Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 10:35 Höfuðstöðvar Torgs við Hafnartorg. vísir/vilhelm Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Útgáfudagarnir verða því fimm í viku. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. Á vef blaðsins segir að um sé að ræða „hagræðingu í rekstri fjölmiðla Torgs“ og bætir forstjóri félagsins um betur. Fækkun útgáfudaga hafi verið „nauðsynleg hagræðingaraðgerð“ að sögn Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur. Engin önnur breyting verði þó á starfsemi annarra miðla félagsins og að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar samhliða þessum breytingum. Mikið hefur gengið á í rekstri Torgs á undanförnum misserum. Síðasta stóra vendingin var í lok marsmánaðar þegar Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína á kaup Torgs á eignum Frjálsrar fjölmiðlunar sem gaf út DV og samnefndan vef. Frjáls fjölmiðlun réðst í á annan tug uppsagna vegna þessa. Áður hafði Torg runnið saman við Hringbraut sem rekur sjónvarpsstöð og undirvef. Í gögnum Samkeppniseftirlitsins um þann samruna koma fram að Hringbraut hefði farið í þrot ef að viðskiptin hefðu ekki gengið í gegn. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24 Tobba Marinós nýr ritstjóri DV Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær. 31. mars 2020 13:28 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Útgáfudagarnir verða því fimm í viku. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. Á vef blaðsins segir að um sé að ræða „hagræðingu í rekstri fjölmiðla Torgs“ og bætir forstjóri félagsins um betur. Fækkun útgáfudaga hafi verið „nauðsynleg hagræðingaraðgerð“ að sögn Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur. Engin önnur breyting verði þó á starfsemi annarra miðla félagsins og að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar samhliða þessum breytingum. Mikið hefur gengið á í rekstri Torgs á undanförnum misserum. Síðasta stóra vendingin var í lok marsmánaðar þegar Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína á kaup Torgs á eignum Frjálsrar fjölmiðlunar sem gaf út DV og samnefndan vef. Frjáls fjölmiðlun réðst í á annan tug uppsagna vegna þessa. Áður hafði Torg runnið saman við Hringbraut sem rekur sjónvarpsstöð og undirvef. Í gögnum Samkeppniseftirlitsins um þann samruna koma fram að Hringbraut hefði farið í þrot ef að viðskiptin hefðu ekki gengið í gegn. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24 Tobba Marinós nýr ritstjóri DV Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær. 31. mars 2020 13:28 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24
Tobba Marinós nýr ritstjóri DV Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær. 31. mars 2020 13:28