Trúlofunarhringurinn fannst fjórum mánuðum síðar á fótboltavelli í Bolungarvík Stefán Árni Pálsson skrifar 24. apríl 2020 14:29 Haukur með unnustu sinni Warapon Chanse í París árið 2017. Haukur Vagnsson greinir frá því á Facebook að um fjórum mánuðum eftir að hann spilaði ásamt bróður sínum Hrólfi Vagnssyni undir söng á trommu á áramótabrennu í Bolungarvík hafi trúlofunarhringur hans fundist. Brennan var haldin á nýárskvöld á fótboltavelli í Bolungarvík og hafði Haukur komið hringnum fyrir á nótnastandi á meðan hann lék á trommuna. Því næst fór af stað glæsileg flugeldasýning og stóð Haukur því upp til að mynda sýninguna. Þegar því var lokið var hringurinn horfinn. Það var síðan í gær þegar hringurinn loksins fannst. Hringarnir smíðaðir í Barhein „Frændi minn fann trúlofunarhringinn eftir fjóra mánuði undir snjó og ís. Spilað var á palli vöruflutningabíls sem venjulega er notaður til fiskflutninga en bifreiðinni hafði verið lagt á gamlan malarfótboltavöll í Bolungarvík rétt hjá brennunni. Cojan er settromma sem spilað er á berum höndum og því ekki gott að spila með hring á fingur,“ segir Haukur sem tók því trúlofunahringinn sinn af fingri og lagði á nótnastatíf fyrir framan sig en um var að ræða dýran gullhringur með tíu demöntum sem hann og frúin, Warapon Chanse létu smíða fyrir sig í Bahrein áður en þau trúlofuðust í París í mars 2017. „Strax að loknum söng og spili hófst glæsileg flugeldasýning Björgunarsveitarinnar í Bolungarvík sem ég vildi fylgjast með og taka upp á myndband og því fór ég af sviðinu strax að lokum síðast lags. Þegar ég sneri að sviðinu eftir sýninguna hafði duglegur umsjónarmaður hljóðkerfisins tekið saman nótnastatíf þar sem hringurinn hvíldi og var ég þakklátur fyrir það.“ Það var ekki fyrr en daginn eftir að Haukur áttar sig á því að hringurinn var ekki á fingrinum. Skollið var á blindhríð og vonskuveður og því engin leið að leita að hringnum. „Ég lét þó vita af þessu þannig að hægt væri að kíkja í flutningabílinn til að kanna hvort einhver hafi orðið hringsins vart. Svo var ekki, og ekki fannst hann í bílnum. Þegar ég þurfti svo að fara áleiðis suður hafði veðrið enn ekki batnað nóg til þess að hægt væri að leita. Síðar í janúar varð svo þokkalegt veður til leitar, en þá var kominn mikill ís undir snjólaginu og því líklegt að hringurinn væri mögulega frosinn undir ísnum,“ segir Haukur en söngvarinn í bandinu brá þá á það ráð að fá málmleitartæki til leitarinnar, og viti menn, það pípti. „Þá var barið í gegnum þykkan ís til að ná hringnum. Eftir mikla vinnu og þónokkurn tíma blasti við lítill málbútur en enginn hringur. Þetta var því kannski ekki að virka og hætt við frekari málmleit.“ Laugi reddaði málunum Eins og áður segir auglýsti Haukur á Facebook eftir aðstoð bæjarbúa sem ætti leið um, þar sem hann var mikið erlendis sjálfur. Hann fór þó nokkrum sinnum vestur og leitaði í öll skiptin án árangurs enda enn mikill ís á fótboltavellinum þar sem hringurinn átti að vera. Sumardaginn fyrsta, þá hringir síminn hjá Hauk. Frændi hans, Guðlaugur Sverrisson (Laugi) var í símanum til að bjóða gleðilegt sumar að því er Haukur hélt. „Nei, það var meira en það, hann hafði gleðifregnir að færa. Hann hafði í Covid ástandinu í Bolungarvík fundið mikla þörf á að komast undir hreint loft og fór upp á fótboltavöll þar sem nóg er plássið og ekki nokkur maður. Honum varð hugsað til frænda sem hafði týnt trúlofunahringnum sínum og því ákvað hann að taka gönguhring um völlinn. Hann fór að þeim stað sem flutningarbíllinn stóð og gekk hring um það svæði, nokkru frá þeim stað sem hann taldi bílinn hafa staðið. Hann leit niður og þarna var hringurinn beint fyrir neðan hann.“ Haukur fékk þessar gleðifréttir í gær og var heldur betur sáttur við frænda sinn. Bolungarvík Ástin og lífið Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
Haukur Vagnsson greinir frá því á Facebook að um fjórum mánuðum eftir að hann spilaði ásamt bróður sínum Hrólfi Vagnssyni undir söng á trommu á áramótabrennu í Bolungarvík hafi trúlofunarhringur hans fundist. Brennan var haldin á nýárskvöld á fótboltavelli í Bolungarvík og hafði Haukur komið hringnum fyrir á nótnastandi á meðan hann lék á trommuna. Því næst fór af stað glæsileg flugeldasýning og stóð Haukur því upp til að mynda sýninguna. Þegar því var lokið var hringurinn horfinn. Það var síðan í gær þegar hringurinn loksins fannst. Hringarnir smíðaðir í Barhein „Frændi minn fann trúlofunarhringinn eftir fjóra mánuði undir snjó og ís. Spilað var á palli vöruflutningabíls sem venjulega er notaður til fiskflutninga en bifreiðinni hafði verið lagt á gamlan malarfótboltavöll í Bolungarvík rétt hjá brennunni. Cojan er settromma sem spilað er á berum höndum og því ekki gott að spila með hring á fingur,“ segir Haukur sem tók því trúlofunahringinn sinn af fingri og lagði á nótnastatíf fyrir framan sig en um var að ræða dýran gullhringur með tíu demöntum sem hann og frúin, Warapon Chanse létu smíða fyrir sig í Bahrein áður en þau trúlofuðust í París í mars 2017. „Strax að loknum söng og spili hófst glæsileg flugeldasýning Björgunarsveitarinnar í Bolungarvík sem ég vildi fylgjast með og taka upp á myndband og því fór ég af sviðinu strax að lokum síðast lags. Þegar ég sneri að sviðinu eftir sýninguna hafði duglegur umsjónarmaður hljóðkerfisins tekið saman nótnastatíf þar sem hringurinn hvíldi og var ég þakklátur fyrir það.“ Það var ekki fyrr en daginn eftir að Haukur áttar sig á því að hringurinn var ekki á fingrinum. Skollið var á blindhríð og vonskuveður og því engin leið að leita að hringnum. „Ég lét þó vita af þessu þannig að hægt væri að kíkja í flutningabílinn til að kanna hvort einhver hafi orðið hringsins vart. Svo var ekki, og ekki fannst hann í bílnum. Þegar ég þurfti svo að fara áleiðis suður hafði veðrið enn ekki batnað nóg til þess að hægt væri að leita. Síðar í janúar varð svo þokkalegt veður til leitar, en þá var kominn mikill ís undir snjólaginu og því líklegt að hringurinn væri mögulega frosinn undir ísnum,“ segir Haukur en söngvarinn í bandinu brá þá á það ráð að fá málmleitartæki til leitarinnar, og viti menn, það pípti. „Þá var barið í gegnum þykkan ís til að ná hringnum. Eftir mikla vinnu og þónokkurn tíma blasti við lítill málbútur en enginn hringur. Þetta var því kannski ekki að virka og hætt við frekari málmleit.“ Laugi reddaði málunum Eins og áður segir auglýsti Haukur á Facebook eftir aðstoð bæjarbúa sem ætti leið um, þar sem hann var mikið erlendis sjálfur. Hann fór þó nokkrum sinnum vestur og leitaði í öll skiptin án árangurs enda enn mikill ís á fótboltavellinum þar sem hringurinn átti að vera. Sumardaginn fyrsta, þá hringir síminn hjá Hauk. Frændi hans, Guðlaugur Sverrisson (Laugi) var í símanum til að bjóða gleðilegt sumar að því er Haukur hélt. „Nei, það var meira en það, hann hafði gleðifregnir að færa. Hann hafði í Covid ástandinu í Bolungarvík fundið mikla þörf á að komast undir hreint loft og fór upp á fótboltavöll þar sem nóg er plássið og ekki nokkur maður. Honum varð hugsað til frænda sem hafði týnt trúlofunahringnum sínum og því ákvað hann að taka gönguhring um völlinn. Hann fór að þeim stað sem flutningarbíllinn stóð og gekk hring um það svæði, nokkru frá þeim stað sem hann taldi bílinn hafa staðið. Hann leit niður og þarna var hringurinn beint fyrir neðan hann.“ Haukur fékk þessar gleðifréttir í gær og var heldur betur sáttur við frænda sinn.
Bolungarvík Ástin og lífið Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira