Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Anton Ingi Leifsson skrifar 25. apríl 2020 19:00 Ásdís Hjálmsdóttir. Getty/Ian Walton Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. Ásdís gaf það út að þetta yrði hennar síðasta tímabil og vonaðist hún til þess að fara á tvö stórmót áður en ferlinum lyki. Kórónuveiran hefur tekið það bæði af henni og hún segir þetta mikil vonbrigði. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég var að vonast til þess að fá að enda ferilinn á stórmóti. Nú er það komið í ljós að svo verður ekki. Þetta eru fyrst og fremst gífurleg vonbrigði þó að ég skilji þessa ákvörðun. Ég er fegin að hún kom svona snemma í stað þess að halda í vonina fram eftir sumri og fá svo að vita mánuði fyrir að það verður ekki. Þetta var betra svona,“ sagði Ásdís. „Ég er í mínu besta formi nokkurn tímann. Ég var úti í Suður-Afríku í æfingabúðum í mars og kastaði þar lengst kastið á ferlinum. Ég var orðin spennt fyrir þessu og að eiga gott tímabil og enda þannig en nú verður maður bara að endurhugsa stöðuna.“ „Ég mun ekki fara á Ólympíuleika né EM en það þýðir hins vegar ekki að ég geti ekki kastað langt. Maður verður að setja fókus á það sem maður getur stjórnað en ekki hinu.“ Hún stendur enn við ákvörðunina að hætta og segir að það standi enn til. „Ég stend við þá ákvörðun að hætta. Því miður þá verður þetta að enda á engu stórmóti og ekki í landsliðsbúninginn einu sinni. Eitt ár er langur tími. Ef þú fengir að fylgja mér í gegnum æfingar í eina viku þá myndirðu skilja þetta betur,“ en hver er þá markmiðin það sem eftir lifir síðasta frjálsíþróttaársins? „Ég vonast til þess að fá að keppa og náð þessum löngu köstum. Úr því sem komið er, þá er það besta sem ég get vonast eftir að bæta Íslandsmetið.“ Klippa: Sportpakkinn - Ásdís fer ekki á stórmót Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Sjá meira
Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. Ásdís gaf það út að þetta yrði hennar síðasta tímabil og vonaðist hún til þess að fara á tvö stórmót áður en ferlinum lyki. Kórónuveiran hefur tekið það bæði af henni og hún segir þetta mikil vonbrigði. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég var að vonast til þess að fá að enda ferilinn á stórmóti. Nú er það komið í ljós að svo verður ekki. Þetta eru fyrst og fremst gífurleg vonbrigði þó að ég skilji þessa ákvörðun. Ég er fegin að hún kom svona snemma í stað þess að halda í vonina fram eftir sumri og fá svo að vita mánuði fyrir að það verður ekki. Þetta var betra svona,“ sagði Ásdís. „Ég er í mínu besta formi nokkurn tímann. Ég var úti í Suður-Afríku í æfingabúðum í mars og kastaði þar lengst kastið á ferlinum. Ég var orðin spennt fyrir þessu og að eiga gott tímabil og enda þannig en nú verður maður bara að endurhugsa stöðuna.“ „Ég mun ekki fara á Ólympíuleika né EM en það þýðir hins vegar ekki að ég geti ekki kastað langt. Maður verður að setja fókus á það sem maður getur stjórnað en ekki hinu.“ Hún stendur enn við ákvörðunina að hætta og segir að það standi enn til. „Ég stend við þá ákvörðun að hætta. Því miður þá verður þetta að enda á engu stórmóti og ekki í landsliðsbúninginn einu sinni. Eitt ár er langur tími. Ef þú fengir að fylgja mér í gegnum æfingar í eina viku þá myndirðu skilja þetta betur,“ en hver er þá markmiðin það sem eftir lifir síðasta frjálsíþróttaársins? „Ég vonast til þess að fá að keppa og náð þessum löngu köstum. Úr því sem komið er, þá er það besta sem ég get vonast eftir að bæta Íslandsmetið.“ Klippa: Sportpakkinn - Ásdís fer ekki á stórmót
Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Sjá meira