Áform um endurræsingu hagkerfisins velta ekki á ónæmi þeirra sem hefur batnað Andri Eysteinsson skrifar 25. apríl 2020 23:41 Justin Trudeau á ráðstefnu í München fyrr á árinu. Getty/Anadolu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að áform og áætlanir kanadískra yfirvalda, sem ætlað sé að koma hagkerfum héraða Kanada aftur af stað eftir faraldur kórónuveirunnar, velti ekki á því að fólk sem hafi smitast af veirunni njóti ónæmis gegn veirunni í framtíðinni. Frá þessu greindi Trudeau á fundi sínum í kanadísku höfuðborginni Ottawa í dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í gær út yfirlýsingu þar sem ítrekað var að ekki hafi verið fullsannað að ekki væri hægt að smitast að nýju af kórónuveirunni sem getur valdið Covid-19 sjúkdómnum. Fara með gát þangað til að staðfest svör berast Varaði stofnunin þá við útgáfu sérstakra ónæmisvottorða til þeirra sem hefur batnað af sýkingunni. Á fundi sínum sagði Trudeau að aðgerðirnar byggjust á því að fólk viðhéldi þeim reglum sem settar hafa verið til sóttvarna. Það er útfærsla á reglunni sem hér á landi er miðuð við tveggja metra fjarlægð milli manna og á notkun hlífðarbúnaðar innan um fólk. „Ónæmi er eitthvað sem við þurfum að fá skýrari svör um. Þangað til að það er ljóst verðum við að fara með gát,“ sagði Trudeau í dag. Yfir 44.000 tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Kanada og hafa yfir 2.350 manns látist af völdum veirunnar þar í landi. Reuters greinir frá því að um 80% tilfella hafi greinst í fjölmennustu héruðunum Quebec og Ontario. Í héruðunum er að finna stórborgir á borð við Ottawa og Toronto í Ontario og Montreal og Quebec-borg í Quebec. Héruð aflétta eftir sínu höfði Eitthvað hefur borið á fámennum mótmælum fyrir utan þinghús Ontario og þess krafist að takmörkunum yrði aflétt. Hefur ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagt mótmælin einkennast af tillitsleysi og sýni óábyrgð. Takmörkunum hefur verið aflétt að einhverju leyti í héraðinu Nýju-Brúnsvík og áformað er að opna í Saskatchewan eftir mánaðamót. Trudeau hefur fundað með ríkisstjórunum og verður afléttingu takmarkana háttað eftir því hvernig faraldurinn þróast í hverju ríki fyrir sig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að áform og áætlanir kanadískra yfirvalda, sem ætlað sé að koma hagkerfum héraða Kanada aftur af stað eftir faraldur kórónuveirunnar, velti ekki á því að fólk sem hafi smitast af veirunni njóti ónæmis gegn veirunni í framtíðinni. Frá þessu greindi Trudeau á fundi sínum í kanadísku höfuðborginni Ottawa í dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í gær út yfirlýsingu þar sem ítrekað var að ekki hafi verið fullsannað að ekki væri hægt að smitast að nýju af kórónuveirunni sem getur valdið Covid-19 sjúkdómnum. Fara með gát þangað til að staðfest svör berast Varaði stofnunin þá við útgáfu sérstakra ónæmisvottorða til þeirra sem hefur batnað af sýkingunni. Á fundi sínum sagði Trudeau að aðgerðirnar byggjust á því að fólk viðhéldi þeim reglum sem settar hafa verið til sóttvarna. Það er útfærsla á reglunni sem hér á landi er miðuð við tveggja metra fjarlægð milli manna og á notkun hlífðarbúnaðar innan um fólk. „Ónæmi er eitthvað sem við þurfum að fá skýrari svör um. Þangað til að það er ljóst verðum við að fara með gát,“ sagði Trudeau í dag. Yfir 44.000 tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Kanada og hafa yfir 2.350 manns látist af völdum veirunnar þar í landi. Reuters greinir frá því að um 80% tilfella hafi greinst í fjölmennustu héruðunum Quebec og Ontario. Í héruðunum er að finna stórborgir á borð við Ottawa og Toronto í Ontario og Montreal og Quebec-borg í Quebec. Héruð aflétta eftir sínu höfði Eitthvað hefur borið á fámennum mótmælum fyrir utan þinghús Ontario og þess krafist að takmörkunum yrði aflétt. Hefur ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagt mótmælin einkennast af tillitsleysi og sýni óábyrgð. Takmörkunum hefur verið aflétt að einhverju leyti í héraðinu Nýju-Brúnsvík og áformað er að opna í Saskatchewan eftir mánaðamót. Trudeau hefur fundað með ríkisstjórunum og verður afléttingu takmarkana háttað eftir því hvernig faraldurinn þróast í hverju ríki fyrir sig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira