Trúlofunarhringurinn fannst fjórum mánuðum síðar á fótboltavelli í Bolungarvík Stefán Árni Pálsson skrifar 24. apríl 2020 14:29 Haukur með unnustu sinni Warapon Chanse í París árið 2017. Haukur Vagnsson greinir frá því á Facebook að um fjórum mánuðum eftir að hann spilaði ásamt bróður sínum Hrólfi Vagnssyni undir söng á trommu á áramótabrennu í Bolungarvík hafi trúlofunarhringur hans fundist. Brennan var haldin á nýárskvöld á fótboltavelli í Bolungarvík og hafði Haukur komið hringnum fyrir á nótnastandi á meðan hann lék á trommuna. Því næst fór af stað glæsileg flugeldasýning og stóð Haukur því upp til að mynda sýninguna. Þegar því var lokið var hringurinn horfinn. Það var síðan í gær þegar hringurinn loksins fannst. Hringarnir smíðaðir í Barhein „Frændi minn fann trúlofunarhringinn eftir fjóra mánuði undir snjó og ís. Spilað var á palli vöruflutningabíls sem venjulega er notaður til fiskflutninga en bifreiðinni hafði verið lagt á gamlan malarfótboltavöll í Bolungarvík rétt hjá brennunni. Cojan er settromma sem spilað er á berum höndum og því ekki gott að spila með hring á fingur,“ segir Haukur sem tók því trúlofunahringinn sinn af fingri og lagði á nótnastatíf fyrir framan sig en um var að ræða dýran gullhringur með tíu demöntum sem hann og frúin, Warapon Chanse létu smíða fyrir sig í Bahrein áður en þau trúlofuðust í París í mars 2017. „Strax að loknum söng og spili hófst glæsileg flugeldasýning Björgunarsveitarinnar í Bolungarvík sem ég vildi fylgjast með og taka upp á myndband og því fór ég af sviðinu strax að lokum síðast lags. Þegar ég sneri að sviðinu eftir sýninguna hafði duglegur umsjónarmaður hljóðkerfisins tekið saman nótnastatíf þar sem hringurinn hvíldi og var ég þakklátur fyrir það.“ Það var ekki fyrr en daginn eftir að Haukur áttar sig á því að hringurinn var ekki á fingrinum. Skollið var á blindhríð og vonskuveður og því engin leið að leita að hringnum. „Ég lét þó vita af þessu þannig að hægt væri að kíkja í flutningabílinn til að kanna hvort einhver hafi orðið hringsins vart. Svo var ekki, og ekki fannst hann í bílnum. Þegar ég þurfti svo að fara áleiðis suður hafði veðrið enn ekki batnað nóg til þess að hægt væri að leita. Síðar í janúar varð svo þokkalegt veður til leitar, en þá var kominn mikill ís undir snjólaginu og því líklegt að hringurinn væri mögulega frosinn undir ísnum,“ segir Haukur en söngvarinn í bandinu brá þá á það ráð að fá málmleitartæki til leitarinnar, og viti menn, það pípti. „Þá var barið í gegnum þykkan ís til að ná hringnum. Eftir mikla vinnu og þónokkurn tíma blasti við lítill málbútur en enginn hringur. Þetta var því kannski ekki að virka og hætt við frekari málmleit.“ Laugi reddaði málunum Eins og áður segir auglýsti Haukur á Facebook eftir aðstoð bæjarbúa sem ætti leið um, þar sem hann var mikið erlendis sjálfur. Hann fór þó nokkrum sinnum vestur og leitaði í öll skiptin án árangurs enda enn mikill ís á fótboltavellinum þar sem hringurinn átti að vera. Sumardaginn fyrsta, þá hringir síminn hjá Hauk. Frændi hans, Guðlaugur Sverrisson (Laugi) var í símanum til að bjóða gleðilegt sumar að því er Haukur hélt. „Nei, það var meira en það, hann hafði gleðifregnir að færa. Hann hafði í Covid ástandinu í Bolungarvík fundið mikla þörf á að komast undir hreint loft og fór upp á fótboltavöll þar sem nóg er plássið og ekki nokkur maður. Honum varð hugsað til frænda sem hafði týnt trúlofunahringnum sínum og því ákvað hann að taka gönguhring um völlinn. Hann fór að þeim stað sem flutningarbíllinn stóð og gekk hring um það svæði, nokkru frá þeim stað sem hann taldi bílinn hafa staðið. Hann leit niður og þarna var hringurinn beint fyrir neðan hann.“ Haukur fékk þessar gleðifréttir í gær og var heldur betur sáttur við frænda sinn. Bolungarvík Ástin og lífið Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Haukur Vagnsson greinir frá því á Facebook að um fjórum mánuðum eftir að hann spilaði ásamt bróður sínum Hrólfi Vagnssyni undir söng á trommu á áramótabrennu í Bolungarvík hafi trúlofunarhringur hans fundist. Brennan var haldin á nýárskvöld á fótboltavelli í Bolungarvík og hafði Haukur komið hringnum fyrir á nótnastandi á meðan hann lék á trommuna. Því næst fór af stað glæsileg flugeldasýning og stóð Haukur því upp til að mynda sýninguna. Þegar því var lokið var hringurinn horfinn. Það var síðan í gær þegar hringurinn loksins fannst. Hringarnir smíðaðir í Barhein „Frændi minn fann trúlofunarhringinn eftir fjóra mánuði undir snjó og ís. Spilað var á palli vöruflutningabíls sem venjulega er notaður til fiskflutninga en bifreiðinni hafði verið lagt á gamlan malarfótboltavöll í Bolungarvík rétt hjá brennunni. Cojan er settromma sem spilað er á berum höndum og því ekki gott að spila með hring á fingur,“ segir Haukur sem tók því trúlofunahringinn sinn af fingri og lagði á nótnastatíf fyrir framan sig en um var að ræða dýran gullhringur með tíu demöntum sem hann og frúin, Warapon Chanse létu smíða fyrir sig í Bahrein áður en þau trúlofuðust í París í mars 2017. „Strax að loknum söng og spili hófst glæsileg flugeldasýning Björgunarsveitarinnar í Bolungarvík sem ég vildi fylgjast með og taka upp á myndband og því fór ég af sviðinu strax að lokum síðast lags. Þegar ég sneri að sviðinu eftir sýninguna hafði duglegur umsjónarmaður hljóðkerfisins tekið saman nótnastatíf þar sem hringurinn hvíldi og var ég þakklátur fyrir það.“ Það var ekki fyrr en daginn eftir að Haukur áttar sig á því að hringurinn var ekki á fingrinum. Skollið var á blindhríð og vonskuveður og því engin leið að leita að hringnum. „Ég lét þó vita af þessu þannig að hægt væri að kíkja í flutningabílinn til að kanna hvort einhver hafi orðið hringsins vart. Svo var ekki, og ekki fannst hann í bílnum. Þegar ég þurfti svo að fara áleiðis suður hafði veðrið enn ekki batnað nóg til þess að hægt væri að leita. Síðar í janúar varð svo þokkalegt veður til leitar, en þá var kominn mikill ís undir snjólaginu og því líklegt að hringurinn væri mögulega frosinn undir ísnum,“ segir Haukur en söngvarinn í bandinu brá þá á það ráð að fá málmleitartæki til leitarinnar, og viti menn, það pípti. „Þá var barið í gegnum þykkan ís til að ná hringnum. Eftir mikla vinnu og þónokkurn tíma blasti við lítill málbútur en enginn hringur. Þetta var því kannski ekki að virka og hætt við frekari málmleit.“ Laugi reddaði málunum Eins og áður segir auglýsti Haukur á Facebook eftir aðstoð bæjarbúa sem ætti leið um, þar sem hann var mikið erlendis sjálfur. Hann fór þó nokkrum sinnum vestur og leitaði í öll skiptin án árangurs enda enn mikill ís á fótboltavellinum þar sem hringurinn átti að vera. Sumardaginn fyrsta, þá hringir síminn hjá Hauk. Frændi hans, Guðlaugur Sverrisson (Laugi) var í símanum til að bjóða gleðilegt sumar að því er Haukur hélt. „Nei, það var meira en það, hann hafði gleðifregnir að færa. Hann hafði í Covid ástandinu í Bolungarvík fundið mikla þörf á að komast undir hreint loft og fór upp á fótboltavöll þar sem nóg er plássið og ekki nokkur maður. Honum varð hugsað til frænda sem hafði týnt trúlofunahringnum sínum og því ákvað hann að taka gönguhring um völlinn. Hann fór að þeim stað sem flutningarbíllinn stóð og gekk hring um það svæði, nokkru frá þeim stað sem hann taldi bílinn hafa staðið. Hann leit niður og þarna var hringurinn beint fyrir neðan hann.“ Haukur fékk þessar gleðifréttir í gær og var heldur betur sáttur við frænda sinn.
Bolungarvík Ástin og lífið Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira