Vinnumálastofnun nær ekki að greiða allt út á réttum tíma næstu mánaðamót Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 15:23 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, var gestur upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Lögreglan Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir næstkomandi mánaðamót verði ekki hægt að greiða öllum sem eru í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni á réttum tíma. Þetta kom fram í máli hennar á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveiruna hér á landi. „Þetta eru örugglega önnur mánaðamótin í röð þar sem að, og ég ætla að biðja fólk um að virða það við okkur, það munu ekki allir fá greitt á réttum tíma. Það er bara þannig. Við náum því ekki,“ sagði Unnur. Á fundinum í dag kom fram að nú væru rúmlega 53 þúsund manns í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni. Þar af eru 18 þúsund í almenna kerfinu, þar af margir sem starfað hafa sjálfstætt. 35.600 manns hafa síðan sótt um greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls. „Við vinnum eins hratt og við mögulega getum og það fá allir greitt sem eiga rétt á því. Vonandi verða þetta ekki miklar tafir, en einhverjar verða þær.“ Þá sagði Unnur einnig að djúp kreppa væri fram undan en að birta myndi til þegar ferðaþjónusta landsins kæmist aftur á skrið. Það væri hennar trú að atvinnugreinin yrði fljót að byggja sig upp aftur, eins og dæmin sönnuðu. Nefndi hún þar áskoranir sem ferðaþjónustan hefur mætt í kjölfar náttúruhamfara hérlendis, sem og eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Þá greindi Unnur frá því að verið sé að sögulegan fjölda af fólki inn en nýtt fólk þurfi tíma til að koma sér inn í málin og eftir tvær til þrjár vikur verði þjónustan farin að bera merki þessa liðsauka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir næstkomandi mánaðamót verði ekki hægt að greiða öllum sem eru í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni á réttum tíma. Þetta kom fram í máli hennar á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveiruna hér á landi. „Þetta eru örugglega önnur mánaðamótin í röð þar sem að, og ég ætla að biðja fólk um að virða það við okkur, það munu ekki allir fá greitt á réttum tíma. Það er bara þannig. Við náum því ekki,“ sagði Unnur. Á fundinum í dag kom fram að nú væru rúmlega 53 þúsund manns í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni. Þar af eru 18 þúsund í almenna kerfinu, þar af margir sem starfað hafa sjálfstætt. 35.600 manns hafa síðan sótt um greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls. „Við vinnum eins hratt og við mögulega getum og það fá allir greitt sem eiga rétt á því. Vonandi verða þetta ekki miklar tafir, en einhverjar verða þær.“ Þá sagði Unnur einnig að djúp kreppa væri fram undan en að birta myndi til þegar ferðaþjónusta landsins kæmist aftur á skrið. Það væri hennar trú að atvinnugreinin yrði fljót að byggja sig upp aftur, eins og dæmin sönnuðu. Nefndi hún þar áskoranir sem ferðaþjónustan hefur mætt í kjölfar náttúruhamfara hérlendis, sem og eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Þá greindi Unnur frá því að verið sé að sögulegan fjölda af fólki inn en nýtt fólk þurfi tíma til að koma sér inn í málin og eftir tvær til þrjár vikur verði þjónustan farin að bera merki þessa liðsauka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira