfum verið að auka allan sveigjanleika í kerfinu okkar og þetta er eitt af því sem verður skoðað,“ segir Lilja. Hefur þú áhyggjur af stúdentum og fjárhagsstöðu þeirra næstu mánuði? „Það er gríðarlega mikilvægt að við hugum að öllum þessum þáttum, stöðu stúdenta þannig þeir geti farið í sitt nám og verið þar í ákveðnu skjóli og ég eins og allir aðrir viljum leggja okkur hundrað prósent fram við að styðja við þessi lykil grunngildi íslensks samfélags og þar er staða og menntun stúdenta mjög ofarlega,“ segir Lilja.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35 Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12 40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35
Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12
40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32