Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Anton Ingi Leifsson skrifar 25. apríl 2020 19:00 Ásdís Hjálmsdóttir. Getty/Ian Walton Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. Ásdís gaf það út að þetta yrði hennar síðasta tímabil og vonaðist hún til þess að fara á tvö stórmót áður en ferlinum lyki. Kórónuveiran hefur tekið það bæði af henni og hún segir þetta mikil vonbrigði. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég var að vonast til þess að fá að enda ferilinn á stórmóti. Nú er það komið í ljós að svo verður ekki. Þetta eru fyrst og fremst gífurleg vonbrigði þó að ég skilji þessa ákvörðun. Ég er fegin að hún kom svona snemma í stað þess að halda í vonina fram eftir sumri og fá svo að vita mánuði fyrir að það verður ekki. Þetta var betra svona,“ sagði Ásdís. „Ég er í mínu besta formi nokkurn tímann. Ég var úti í Suður-Afríku í æfingabúðum í mars og kastaði þar lengst kastið á ferlinum. Ég var orðin spennt fyrir þessu og að eiga gott tímabil og enda þannig en nú verður maður bara að endurhugsa stöðuna.“ „Ég mun ekki fara á Ólympíuleika né EM en það þýðir hins vegar ekki að ég geti ekki kastað langt. Maður verður að setja fókus á það sem maður getur stjórnað en ekki hinu.“ Hún stendur enn við ákvörðunina að hætta og segir að það standi enn til. „Ég stend við þá ákvörðun að hætta. Því miður þá verður þetta að enda á engu stórmóti og ekki í landsliðsbúninginn einu sinni. Eitt ár er langur tími. Ef þú fengir að fylgja mér í gegnum æfingar í eina viku þá myndirðu skilja þetta betur,“ en hver er þá markmiðin það sem eftir lifir síðasta frjálsíþróttaársins? „Ég vonast til þess að fá að keppa og náð þessum löngu köstum. Úr því sem komið er, þá er það besta sem ég get vonast eftir að bæta Íslandsmetið.“ Klippa: Sportpakkinn - Ásdís fer ekki á stórmót Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. Ásdís gaf það út að þetta yrði hennar síðasta tímabil og vonaðist hún til þess að fara á tvö stórmót áður en ferlinum lyki. Kórónuveiran hefur tekið það bæði af henni og hún segir þetta mikil vonbrigði. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég var að vonast til þess að fá að enda ferilinn á stórmóti. Nú er það komið í ljós að svo verður ekki. Þetta eru fyrst og fremst gífurleg vonbrigði þó að ég skilji þessa ákvörðun. Ég er fegin að hún kom svona snemma í stað þess að halda í vonina fram eftir sumri og fá svo að vita mánuði fyrir að það verður ekki. Þetta var betra svona,“ sagði Ásdís. „Ég er í mínu besta formi nokkurn tímann. Ég var úti í Suður-Afríku í æfingabúðum í mars og kastaði þar lengst kastið á ferlinum. Ég var orðin spennt fyrir þessu og að eiga gott tímabil og enda þannig en nú verður maður bara að endurhugsa stöðuna.“ „Ég mun ekki fara á Ólympíuleika né EM en það þýðir hins vegar ekki að ég geti ekki kastað langt. Maður verður að setja fókus á það sem maður getur stjórnað en ekki hinu.“ Hún stendur enn við ákvörðunina að hætta og segir að það standi enn til. „Ég stend við þá ákvörðun að hætta. Því miður þá verður þetta að enda á engu stórmóti og ekki í landsliðsbúninginn einu sinni. Eitt ár er langur tími. Ef þú fengir að fylgja mér í gegnum æfingar í eina viku þá myndirðu skilja þetta betur,“ en hver er þá markmiðin það sem eftir lifir síðasta frjálsíþróttaársins? „Ég vonast til þess að fá að keppa og náð þessum löngu köstum. Úr því sem komið er, þá er það besta sem ég get vonast eftir að bæta Íslandsmetið.“ Klippa: Sportpakkinn - Ásdís fer ekki á stórmót
Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira